ÍA getur ekki keppt við stóru liðin um leikmenn 17. júlí 2012 14:42 Skagamenn fagna marki í 4-0 sigri liðsins gegn Selfyssingur á Akranesvelli í gærkvöld. Guðmundur Bjarki Halldórsson Þórður Guðjónsson, framkvæmdarstjóri Knattspyrnufélags ÍA segir félagið ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til að halda sínum bestu leikmönnum þegar liðin á höfuðborgarsvæðinu sækist eftir þeim. Þau séu einfaldlega ríkari en ÍA. Þetta sagði Þórður í viðtali í Boltanum á X-inu í morgun þegar við hann var rætt um fyrirhugaða sölu félagsins á framherjanum öfluga, Gary Martin til KR. Þórður viðurkenndi jafnframt að í því felist ákveðin þversögn að á sama tíma og ÍA ætlar sér stóra hluti í úrvalsdeildinni sé liðið að selja einn sinn allra besta leikmann til erkifjendanna í vesturbænum. "Jú, ég get verið sammála því. Fólk má samt ekki gleyma því að við vorum í þrjú ár í 1.deild og þau ár voru félaginu gríðarlega dýr. Við erum klárlega langt á eftir liðunum á höfuðborgarsvæðinu hvað fjármagn varðar og það er bara blákaldur sannleikurinn. Við erum að koma undir okkur fótunum aftur og Gary Martin er bara einn af okkar aldýrustu leikmönnum", sagði Þórður. Þórður bætti því við að ÍA hefði ætlað sér að selja Gary til félags í útlöndum og af þeim sökum hafi þeir lagt mikið á sig til að halda leikmanninum. Þegar ljóst var að ekkert yrði úr því að samningurinn yrði framlengdur í haust var ekki annað í stöðunni en að selja hann til KR. "Við höfum undanfarin ár rekið félagið réttu megin við núllið. Við stöndum skilum á öllum okkar skuldbindingum. Það kostar peninga ætli lið sér að keppa um Íslandsmeistaratitilinn að alvöru og það er það sem við stefnum á. Það tekur hinsvegar tíma að byggja upp fjárhagslegt bolmagn og það erum við að gera, hægt og bítandi. Við erum á réttri leið", sagði Þórður. Að sögn Þórðar hafa einhverjar fyrirspurnir borist í Mark Doninger, miðjumann ÍA en ekkert sé ákveðið í þeim efnum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Enski boltinn Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
Þórður Guðjónsson, framkvæmdarstjóri Knattspyrnufélags ÍA segir félagið ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til að halda sínum bestu leikmönnum þegar liðin á höfuðborgarsvæðinu sækist eftir þeim. Þau séu einfaldlega ríkari en ÍA. Þetta sagði Þórður í viðtali í Boltanum á X-inu í morgun þegar við hann var rætt um fyrirhugaða sölu félagsins á framherjanum öfluga, Gary Martin til KR. Þórður viðurkenndi jafnframt að í því felist ákveðin þversögn að á sama tíma og ÍA ætlar sér stóra hluti í úrvalsdeildinni sé liðið að selja einn sinn allra besta leikmann til erkifjendanna í vesturbænum. "Jú, ég get verið sammála því. Fólk má samt ekki gleyma því að við vorum í þrjú ár í 1.deild og þau ár voru félaginu gríðarlega dýr. Við erum klárlega langt á eftir liðunum á höfuðborgarsvæðinu hvað fjármagn varðar og það er bara blákaldur sannleikurinn. Við erum að koma undir okkur fótunum aftur og Gary Martin er bara einn af okkar aldýrustu leikmönnum", sagði Þórður. Þórður bætti því við að ÍA hefði ætlað sér að selja Gary til félags í útlöndum og af þeim sökum hafi þeir lagt mikið á sig til að halda leikmanninum. Þegar ljóst var að ekkert yrði úr því að samningurinn yrði framlengdur í haust var ekki annað í stöðunni en að selja hann til KR. "Við höfum undanfarin ár rekið félagið réttu megin við núllið. Við stöndum skilum á öllum okkar skuldbindingum. Það kostar peninga ætli lið sér að keppa um Íslandsmeistaratitilinn að alvöru og það er það sem við stefnum á. Það tekur hinsvegar tíma að byggja upp fjárhagslegt bolmagn og það erum við að gera, hægt og bítandi. Við erum á réttri leið", sagði Þórður. Að sögn Þórðar hafa einhverjar fyrirspurnir borist í Mark Doninger, miðjumann ÍA en ekkert sé ákveðið í þeim efnum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Enski boltinn Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira