Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Selfoss 4-0 Guðmundur Marinó Ingvarsson á Akranesvelli skrifar 16. júlí 2012 15:37 Mynd / Guðmundur Bjarki ÍA vann öruggan 4-0 sigur á Selfoss í kvöld á heimavelli sínum á Akranesi. ÍA sýndi sínar bestu hliðar í leiknum og gjörsigraði nýliðaslaginn. Staðan í hálfleik var 1-0. ÍA hóf leikinn af krafti og fékk fjölmörg færi snemma leiks. Leikmenn liðsins voru ákafir og sókndjarfir auk þess að gefa Selfossi aldrei neinn tíma á boltanum. ÍA komst yfir á 13. mínútu þegar Kári Ársælsson skallaði skot Einars Loga Einarssonar í netið og þó það hafi verið eina mark fyrri hálfleiks voru yfirburðir ÍA í hálfleiknum miklir. Selfyssingar ætluðu að nýta sér að það að ÍA nýtti yfirburði sína ekki með því að jafna snemma í seinni hálfleik. Selfoss átti þrjú fyrstu skot hálfleiksins og færðu sig hægt að rólega framar á völlinn en fyrir það refsaði Arnar Már Guðjónsson eftir góða sendingu Andra Adolphssonar og staðan 2-0 eftir 12 mínútna leik í seinni hálfleik. Þá gáfust Selfyssingar upp. ÍA réð lögum og lofum á vellinum en þrátt fyrir yfirburði sína juku þeir ekki forystuna fyrr en Selfyssingar færðu sig aftur upp á skaftið á lokakafla leiksins. ÍA sótti hratt þegar Selfoss færði liðið ofar og nýttu sér hraða Gary Martin sem lagði upp tvö mörk á 10 síðustu mínútum leiksins. ÍA er nú komið með 17 stig og ætti að hafa náð að hrista af sér allt tal um fallbaráttu. Liðið lék mjög vel og ætti af fara fullt sjálfstrausts í næstu leiki. Selfoss er aftur á móti í slæmum málum. Liðið er með 8 stig eftir 11 leik, líkt og 2010 þegar liðið var síðast í deild þeirra bestu. Fram er einungis stig í undan en annars eru sjö stig í næstu lið og því ekkert annað en erfið fallbarátta framundan og ljóst að ef liðið leikur líkt og í kvöld verður stoppið í deildinni stutt líkt og 2010. Þórður: Vorum gott lið í kvöld„Frá fyrstu mínútu lögðum við línuna, við ætluðum að fá þrjú stig. Við vorum ákafir og pressuðum þá hátt og gáfum þeim lítinn frið. Það er helst síðasta korterið að við droppum og þeir fá eitt hættulegt færi. Það er eina færið sem Selfoss færi í leiknum," sagði ánægður Þórður Þórðarson þjálfari ÍA eftir leikinn. „Við vorum á tánum, berjumst og spilum fallegan bolta. Stemningin í hópnum hefur verið góð undanfarið, hún hefur svo sem verið það fyrir hina leikina líka en í dag gekk þetta upp," sagði Þórður en Skagamenn refsuðu Selfossi í hvert skipti sem gestirnir reyndu að færa lið sitt framar. „Þeir ætluðu að keyra á okkur og jafna þetta strax en við vorum grimmir og átum þá og skoruðum annað markið og það fór illa í þá. „Einkenni góðra liða er að refsa og við vorum gott lið í kvöld," sagði Þórður sem hlustaði ekkert á þá umræðu að ÍA gæti sogast í fallbaráttuna með ósigri í kvöld. „Það voru sex stig í fallsæti fyrir þennan leik í dag og þetta fall tal var aldrei til hjá okkur. Við ætlum að hanga í toppbaráttunni og þetta var fyrsta stigið í átt að því," sagði Þórður að lokum. Logi: Vorum ekki tilbúnir í slaginn„Við létum hlaupa yfir okkur í kvöld. Við vorum ekki tilbúnir í þennan slag sem þarf til að vinna í fótbolta. Það er grundvallaratriði að taka þátt í baráttunni á vellinum. Ef þér tekst að yfirvinna það þá áttu möguleika en fyrr ekki,“ sagði Logi Ólafsson þjálfari Selfoss að leiknum loknum. „Við fáum færi einn á móti markmanni og það skiptir sköpum í svona leikjum að nýta svoleiðis færi. Við sköpum örfá færi en verðum að nota eitthvað af þeim. Við erum algjörlega sofandi á verðinum í mörkunum sem við fáum á okkur. „Við höfum verið að reyna að vinna í föstum leikatriðum og menn eru farnir að standa það af sér þegar boltinn kemur beint inn en þegar einhverjar litlar aukahreyfingar eru í kringum föst leikatriði þá erum við bara ekki með og þetta er skortur á einhvers konar skilningi á leiknum eða einhvers konar leti. Ég veit ekki hvort er,“ sagði Logi sem vísar þar til lélegs varnarleiks í öðru marki ÍA sem kom upp úr aukaspyrnu sem leikin var stutt. Það voru átta erlendir leikmenn í byrjunarliði Selfoss í kvöld og lá beinast við að spyrja hvort Logi teldi líklegt að svo margir erlendir leikmenn væru tilbúnir að berjast fyrir því að halda félaginu í efstu deild. „Ég held það vanti ekkert upp á það. Þetta eru metnaðarfullir menn sem vilja ná langt. Í dag urðu menn bara undir í baráttunni og það skildi á milli. Þeir hafa sýnt að þeir séu tilbúnir í þessa baráttu en það fórst fyrir í dag.“ Selfoss er með jafn mörg stig eftir 11 umferðir í ár og 2010 þegar liðið lék síðast í efstu deild. „Það eru ekki mjög góðar fréttir en það skiptir ekki máli. Við verðum að duga betur. Við höfum orðið fyrir áföllum. Við höfum misst menn út úr liðinu og nánast heila vörn. Það er maður að spila sem er búinn að æfa með okkur í tvo, þrjá daga. Agnar Bragi er ekki heill heilsu og Babacar Sarr, við missum hann af velli. Selfoss er ekki sterkara en svo að við megum ekki við öllum þessum áföllum en þar fyrir utan eiga menn að berjast eins og grenjandi ljón fyrir hverju stigi,“ sagði Logi að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
ÍA vann öruggan 4-0 sigur á Selfoss í kvöld á heimavelli sínum á Akranesi. ÍA sýndi sínar bestu hliðar í leiknum og gjörsigraði nýliðaslaginn. Staðan í hálfleik var 1-0. ÍA hóf leikinn af krafti og fékk fjölmörg færi snemma leiks. Leikmenn liðsins voru ákafir og sókndjarfir auk þess að gefa Selfossi aldrei neinn tíma á boltanum. ÍA komst yfir á 13. mínútu þegar Kári Ársælsson skallaði skot Einars Loga Einarssonar í netið og þó það hafi verið eina mark fyrri hálfleiks voru yfirburðir ÍA í hálfleiknum miklir. Selfyssingar ætluðu að nýta sér að það að ÍA nýtti yfirburði sína ekki með því að jafna snemma í seinni hálfleik. Selfoss átti þrjú fyrstu skot hálfleiksins og færðu sig hægt að rólega framar á völlinn en fyrir það refsaði Arnar Már Guðjónsson eftir góða sendingu Andra Adolphssonar og staðan 2-0 eftir 12 mínútna leik í seinni hálfleik. Þá gáfust Selfyssingar upp. ÍA réð lögum og lofum á vellinum en þrátt fyrir yfirburði sína juku þeir ekki forystuna fyrr en Selfyssingar færðu sig aftur upp á skaftið á lokakafla leiksins. ÍA sótti hratt þegar Selfoss færði liðið ofar og nýttu sér hraða Gary Martin sem lagði upp tvö mörk á 10 síðustu mínútum leiksins. ÍA er nú komið með 17 stig og ætti að hafa náð að hrista af sér allt tal um fallbaráttu. Liðið lék mjög vel og ætti af fara fullt sjálfstrausts í næstu leiki. Selfoss er aftur á móti í slæmum málum. Liðið er með 8 stig eftir 11 leik, líkt og 2010 þegar liðið var síðast í deild þeirra bestu. Fram er einungis stig í undan en annars eru sjö stig í næstu lið og því ekkert annað en erfið fallbarátta framundan og ljóst að ef liðið leikur líkt og í kvöld verður stoppið í deildinni stutt líkt og 2010. Þórður: Vorum gott lið í kvöld„Frá fyrstu mínútu lögðum við línuna, við ætluðum að fá þrjú stig. Við vorum ákafir og pressuðum þá hátt og gáfum þeim lítinn frið. Það er helst síðasta korterið að við droppum og þeir fá eitt hættulegt færi. Það er eina færið sem Selfoss færi í leiknum," sagði ánægður Þórður Þórðarson þjálfari ÍA eftir leikinn. „Við vorum á tánum, berjumst og spilum fallegan bolta. Stemningin í hópnum hefur verið góð undanfarið, hún hefur svo sem verið það fyrir hina leikina líka en í dag gekk þetta upp," sagði Þórður en Skagamenn refsuðu Selfossi í hvert skipti sem gestirnir reyndu að færa lið sitt framar. „Þeir ætluðu að keyra á okkur og jafna þetta strax en við vorum grimmir og átum þá og skoruðum annað markið og það fór illa í þá. „Einkenni góðra liða er að refsa og við vorum gott lið í kvöld," sagði Þórður sem hlustaði ekkert á þá umræðu að ÍA gæti sogast í fallbaráttuna með ósigri í kvöld. „Það voru sex stig í fallsæti fyrir þennan leik í dag og þetta fall tal var aldrei til hjá okkur. Við ætlum að hanga í toppbaráttunni og þetta var fyrsta stigið í átt að því," sagði Þórður að lokum. Logi: Vorum ekki tilbúnir í slaginn„Við létum hlaupa yfir okkur í kvöld. Við vorum ekki tilbúnir í þennan slag sem þarf til að vinna í fótbolta. Það er grundvallaratriði að taka þátt í baráttunni á vellinum. Ef þér tekst að yfirvinna það þá áttu möguleika en fyrr ekki,“ sagði Logi Ólafsson þjálfari Selfoss að leiknum loknum. „Við fáum færi einn á móti markmanni og það skiptir sköpum í svona leikjum að nýta svoleiðis færi. Við sköpum örfá færi en verðum að nota eitthvað af þeim. Við erum algjörlega sofandi á verðinum í mörkunum sem við fáum á okkur. „Við höfum verið að reyna að vinna í föstum leikatriðum og menn eru farnir að standa það af sér þegar boltinn kemur beint inn en þegar einhverjar litlar aukahreyfingar eru í kringum föst leikatriði þá erum við bara ekki með og þetta er skortur á einhvers konar skilningi á leiknum eða einhvers konar leti. Ég veit ekki hvort er,“ sagði Logi sem vísar þar til lélegs varnarleiks í öðru marki ÍA sem kom upp úr aukaspyrnu sem leikin var stutt. Það voru átta erlendir leikmenn í byrjunarliði Selfoss í kvöld og lá beinast við að spyrja hvort Logi teldi líklegt að svo margir erlendir leikmenn væru tilbúnir að berjast fyrir því að halda félaginu í efstu deild. „Ég held það vanti ekkert upp á það. Þetta eru metnaðarfullir menn sem vilja ná langt. Í dag urðu menn bara undir í baráttunni og það skildi á milli. Þeir hafa sýnt að þeir séu tilbúnir í þessa baráttu en það fórst fyrir í dag.“ Selfoss er með jafn mörg stig eftir 11 umferðir í ár og 2010 þegar liðið lék síðast í efstu deild. „Það eru ekki mjög góðar fréttir en það skiptir ekki máli. Við verðum að duga betur. Við höfum orðið fyrir áföllum. Við höfum misst menn út úr liðinu og nánast heila vörn. Það er maður að spila sem er búinn að æfa með okkur í tvo, þrjá daga. Agnar Bragi er ekki heill heilsu og Babacar Sarr, við missum hann af velli. Selfoss er ekki sterkara en svo að við megum ekki við öllum þessum áföllum en þar fyrir utan eiga menn að berjast eins og grenjandi ljón fyrir hverju stigi,“ sagði Logi að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira