Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-1 Stefán Árni Pálsson á Samsung-vellinum skrifar 16. júlí 2012 15:43 Stjarnan og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í 11. Umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram á Samsung-vellinum í Garðabæ. Arnar Már Björgvinsson kom Blikum yfir í fyrri hálfleiknum en það var Halldór Orri Björnsson sem jafnaði metin fyrir heimamenn beint úr aukaspyrnu í þeim síðari. Það var blíðskapar veður þegar leikurinn hófst í Garðabænum og liðin vel stemmd. Leikurinn hófst samt nokkuð rólega og liðin voru lengi í gang. Blikar voru nokkuð ferskir þegar leið á fyrri hálfleikinn og komust hægt og rólega inn í leikinn. Stjörnumenn áttu aftur á móti erfitt uppdráttar og fátt gekk upp í sóknarleik þeirra. Þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum komust gestirnir frá Kópavogi fyrir með fínu marki frá Arnari Má Björgvinssyni þegar hann afgreiddi boltann snyrtilega í netið eftir stungusendingu frá Tómasi Óla Garðarssyni. Stjörnumenn byrjuðu vel í síðari hálfleiknum og pressuðu Blikana strax hátt uppá völlinn. Það gekk samt sem áður erfilega að skora en það hafðist að lokum. Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, jafnaði leikinn með marki beint úr aukaspyrnu um tuttugu mínútum fyrir leikslok. Stjörnumenn reyndu hvað þeir gátu síðustu mínútur leiksins að tryggja sér sigurinn en allt kom fyrir ekki og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Halldór: Við erum hundsvekktir með þessi úrslit„Við erum ekki sáttur með þessu úrslit en áttum bara ekkert meira skilið út úr þessum leik," sagði Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir jafntefli í kvöld. „Við lékum skelfilega í fyrri hálfleiknum og það var kannski rétt í lokin sem liðið náði sér almennilega á strik". „Það vantaði allt í fyrri hálfleiknum, við vorum ekki að tala saman og menn lögðu sig ekki nægilega mikið fram." Halldór Orri skoraði frábært mark fyrir Stjörnuna beint úr aukaspyrnu. „Það kom aldrei neitt annað til greina en að ég myndi taka þessa spyrnu. Ég hef beðið í allt sumar eftir að fá aukaspyrnu á þessum stað og auðvita klíndi ég boltanum í netið." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Halldór hér að ofan. Arnar Már: Getum vel byggt ofan á þessa frammistöðu„Svona fyrirfram værum við nokkuð sáttur með jafnteflið en eins og leikurinn spilaðist þá hefðum við getað náð í stigin þrjú,“ sagði Arnar Már Björgvinsson, leikmaður Breiðabliks, eftir jafnteflið í kvöld. „Við náðum að loka vel á eitt besta sóknarlið landsins og það verður að teljast nokkuð jákvætt, við erum í raun ekki sáttur með þessu úrslit.“ „Að mínu mati hefði Ingvar Kale jafnvel átt að verja þessa aukaspyrnu en það féll ekki með okkur í kvöld.“ „Við getum svo sannarlega byggt vel ofan á þessa frammistöðu og verðum bara að vera jákvæðir.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Arnar með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Enski boltinn Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
Stjarnan og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í 11. Umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram á Samsung-vellinum í Garðabæ. Arnar Már Björgvinsson kom Blikum yfir í fyrri hálfleiknum en það var Halldór Orri Björnsson sem jafnaði metin fyrir heimamenn beint úr aukaspyrnu í þeim síðari. Það var blíðskapar veður þegar leikurinn hófst í Garðabænum og liðin vel stemmd. Leikurinn hófst samt nokkuð rólega og liðin voru lengi í gang. Blikar voru nokkuð ferskir þegar leið á fyrri hálfleikinn og komust hægt og rólega inn í leikinn. Stjörnumenn áttu aftur á móti erfitt uppdráttar og fátt gekk upp í sóknarleik þeirra. Þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum komust gestirnir frá Kópavogi fyrir með fínu marki frá Arnari Má Björgvinssyni þegar hann afgreiddi boltann snyrtilega í netið eftir stungusendingu frá Tómasi Óla Garðarssyni. Stjörnumenn byrjuðu vel í síðari hálfleiknum og pressuðu Blikana strax hátt uppá völlinn. Það gekk samt sem áður erfilega að skora en það hafðist að lokum. Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, jafnaði leikinn með marki beint úr aukaspyrnu um tuttugu mínútum fyrir leikslok. Stjörnumenn reyndu hvað þeir gátu síðustu mínútur leiksins að tryggja sér sigurinn en allt kom fyrir ekki og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Halldór: Við erum hundsvekktir með þessi úrslit„Við erum ekki sáttur með þessu úrslit en áttum bara ekkert meira skilið út úr þessum leik," sagði Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir jafntefli í kvöld. „Við lékum skelfilega í fyrri hálfleiknum og það var kannski rétt í lokin sem liðið náði sér almennilega á strik". „Það vantaði allt í fyrri hálfleiknum, við vorum ekki að tala saman og menn lögðu sig ekki nægilega mikið fram." Halldór Orri skoraði frábært mark fyrir Stjörnuna beint úr aukaspyrnu. „Það kom aldrei neitt annað til greina en að ég myndi taka þessa spyrnu. Ég hef beðið í allt sumar eftir að fá aukaspyrnu á þessum stað og auðvita klíndi ég boltanum í netið." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Halldór hér að ofan. Arnar Már: Getum vel byggt ofan á þessa frammistöðu„Svona fyrirfram værum við nokkuð sáttur með jafnteflið en eins og leikurinn spilaðist þá hefðum við getað náð í stigin þrjú,“ sagði Arnar Már Björgvinsson, leikmaður Breiðabliks, eftir jafnteflið í kvöld. „Við náðum að loka vel á eitt besta sóknarlið landsins og það verður að teljast nokkuð jákvætt, við erum í raun ekki sáttur með þessu úrslit.“ „Að mínu mati hefði Ingvar Kale jafnvel átt að verja þessa aukaspyrnu en það féll ekki með okkur í kvöld.“ „Við getum svo sannarlega byggt vel ofan á þessa frammistöðu og verðum bara að vera jákvæðir.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Arnar með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Enski boltinn Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira