Íslenski boltinn

Doninger á leið frá ÍA

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd / Guðmundur Bjarki Halldórsson
Enski miðjumaðurinn Mark Doninger er á leið frá Skagamönnum. Þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolti.net í dag.

Líkt og Vísir hefur fjallað um lítur allt út fyrir að Gary Martin, liðsfélagi, landi og herbergisfélagi Doninger, sé á leið til KR. Nú virðast Skagamenn vera að missa Doninger einnig.

Englendingurinn sagði í samtali við Fótbolta.net að þeim Gary Martin hefði ekki líkað vistin á Akranesi. Þá sagði Doninger að hann kynni ekki við leikstíl liðsins.

Doninger var ekki í leikmannahópi Skagamanna þegar liðið lagði Selfoss að velli 4-0 í gærkvöldi. Hann hefur glímt við meiðsli aftan í læri en meiðslin hafa angrað hann töluvert í sumar.


Tengdar fréttir

Gary Martin á leið til KR

Knattspyrnukappinn Gary Martin hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Pepsi-deildarlið Skagamanna.

Gary Martin: Þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um

Allt stefnir í að Gary Martin, enski framherji úrvalsdeildarliðs ÍA verði orðinn leikmaður KR áður en langt um líður. Forráðamenn KR hafa lagt fram formlegt tilboð í leikmanninn sem Skagamenn fara nú yfir. Líklegt þykir að samkomulag um kaupin náist, hugsanlega strax á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×