Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Grindavík 2-1 Stefán Hirst Friðriksson á Árbæjarvelli skrifar 16. júlí 2012 15:39 Mynd / Vilhelm Ingimundur Níels Óskarsson skoraði tvívegis í síðari hálfleik og tryggði Fylki 2-1 sigur á vængbrotnu liði Grindavíkur í Árbænum. Leikurinn fór rólega af stað í rjómablíðu í Árbænum og tókst hvorugu liðinu að skapa sér neitt í upphafi leiks. Það voru þó Grindvíkingar sem komust yfir á 17. mínútu leiksins. Þar var að verki Daníel Leó Grétarsson, sautján ára kjúklingur Grindvíkinga í sínum fyrsta byrjunarliðsleik meistaraflokks félagsins. Næstu tuttugu mínútur eða svo voru mjög líflegar en bæði lið fengu virkilega hættuleg tækifæri til þess að skora í mjög opnum leik. Hvorugu liðinu tókst það þó og staðan því 0-1, Grindvíkingum í vil þega flautað var til hálfleiks. Fylkismenn byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og tókst þeim að jafna metin á 54. mínútu. Þá átti Ingimundur Níels Óskarsson gott skot fyrir utan vítateig sem hafnaði neðst í markhorninu. Það var svo á 85.mínútu sem heimamönnum tókst að komast yfir. Daníel Leó sýndi þá reynsluleysi sitt með því að renna sér háskalega aftan í Tómas Joð Þorsteinsson innan vítateigs og dæmdi dómari leiksins umsvifalaust vítaspyrnu. Ingimundur Níels fór á punktinn og sýndi fádæma öryggi þegar hann sendi Óskar í vitlaust horn. Staðan því orðin 2-1 heimamönnum í vil og stutt eftir af leiknum. Gestunum í Grindavík tókst ekki að jafna metin og 2-1 sigur heimamanna því staðreynd. Staða Grindvíkinga er slæm en þeir eru í neðsta sæti deildarinnar eftir fyrri umferðina ásamt því að leikmenn liðsins virðast eiga í vandræðum með að halda sér heilum.Ásmundur: Gríðarlega sterkt að koma til baka „Ég er gríðarlega ánægður með lokaniðurstöðuna. Þetta var torsóttur sigur en mjög sætur. Við vorum sérstaklega slakir í fyrri hálfleik en ég er mjög stoltur af strákunum. Það er gríðarlega sterkt að koma til baka og setja tvö mörk á þéttan varnarmúr anstæðinganna," sagði Ásmundur. „Það er búið að vera fínn gangur í þessu hjá okkur að undanförnu. Við erum mjög bjartsýnir á seinni umferðina. Við stefnum að sjálfsögðu á að færa okkur nær efri hlutanum en neðri," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis í leikslok.Guðjón: Mjög svekktur „Við hefðum átt að nýta sénsana okkar betur í leiknum. Ég er mjög svekktur því að við fengum marga sénsa til þess að klára þennan leik," sagði Guðjón. Við hefðum átt að gera betur og klára þetta. Svo kemur vítaspyrnan í andlitið á okkur undir lok leiks og hún klárar þetta," bætti Guðjón við. Grindavík hefur ekki gengið vel það sem af er Íslandsmótinu en Guðjón sagðist hafa trú á uppgangi sinna manna. „Að sjálfsögðu hef ég trú á þessu. Það er augljóst að við stefnum á að gera betur í síðari umferðinni. Við erum búnir að lenda í miklum skakkaföllum, menn eru að meiðast og er það að há okkur," sagði Guðjón Þórðarsson að lokum.Ingimundur: Ættum að vera með fleiri stig „Mér fannst við vera frekar slakir í fyrri hálfleiknum. Við ræddum þetta í hálfleik og okkur tókst að ná í stigin þrjú í síðari hálfleiknum," sagði Ingimundur. „Við erum bjartsýnir fyrir síðari umferðina. Okkur finnst að við ættum að vera með fleiri stig en raun ber vitni og við stefnum að sjálfsögðu ofar í töflunni," sagði Ingimundur Níels Óskarsson í leikslok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
Ingimundur Níels Óskarsson skoraði tvívegis í síðari hálfleik og tryggði Fylki 2-1 sigur á vængbrotnu liði Grindavíkur í Árbænum. Leikurinn fór rólega af stað í rjómablíðu í Árbænum og tókst hvorugu liðinu að skapa sér neitt í upphafi leiks. Það voru þó Grindvíkingar sem komust yfir á 17. mínútu leiksins. Þar var að verki Daníel Leó Grétarsson, sautján ára kjúklingur Grindvíkinga í sínum fyrsta byrjunarliðsleik meistaraflokks félagsins. Næstu tuttugu mínútur eða svo voru mjög líflegar en bæði lið fengu virkilega hættuleg tækifæri til þess að skora í mjög opnum leik. Hvorugu liðinu tókst það þó og staðan því 0-1, Grindvíkingum í vil þega flautað var til hálfleiks. Fylkismenn byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og tókst þeim að jafna metin á 54. mínútu. Þá átti Ingimundur Níels Óskarsson gott skot fyrir utan vítateig sem hafnaði neðst í markhorninu. Það var svo á 85.mínútu sem heimamönnum tókst að komast yfir. Daníel Leó sýndi þá reynsluleysi sitt með því að renna sér háskalega aftan í Tómas Joð Þorsteinsson innan vítateigs og dæmdi dómari leiksins umsvifalaust vítaspyrnu. Ingimundur Níels fór á punktinn og sýndi fádæma öryggi þegar hann sendi Óskar í vitlaust horn. Staðan því orðin 2-1 heimamönnum í vil og stutt eftir af leiknum. Gestunum í Grindavík tókst ekki að jafna metin og 2-1 sigur heimamanna því staðreynd. Staða Grindvíkinga er slæm en þeir eru í neðsta sæti deildarinnar eftir fyrri umferðina ásamt því að leikmenn liðsins virðast eiga í vandræðum með að halda sér heilum.Ásmundur: Gríðarlega sterkt að koma til baka „Ég er gríðarlega ánægður með lokaniðurstöðuna. Þetta var torsóttur sigur en mjög sætur. Við vorum sérstaklega slakir í fyrri hálfleik en ég er mjög stoltur af strákunum. Það er gríðarlega sterkt að koma til baka og setja tvö mörk á þéttan varnarmúr anstæðinganna," sagði Ásmundur. „Það er búið að vera fínn gangur í þessu hjá okkur að undanförnu. Við erum mjög bjartsýnir á seinni umferðina. Við stefnum að sjálfsögðu á að færa okkur nær efri hlutanum en neðri," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis í leikslok.Guðjón: Mjög svekktur „Við hefðum átt að nýta sénsana okkar betur í leiknum. Ég er mjög svekktur því að við fengum marga sénsa til þess að klára þennan leik," sagði Guðjón. Við hefðum átt að gera betur og klára þetta. Svo kemur vítaspyrnan í andlitið á okkur undir lok leiks og hún klárar þetta," bætti Guðjón við. Grindavík hefur ekki gengið vel það sem af er Íslandsmótinu en Guðjón sagðist hafa trú á uppgangi sinna manna. „Að sjálfsögðu hef ég trú á þessu. Það er augljóst að við stefnum á að gera betur í síðari umferðinni. Við erum búnir að lenda í miklum skakkaföllum, menn eru að meiðast og er það að há okkur," sagði Guðjón Þórðarsson að lokum.Ingimundur: Ættum að vera með fleiri stig „Mér fannst við vera frekar slakir í fyrri hálfleiknum. Við ræddum þetta í hálfleik og okkur tókst að ná í stigin þrjú í síðari hálfleiknum," sagði Ingimundur. „Við erum bjartsýnir fyrir síðari umferðina. Okkur finnst að við ættum að vera með fleiri stig en raun ber vitni og við stefnum að sjálfsögðu ofar í töflunni," sagði Ingimundur Níels Óskarsson í leikslok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira