Fleiri fréttir

Mikilvægur sigur Selfoss á Akureyri

Selfoss vann mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í Pepsi-deild karla með 2-1 sigur á KA á Akureyri í kvöld. Selfyssingar eru í öðru sæti deildarinnar með sjö stiga forystu á BÍ/Bolungarvík, sem á að vísu leik til góða.

Leikmenn KR ákváðu sjálfir að tala ekki við 365 miðla

Það voru leikmenn KR sjálfir sem tóku ákvörðunina um að tala ekki við 365 miðla eftir leikinn á móti Þór í gær, það er Stöð 2 Sport, Vísi og Fréttablaðið. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu í dag.

Engin viðtöl við KR-inga á Vísi

Rúnar Kristinsson þjálfari stoppaði Grétar Sigfinn Sigurðarson, fyrirliða KR og besta mann liðsins í kvöld, í að koma í viðtali við Stöð 2 Sport eftir sigurinn á Þór í kvöld.

FH-ingar góðir bæði manni fleiri og manni færri

Rauðu spjöldin hafa svo sannarlega farið á loft í leikjum FH-inga í Pepsi-deild karla í sumar en þau eru orðin alls sjö í fimmtán leikjum. FH-ingar hafa fengið fjögur rauð sjálfir og mótherjar þeirra hafa þrisvar sinnum verið sendir snemma í sturtu. Nú er svo komið að það hefur vantað leikmann í annað liðið í leikjum FH í samtals 254 mínútur í sumar.

Utan vallar: Krabbamein fótboltans

Óheiðarlegir knattspyrnumenn sem svindla á vellinum eru að verða stærsta vandamál íþróttarinnar. Leikaraskapur er orðinn eðlilegur hluti af leiknum og það sem meira er – svindlurunum er aldrei refsað.

Arnór Sveinn fer til Hönefoss - kvaddi Blika á twitter

Arnór Sveinn Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Breiðablik í bili, því hann heldur til Noregs í dag til þess að skrifa undir samning við Hönefoss. Þetta kom fyrst fram á fótbolti.net.

Hjörtur Júlíus Hjartarson: Þrisvar upp á fjórum árum

Skagamaðurinn Hjörtur Júlíus Hjartarson þekkir þá tilfinningu vel að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni. Hjörtur tryggði Skagaliðinu sæti í Pepsi-deildinni næsta sumar með því að skora jöfnunarmark liðsins á móti ÍR í fyrrakvöld.

Blysmönnum mögulega refsað

Þór frá Akureyri var í gær sektað um 35 þúsund krónur vegna hegðunar stuðningsmanna liðsins á bikarúrslitaleiknum gegn KR um helgina en kveikt var á blysum í stúkunni.

Gary Martin á leið til Danmerkur

Gary Martin, leikmaður ÍA, mun vera á leið til danska B-deildarfélagsins Hjörring þar sem hann leika á lánssamningi til áramóta.

Skagamenn jöfnuðu afrek Valsmanna og FH-inga í gær

Skagamenn tryggðu sér sæti í Pepsi-deild karla sumarið 2012 eftir að hafa náð í stig á móti ÍR á ÍR-vellinum í gær. Skagamenn þurftu aðeins að ná í eitt stig í síðustu sjö leikjum sínum í 1.deildinni og náðu í það í annarri tilraun eftir tap á móti BÍ/Bolungarvík á föstudaginn var.

Valskonur ekki í vandræðum

Valur vann í gær 4-0 sigur á Aftureldingu í Pepsi-deild kvenna en liðið er engu að síður sjö stigum á eftir toppliði Stjörnunnar.

Umfjöllun: ÍA aftur í deild þeirra bestu

ÍA komst í kvöld aftur í efstu deild karla eftir að hafa gert 1-1 jafntefli við ÍR í 1. deildinni í kvöld. Stigið dugði Skagamönnum til að komast upp í Pepsi-deildina.

Hjörtur: Aldrei að vita nema maður spili á næsta ári

"Við vissum það svona nokkurn veginn fyrir þennan lokasprett að sætið í efstu deild væri svo gott sem tryggt, en við þurftum að klára dæmið og það gekk í kvöld,“ sagði Hjörtur Júlíus Hjartarson, markaskorari ÍA, eftir leikinn í kvöld.

Pétur í tveggja leikja bann

Pétur Viðarsson var í dag dæmdur í tveggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í viðureign Víkings og FH í gær.

Pepsimörkin: Eru KR-ingar með dómarana í vasanum?

Rætt var um KR-liðið í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í gær þar sem þáttastjórnendur veltu upp þeirri spurningu hvort dómarar séu einfaldlega hræddir að taka stórar ákvarðanir gegn KR-liðinu.

Pepsimörkin: Öll tilþrifin úr leikjum gærkvöldsins á Vísi

Alls voru 18 mörk skoruð í gær þegar 15. umferðin í Pepsideild karla í fótbolta hófst með fimm leikjum. Umferðinni lýkur á fimmtudaginn þegar Þórsarar taka á móti KR-ingum á Akureyri. Að venju var farið yfir gang mála úr öllum leikjum gærkvöldsins í þættinum Pepsimörkin á Stöð 2 sport í gær og þar var þessi markasyrpa frumsýnd.

Eyjasigur í Kópavogi - myndir

ÍBV er einu stigi á eftir KR á toppi Pepsi-deildar karla eftir 2-1 sigur á Breiðabliki í Kópavoginum í gær. KR á þó tvo leiki til góða á Eyjamenn.

Umfjöllun Vísis um leiki kvöldsins

Fimm leikir fóru fram í Pepsi-deild karla í kvöld og var mikið um að vera. Hér má finna alla umfjöllun Vísis um leikina á einum stað.

Ólafur Páll: Sýnir getuna í liðinu

Ólafur Páll Snorrason sagði FH-inga hafa sýnt getuna í liðinu manni færri gegn Víkingum í kvöld. Hann sagði lukku vera með FH-ingum þessa dagana.

Ólafur Örn: Aðalmálið að fá stig

Ólafur Örn Bjarnason, þjálfari Grindavíkur, var augljóslega létt eftir sigurinn á Keflavík í kvöld þar sem liðið náði átta stiga forystu á Víking og Fram í fallsæti auk þess að ná Breiðabliki að stigum og vera aðeins stigi á eftir Þór og Keflavík.

Willum: Sárt að kasta stigum frá sér

Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, var skiljanlega ósáttur við að lið hans hafi ekki nýtt yfirburði sína í seinni hálfleik gegn Grindavík í kvöld og kastað frá sér í það minnsta jafnteflinu með því að fá á sig mark á lokamínútunum.

Þorvaldur: Staðan er mjög slæm

„Við fáum færi í fyrri hálfleik til að klára þennan leik en eins og þetta hefur verið að spilast í sumar þá höfum við ekki verið að nýta okkar sénsa. Þegar menn eru ekki að klára leikina og ná í þessi stig þá erum við ekki ofar í deildinni. Það er bara þannig,“ sagði svekktur Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, eftir 2-2 jafnteflið við Stjörnuna í kvöld.

Garðar: Áttum ekkert skilið

„Við vorum bara lélegir í dag og áttum ekkert skilið. Ekki einu sinni þetta stig. Ég held að þeir hafi átt fleiri skot á markið og fleiri dauðafæri en við,“ sagði Garðar Jóhannsson markamaskínan í liði Stjörnunnar.

Halldór Orri: Þetta var lélegur leikur

„Mér fannst þetta lélegur leikur. Mér fannst bæði lið vera léleg. Mér fannst við vilja þetta meira en við klikkum úr nokkrum dauðafærum, þar á meðal ég,“ sagði hetjan Halldór Orri Björnsson eftir jafnteflið við Fram 2-2.

Heimir: Pétur á að vita betur

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var ánægður með sína menn en sagði Pétur Viðarsson leikmann sinn eiga að vita betur en að láta reka sig útaf.

Heimir: Eigum enn möguleika

"Við erum að rembast og reyna að vera með í þessari baráttu um Íslandsmeistaratitilinn, því var þessu sigur virkilega mikilvægur,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í kvöld.

Tryggvi: Setjum pressu á KR

"Þetta var erfiður leikur í kvöld enda eru Blikar með flott lið þó taflan sýni annað,“ sagði Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, eftir sigurinn á Breiðablik í kvöld.

Ólafur: Þetta þriðja mark slátraði leiknum

Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, þurfti enn á ný að öskra á sína menn í hálfleik eftir slakan fyrri hálfleik þegar Fylkisliðið tapaði 1-3 á móti Val á Hlíðarenda í kvöld. Fylkismenn voru komnir 0-3 undir í hálfleik og leikurinn var í raun tapaður.

Sjá næstu 50 fréttir