Íslenski boltinn

Fögnuður Skagamanna í Breiðholtinu - myndir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Skagamenn tryggðu sér í gær sæti í Pepsi-deild karla fyrir næsta tímabil með því að tryggja sér jafntefli, 1-1, gegn ÍR í Breiðholtinu í gær.

ÍA lék síðast í efstu deild árið 2008 en liðið er eitt hið farsælasta í sögu íslenskrar knattspyrnu. Átján Íslandsmeistarartitlar og níu bikarmeistaratitlar tala sínu máli.

Það byrjaði reyndar ekki vel fyrir Skagamenn í gær en Árni Freyr Guðnason kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik. Þannig stóðu leikar í leikhléi en þá hafði Hjörtur Hjartarson misnotað vítaspyrnu fyrir ÍA.

Hjörtur náði þó að skora jöfnunarmarkið mikilvæga í síðari hálfleik og þar við sat. Skagamenn gátu leyft sér að fagna vel og innilega í gær. Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á vellinum og tók þessar myndir.

Mynd/Valli



Fleiri fréttir

Sjá meira


×