Íslenski boltinn

Engin viðtöl við KR-inga á Vísi

Hjalti Þór Hreinsson á Þórsvelli skrifar
Rúnar Kristinsson þjálfari stoppaði Grétar Sigfinn Sigurðarson, fyrirliða KR og besta mann liðsins í kvöld, í að koma í viðtali við Stöð 2 Sport eftir sigurinn á Þór.

Rúnar er afar ósáttur með umfjöllun Stöð 2 Sport um dóma í síðasta þætti Pepsi-markanna en hann var eini KR-ingurinn sem kom í viðtal.

Þegar sami fréttamaður reyndi að tala við Grétar fyrir Vísi sendi framkvæmdastjóri KR Grétar inn í klefa.

KR-ingar gáfu ekki færi á viðtölum við miðla 365 en þó er rætt við Rúnar í Fréttablaðinu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×