Umfjöllun: Engin hefnd hjá Þór þetta árið Hjalti Þór Hreinsson á Þórsvelli skrifar 18. ágúst 2011 18:15 Það var hart barist í bikarúrslitaleiknum síðastliðinn laugardag. Mynd/Eva Björk Ægisdóttir KR steig enn eitt skrefið í átt að Íslandsmeistaratitlinum með góðum sigri á Þór í kvöld. KR vann 1-2 þrátt fyrir að vera manni færri síðasta korterið. KR var betri aðilinn fyrstu 20 mínúturnar og fékk nokkur hálffæri. Aron átti skalla beint á Srjdan, Baldur skot framhjá og Kjartan Henry fékk fínt færi en skalli hans hitti ekki markið. Þórsarar börðust vel en sóttu lítið. Það breyttist þó og um miðbik hálfleiksins komust þeir yfir. Linta átti þá fína sendingu á Svein Elías sem spólaði sig framhjá tveimur varnarmönnum og kláraði færið sitt einkar vel. Sveinn Elías átti svo skot mínútur síðar rétt eftir markið. KR-ingar létu slá sig aðeins útaf laginu en gerðu svo sitt besta til að jafna. Það gekk lítið, liðið hélt boltanum vel en fékk engin dauðafæri. Kjartan Henry var mjög duglegur á kantinum og sótti nokkrar hornspyrnur sem ekkert kom upp úr. Lítið gerðist út hálfleikinn, staðan 1-0 fyrir Þór að loknum fyrri hálfleik. KR byrjaði seinni hálfleik af krafti og freistaði þess að jafna. Grétar komst í dauðafæri en skotið hans var framhjá en Þórsarar fengu líka færi. Eftir klukkutíma leik togaði Atli Sigurjónsson Björn Jónsson niður í teignum, ekki fast en nóg til að Björn féll og fékk víti. Kjartan Henry tók það og skoraði, en Srjdan var nálægt því að verja. Kjartan Henry fékk svo sitt annað gula spjald þegar hann sparkaði óviljandi í andlitið á Linta. Þá var korter eftir af leiknum. Bjuggust flestir þá við stórsókn Þórsara í leit að sigri, en annað kom á daginn. Grétar Sigfinnur kórónaði stórleik sinn með frábærum skalla sem kom KR yfir rétt fyrir leikslok. Tíunda hornspyrna skilaði loksins árangri og Srjdan kom engum vörnum við. Leiknum lauk með 1-2 sigri KR sem er þar með komið með fjögurra stiga forskot á ÍBV og á auk þess leik til góða. Fimm stig eru í FH og Val sem hafa leikið tveimur leikjum fleirri en KR. KR á meðal annars eftir að spila við ÍBV úti, FH og Val. Mótið er því langt frá því að vera búið. Þó er ljóst að ef KR verður meistari kemst Þór í Evrópukeppni bikarhafa. Þórsarar eru áfram í áttunda sæti deildarinnar eftir tapið. Þór - KR 1-2 1-0 Sveinn Elías Jónsson (21). 1-1 Kjartan Henry Finnbogason (61.) 1-2 Grétar Sigfinnur Sigurðarson (86.)Skot (á mark): 6-12 (4-8)Varin skot: Srjdan 6 – Hannes 5Horn: 2-10Aukaspyrnur fengnar: 7-9Rangstöður: 2-2 Pepsi Max-deild karla Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
KR steig enn eitt skrefið í átt að Íslandsmeistaratitlinum með góðum sigri á Þór í kvöld. KR vann 1-2 þrátt fyrir að vera manni færri síðasta korterið. KR var betri aðilinn fyrstu 20 mínúturnar og fékk nokkur hálffæri. Aron átti skalla beint á Srjdan, Baldur skot framhjá og Kjartan Henry fékk fínt færi en skalli hans hitti ekki markið. Þórsarar börðust vel en sóttu lítið. Það breyttist þó og um miðbik hálfleiksins komust þeir yfir. Linta átti þá fína sendingu á Svein Elías sem spólaði sig framhjá tveimur varnarmönnum og kláraði færið sitt einkar vel. Sveinn Elías átti svo skot mínútur síðar rétt eftir markið. KR-ingar létu slá sig aðeins útaf laginu en gerðu svo sitt besta til að jafna. Það gekk lítið, liðið hélt boltanum vel en fékk engin dauðafæri. Kjartan Henry var mjög duglegur á kantinum og sótti nokkrar hornspyrnur sem ekkert kom upp úr. Lítið gerðist út hálfleikinn, staðan 1-0 fyrir Þór að loknum fyrri hálfleik. KR byrjaði seinni hálfleik af krafti og freistaði þess að jafna. Grétar komst í dauðafæri en skotið hans var framhjá en Þórsarar fengu líka færi. Eftir klukkutíma leik togaði Atli Sigurjónsson Björn Jónsson niður í teignum, ekki fast en nóg til að Björn féll og fékk víti. Kjartan Henry tók það og skoraði, en Srjdan var nálægt því að verja. Kjartan Henry fékk svo sitt annað gula spjald þegar hann sparkaði óviljandi í andlitið á Linta. Þá var korter eftir af leiknum. Bjuggust flestir þá við stórsókn Þórsara í leit að sigri, en annað kom á daginn. Grétar Sigfinnur kórónaði stórleik sinn með frábærum skalla sem kom KR yfir rétt fyrir leikslok. Tíunda hornspyrna skilaði loksins árangri og Srjdan kom engum vörnum við. Leiknum lauk með 1-2 sigri KR sem er þar með komið með fjögurra stiga forskot á ÍBV og á auk þess leik til góða. Fimm stig eru í FH og Val sem hafa leikið tveimur leikjum fleirri en KR. KR á meðal annars eftir að spila við ÍBV úti, FH og Val. Mótið er því langt frá því að vera búið. Þó er ljóst að ef KR verður meistari kemst Þór í Evrópukeppni bikarhafa. Þórsarar eru áfram í áttunda sæti deildarinnar eftir tapið. Þór - KR 1-2 1-0 Sveinn Elías Jónsson (21). 1-1 Kjartan Henry Finnbogason (61.) 1-2 Grétar Sigfinnur Sigurðarson (86.)Skot (á mark): 6-12 (4-8)Varin skot: Srjdan 6 – Hannes 5Horn: 2-10Aukaspyrnur fengnar: 7-9Rangstöður: 2-2
Pepsi Max-deild karla Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira