Íslenski boltinn

Umfjöllun: Skemmtanagildið í hámarki þegar KR vann FH

Elvar Geir Magnússon skrifar
Guðmundur Sævarsson úr FH og Baldur Sigurðsson úr KR berjast um boltann í fyrri leik liðanna.
Guðmundur Sævarsson úr FH og Baldur Sigurðsson úr KR berjast um boltann í fyrri leik liðanna. Mynd/Anton

KR-ingar gerðu sér lítið fyrir og unnu 4-2 útisigur á Íslandsmeisturum FH í Kaplakrika í kvöld. Þessi toppslagur deildarinnar var hreint mögnuð skemmtun frá upphafi til enda.

Fyrsta markið kom strax eftir þriggja mínútna leik þegar Guðmundur Benediktsson áti frábæra sendingu á Björgólf Takefusa sem lék á Daða Lárusson, markvörð FH, áður en hann skoraði í tómt markið.

En eftir þetta mark hrundi leikur KR-inga um tíma og Atli Guðnason sá um að snúa dæminu við fyrir heimamenn. Hann skoraði fyrst á sjöttu mínútu eftir sendingu frá Atla Viðari Björnssyni og skoraði síðan aftur þremur mínútum síðar úr þröngu færi eftir sendingu Matthíasar Vilhjálmssonar.

Ekki alveg óskabyrjunin fyrir Andre Hansen, markvörð KR, sem er á láni frá Lilleström. Hansen fékk þó ekki fleiri mörk á sig þetta kvöldið.

Ótrúleg byrjun á þessum leik og fjörið var bara rétt að byrja. KR-ingar áttu að fá dæmda vítaspyrnu þegar Daði Lárusson var eitthvað pirraður út í Guðmund Benediktsson og hrinti honum eftir þunga sókn gestana. Dómarinn Magnús Þórisson, sem átti alls ekki sinn besta dag, dæmdi ekkert.

Það var svo á 27. mínútu sem jöfnunarmarkið kom. Það gerði Gunnar Örn Jónsson með föstu skoti eftir að Guðmundur Benediktsson renndi knettinum á hann. Gunnar átti heldur betur eftir að koma meira við sögu í þessum leik.

Staðan var 2-2 í hálfleik en áfram hélt skemmtunin í seinni hálfleik. Sótt var á báða bóga, margar stórfallegar sóknir litu dagsins ljós og aldrei kom leiðinlegur kafli í leiknum. Matthías Vilhjálmsson var óheppinn að koma FH ekki yfir þegar hann skallaði í innanverða stöngina.

Gunnar Örn tók síðan forystuna fyrir KR á nýjan leik á 68. mínútu. Skot hans hafði viðkomu í varnarmanni áður en það söng í netinu. FH-ingar reyndu að jafna metin en það tókst ekki og Gunnar lagði síðan upp sjötta og síðasta mark leiksins fyrir Baldur Sigurðsson.

KR-ingar unnu þar með langþráðan sigur en þeir höfðu ekki unnið FH í deildarleik síðan 2003 þegar kom að þessum leik. Liðið lék virkilega vel í þessum leik og ljóst að leikmenn þess eru fullir sjálfstrausts. Staðan á toppnum breyttist þó lítið þar sem FH-ingar hafa enn öruggt forskot.

FH - KR 2-4

0-1 Björgólfur Takefusa (3.)

1-1 Atli Guðnason (6.)

2-1 Atli Guðnason (9.)

2-2 Gunnar Örn Jónsson (27.)

2-3 Gunnar Örn Jónsson (68.)

2-4 Baldur Sigurðsson (88.)

Kaplakrikavöllur. Áhorfendur: 2.218

Dómari: Magnús Þórisson 4

Skot (á mark): 9-9 (5-3)

Varin skot: Daði 1 - Hansen 2

Hornspyrnur: 6-4

Rangstöður: 2-6

Aukaspyrnur fengnar: 9-15

FH 4-3-3

Daði Lárusson 5

Guðni Páll Kristjánsson 4

(52. Pétur Viðarsson 5)

Dennis Siim 5

Tommy Nielsen 5

Hjörtur Logi Valgarðsson 6

Davíð Þór Viðarsson 6

Matthías Vilhjálmsson 7

Tryggvi Guðmundsson 6

Ólafur Páll Snorrason 5

(70. Björn Daníel Sverrisson 5)

Atli Guðnason 7

(76. Alexander Söderlund)

Atli Viðar Björnsson 6

KR 4-4-2

Andre Hansen 6

Skúli Jón Friðgeirsson 6

Mark Rutgers 6

Grétar Sigfinnur Sigurðarson 7

Jordao Diogo 8

Gunnar Örn Jónsson 9* - Maður leiksins

Baldur Sigurðsson 7

Bjarni Guðjónsson 7

Atli Jóhannsson 7

(90. Ásgeir Örn Ólafsson)

Guðmundur Benediktsson 8

(77. Gunnar Kristjánsson)

Björgólfur Takefusa 8


Tengdar fréttir

Tryggvi: Þeir voru ákveðnari í að ná sigri

Íslandsmeistarar FH töpuðu sínum fyrsta heimaleik í Pepsi-deildinni á tímabilinu þegar þeir biðu lægri hlut fyrir KR-ingum í mögnuðum fótboltaleik í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×