Umfjöllun: Skemmtanagildið í hámarki þegar KR vann FH Elvar Geir Magnússon skrifar 9. ágúst 2009 18:15 Guðmundur Sævarsson úr FH og Baldur Sigurðsson úr KR berjast um boltann í fyrri leik liðanna. Mynd/Anton KR-ingar gerðu sér lítið fyrir og unnu 4-2 útisigur á Íslandsmeisturum FH í Kaplakrika í kvöld. Þessi toppslagur deildarinnar var hreint mögnuð skemmtun frá upphafi til enda. Fyrsta markið kom strax eftir þriggja mínútna leik þegar Guðmundur Benediktsson áti frábæra sendingu á Björgólf Takefusa sem lék á Daða Lárusson, markvörð FH, áður en hann skoraði í tómt markið. En eftir þetta mark hrundi leikur KR-inga um tíma og Atli Guðnason sá um að snúa dæminu við fyrir heimamenn. Hann skoraði fyrst á sjöttu mínútu eftir sendingu frá Atla Viðari Björnssyni og skoraði síðan aftur þremur mínútum síðar úr þröngu færi eftir sendingu Matthíasar Vilhjálmssonar. Ekki alveg óskabyrjunin fyrir Andre Hansen, markvörð KR, sem er á láni frá Lilleström. Hansen fékk þó ekki fleiri mörk á sig þetta kvöldið. Ótrúleg byrjun á þessum leik og fjörið var bara rétt að byrja. KR-ingar áttu að fá dæmda vítaspyrnu þegar Daði Lárusson var eitthvað pirraður út í Guðmund Benediktsson og hrinti honum eftir þunga sókn gestana. Dómarinn Magnús Þórisson, sem átti alls ekki sinn besta dag, dæmdi ekkert. Það var svo á 27. mínútu sem jöfnunarmarkið kom. Það gerði Gunnar Örn Jónsson með föstu skoti eftir að Guðmundur Benediktsson renndi knettinum á hann. Gunnar átti heldur betur eftir að koma meira við sögu í þessum leik. Staðan var 2-2 í hálfleik en áfram hélt skemmtunin í seinni hálfleik. Sótt var á báða bóga, margar stórfallegar sóknir litu dagsins ljós og aldrei kom leiðinlegur kafli í leiknum. Matthías Vilhjálmsson var óheppinn að koma FH ekki yfir þegar hann skallaði í innanverða stöngina. Gunnar Örn tók síðan forystuna fyrir KR á nýjan leik á 68. mínútu. Skot hans hafði viðkomu í varnarmanni áður en það söng í netinu. FH-ingar reyndu að jafna metin en það tókst ekki og Gunnar lagði síðan upp sjötta og síðasta mark leiksins fyrir Baldur Sigurðsson. KR-ingar unnu þar með langþráðan sigur en þeir höfðu ekki unnið FH í deildarleik síðan 2003 þegar kom að þessum leik. Liðið lék virkilega vel í þessum leik og ljóst að leikmenn þess eru fullir sjálfstrausts. Staðan á toppnum breyttist þó lítið þar sem FH-ingar hafa enn öruggt forskot.FH - KR 2-4 0-1 Björgólfur Takefusa (3.) 1-1 Atli Guðnason (6.) 2-1 Atli Guðnason (9.) 2-2 Gunnar Örn Jónsson (27.) 2-3 Gunnar Örn Jónsson (68.) 2-4 Baldur Sigurðsson (88.) Kaplakrikavöllur. Áhorfendur: 2.218 Dómari: Magnús Þórisson 4 Skot (á mark): 9-9 (5-3) Varin skot: Daði 1 - Hansen 2 Hornspyrnur: 6-4 Rangstöður: 2-6 Aukaspyrnur fengnar: 9-15FH 4-3-3 Daði Lárusson 5 Guðni Páll Kristjánsson 4 (52. Pétur Viðarsson 5) Dennis Siim 5 Tommy Nielsen 5 Hjörtur Logi Valgarðsson 6 Davíð Þór Viðarsson 6 Matthías Vilhjálmsson 7 Tryggvi Guðmundsson 6 Ólafur Páll Snorrason 5 (70. Björn Daníel Sverrisson 5) Atli Guðnason 7 (76. Alexander Söderlund) Atli Viðar Björnsson 6 KR 4-4-2 Andre Hansen 6 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Mark Rutgers 6 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 7 Jordao Diogo 8 Gunnar Örn Jónsson 9* - Maður leiksins Baldur Sigurðsson 7 Bjarni Guðjónsson 7 Atli Jóhannsson 7 (90. Ásgeir Örn Ólafsson) Guðmundur Benediktsson 8 (77. Gunnar Kristjánsson) Björgólfur Takefusa 8 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Tryggvi: Þeir voru ákveðnari í að ná sigri Íslandsmeistarar FH töpuðu sínum fyrsta heimaleik í Pepsi-deildinni á tímabilinu þegar þeir biðu lægri hlut fyrir KR-ingum í mögnuðum fótboltaleik í kvöld. 9. ágúst 2009 21:48 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
KR-ingar gerðu sér lítið fyrir og unnu 4-2 útisigur á Íslandsmeisturum FH í Kaplakrika í kvöld. Þessi toppslagur deildarinnar var hreint mögnuð skemmtun frá upphafi til enda. Fyrsta markið kom strax eftir þriggja mínútna leik þegar Guðmundur Benediktsson áti frábæra sendingu á Björgólf Takefusa sem lék á Daða Lárusson, markvörð FH, áður en hann skoraði í tómt markið. En eftir þetta mark hrundi leikur KR-inga um tíma og Atli Guðnason sá um að snúa dæminu við fyrir heimamenn. Hann skoraði fyrst á sjöttu mínútu eftir sendingu frá Atla Viðari Björnssyni og skoraði síðan aftur þremur mínútum síðar úr þröngu færi eftir sendingu Matthíasar Vilhjálmssonar. Ekki alveg óskabyrjunin fyrir Andre Hansen, markvörð KR, sem er á láni frá Lilleström. Hansen fékk þó ekki fleiri mörk á sig þetta kvöldið. Ótrúleg byrjun á þessum leik og fjörið var bara rétt að byrja. KR-ingar áttu að fá dæmda vítaspyrnu þegar Daði Lárusson var eitthvað pirraður út í Guðmund Benediktsson og hrinti honum eftir þunga sókn gestana. Dómarinn Magnús Þórisson, sem átti alls ekki sinn besta dag, dæmdi ekkert. Það var svo á 27. mínútu sem jöfnunarmarkið kom. Það gerði Gunnar Örn Jónsson með föstu skoti eftir að Guðmundur Benediktsson renndi knettinum á hann. Gunnar átti heldur betur eftir að koma meira við sögu í þessum leik. Staðan var 2-2 í hálfleik en áfram hélt skemmtunin í seinni hálfleik. Sótt var á báða bóga, margar stórfallegar sóknir litu dagsins ljós og aldrei kom leiðinlegur kafli í leiknum. Matthías Vilhjálmsson var óheppinn að koma FH ekki yfir þegar hann skallaði í innanverða stöngina. Gunnar Örn tók síðan forystuna fyrir KR á nýjan leik á 68. mínútu. Skot hans hafði viðkomu í varnarmanni áður en það söng í netinu. FH-ingar reyndu að jafna metin en það tókst ekki og Gunnar lagði síðan upp sjötta og síðasta mark leiksins fyrir Baldur Sigurðsson. KR-ingar unnu þar með langþráðan sigur en þeir höfðu ekki unnið FH í deildarleik síðan 2003 þegar kom að þessum leik. Liðið lék virkilega vel í þessum leik og ljóst að leikmenn þess eru fullir sjálfstrausts. Staðan á toppnum breyttist þó lítið þar sem FH-ingar hafa enn öruggt forskot.FH - KR 2-4 0-1 Björgólfur Takefusa (3.) 1-1 Atli Guðnason (6.) 2-1 Atli Guðnason (9.) 2-2 Gunnar Örn Jónsson (27.) 2-3 Gunnar Örn Jónsson (68.) 2-4 Baldur Sigurðsson (88.) Kaplakrikavöllur. Áhorfendur: 2.218 Dómari: Magnús Þórisson 4 Skot (á mark): 9-9 (5-3) Varin skot: Daði 1 - Hansen 2 Hornspyrnur: 6-4 Rangstöður: 2-6 Aukaspyrnur fengnar: 9-15FH 4-3-3 Daði Lárusson 5 Guðni Páll Kristjánsson 4 (52. Pétur Viðarsson 5) Dennis Siim 5 Tommy Nielsen 5 Hjörtur Logi Valgarðsson 6 Davíð Þór Viðarsson 6 Matthías Vilhjálmsson 7 Tryggvi Guðmundsson 6 Ólafur Páll Snorrason 5 (70. Björn Daníel Sverrisson 5) Atli Guðnason 7 (76. Alexander Söderlund) Atli Viðar Björnsson 6 KR 4-4-2 Andre Hansen 6 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Mark Rutgers 6 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 7 Jordao Diogo 8 Gunnar Örn Jónsson 9* - Maður leiksins Baldur Sigurðsson 7 Bjarni Guðjónsson 7 Atli Jóhannsson 7 (90. Ásgeir Örn Ólafsson) Guðmundur Benediktsson 8 (77. Gunnar Kristjánsson) Björgólfur Takefusa 8
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Tryggvi: Þeir voru ákveðnari í að ná sigri Íslandsmeistarar FH töpuðu sínum fyrsta heimaleik í Pepsi-deildinni á tímabilinu þegar þeir biðu lægri hlut fyrir KR-ingum í mögnuðum fótboltaleik í kvöld. 9. ágúst 2009 21:48 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Tryggvi: Þeir voru ákveðnari í að ná sigri Íslandsmeistarar FH töpuðu sínum fyrsta heimaleik í Pepsi-deildinni á tímabilinu þegar þeir biðu lægri hlut fyrir KR-ingum í mögnuðum fótboltaleik í kvöld. 9. ágúst 2009 21:48