Íslenski boltinn

Mótastjóri KSÍ: Bregðumst við ef Grindavík sækir um frestun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ.
Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ.

Sú staða gæti komið upp að Grindavík myndi sækja um frestun á leiknum gegn ÍBV sem fram á að fara næsta sunnudag.

Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag liggja níu leikmenn Grindavíkur veikir með einkenni svínaflensu. Óljóst er hvort þeir nái sér í tíma eða hvort það verði hreinlega búið að greina alla leikmenn liðsins fyrir leik.

Því gæti verið óskynsamlegt að spila leikinn um helgina.

„Það hefur ekki enn borist ósk um frestun frá Grindavík," sagði Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ.

„Við höfum engu að síður aðeins rætt það hér innanhúss hvernig skyldi bregðast við ef Grindavík sótti um frestun. Við vegum og metum málið þegar þar að kemur."

Birkir segir engar reglur vera um hvenær þurfi að sækja um frestun en æskilegt sé að félög geri það eins fljótt og mögulegt er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×