Íslenski boltinn

Umfjöllun: Fram vann Reykjavíkurslaginn

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Framararnir Almarr Ormarsson og Daði Guðmundsson.
Framararnir Almarr Ormarsson og Daði Guðmundsson. Mynd/Valli

Fram lagði Val, 2-1, á útivelli í kvöld og lyfti sér þar með upp fyrir nágrana sína í höfuðborginni.

Fyrri hálfleikur var ekki mikið fyrir augað og þá sérstaklega framan af. Liðin sköpuðu sér fá færi þó Framarar hafi spilað ágætlega úti á vellinum.

Valsmenn hristu af sér slenið korteri fyrir leikhlé og sköpuðu sér þrjú færi sem hefðu getað komið þeim yfir en lánleysi þeirra við markið var algjört.

Upphaf síðari hálfleiks var líkt og upphaf þess fyrri, ekki mikið til að gleðja viðstadda. Það breyttist skyndilega á 56. mínútu þegar Helgi Sigurðsson kokm Val yfir með frábæru framherjamarki þegar hann fylgdi eftir skoti Matthíasar Guðmundssonar.

Þá hættu Valsmenn að leika og Framarar jöfnuðu fjórum mínútum síðar og skoruðu sigurmarkið níu mínútum þar á eftir. 

Fram var mikið betri aðilinn eftir að Valur skoraði og vann að lokum verðskuldaðan sigur sem hefði hæglega getað orðið stærri.

 Valur-Fram 1-2

1-0 Helgi Sigurðsson ´56

1-1 Joseph Tillen ´60

1-2 Almarr Ormarsson ´69

Vodafonevöllurinn. Áhorfendur: 1.257

Dómari: Þóroddur Hjaltalín 8

Skot (á mark): 11-9 (7-5)

Varið: Kjartan 2 – Hannes 4

Aukaspyrnur: 11-11

Horn: 5-9

Rangstöður: 5-3

Valur 4-4-2:

Kjartan Sturluson 5

Ian Jeffs 5

Reynir Leósson 6

Atli Sveinn Þórarinsson 5

Bjarni Ólafur Eiríksson 6

Matthías Guðmundsson 4

Sigurbjörn Örn Hreiðarsson 5

(59. Einar Marteinsson 5)

Baldur Ingimar Aðalsteinsson 4

Arnar Gunnlaugsson 4

(70. Pétur Georg Markan 5)

Marel Baldvinsson 4

Helgi Sigurðsson 5

(65. Viktor Unnar Illugason 5)

Fram 4-5-1:

Hannes Þór Halldórsson 6

Daði Guðmundsson 6

Auðun Helgason 6

Kristján Hauksson 6

Samuel Tillen 7

Paul McShane 6

(79. Heiðar Geir Júlíusson -)

Jón Guðni Fjóluson 7

Almarr Ormarsson 7

(84. Guðmundur Magnússon -)

*Halldór Hermann Jónsson 8

Joseph Tillen 7

Hjálmar Þórarinsson 4

(89. Hlynur Atli Magnússon -)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×