Íslenski boltinn

Orri Freyr: Erum með menn eins og Scott Ramsay sem geta klárað leikina

Ragnar Vignir skrifar
Orri Hjaltalín, fyrirliði Grindavíkur.
Orri Hjaltalín, fyrirliði Grindavíkur. Mynd/Vilhelm

Það var sigurreifur Orri Hjaltalín sem ræddi við við Vísi.is eftir 5-1 sigur á Þrótti á Valbjarnarvelli í kvöld en fyrirliði Grindavíkur viðurkenndi þó að leikurinn hefði ekki verið auðveldur.

„Ég er mjög sáttur. Við spiluðum fínt í fyrri hálfleik en við lendum í vandræðum í seinni hálfleik þegar þeir fara að senda háa bolta fram en sem betur fer stóðum við það af okkur. Auðvitað er svo afgerandi að eiga svona menn eins og Scott Ramsay sem geta klárað leikina fyrir okkur með snilldartilþrifum.

„Þeir hleyptu leiknum upp í seinni hálfleik með öllum þessum löngu sendingum fram og vorum lengi vel í vandræðum með það en fundum svo bragð gegn því þegar leið á seinni hálfleik," sagði Orri.

„Við vorum lengi í basli en núna erum við komnir á beinu brautina og horfum bara upp á við", sagði Orri Freyr Hjaltalín að lokum við Vísi.is.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×