Umfjöllun: Grindvíkingar völtuðu yfir bitlausa Þróttara Ragnar Vignir skrifar 9. ágúst 2009 18:00 Scott Ramsey skoraði tvö mörk fyrir Grindavík í kvöld. Mynd/Vilhelm Grindavík vann í kvöld öruggan 5-1 sigur á Þrótti á Valbjarnarvelli. Gestirnir voru heilt yfir sterkari í leiknum og heimamenn voru ragir og máttlausir í sínum sóknaraðgerðum. Leikurinn byrjaði heldur betur með látum. Strax á þriðju mínútu braut Óli Stefán Flóventsson klaufalega á Hauki Páli Sigurðssyni og vítaspyrna réttilega dæmd. Dennis Danry tók spyrnuna, en skaut himinhátt yfir markið. Eftir markið jafnaðist leikurinn töluvert en Grindvíkingar voru þó hættulegri í sínum aðgerðum. Á sautjándu mínútu áttu Grindvíkingar hættulega sókn. Boltinn barst til Scott Ramsay á vinstri kanti sem lét skotið ríða af. Sindri virtist halda boltanum örugglega en á einhvern furðulegann hátt missti hann svo boltann inn fyrir sig. Gestirnir því komnir verðskuldað yfir en markinu vill Sindri örugglega gleyma sem fyrst. Eftir markið reyndu Þróttarar að byggja upp sóknir en varð lítið ágengt. Um miðjan hálfleikinn fékk Hafþór Vilhjálmson boltann á vinstri kantinum, góð sending hans utan af kanti rataði í fætur Odds Guðmundssonar sem renndi boltanum laglega framhjá Óskari í marki Grindvíkinga, því var jafnt og allt í járnum. Grindvíkingar sóttu mun meira eftir markið og voru Scott Ramsay, Ondo og Tor Moen mjög hættulegir í sóknarleik gestanna. Gestirnir komstu svo verðskuldað yfir, eftir langa spyrnu fram völlinn stakk Óli Baldur Bjarnason sér inn fyrir vörn Þróttar og skoraði laglega framhjá Sindra Jenssyni markmanni Þróttar. Vörn heimamanna var steinsofandi og hefði auðveldlega getað komið í veg fyrir markið. Heimamönnum tókst ekki að skapa almennileg marktækifæri það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og því leiddu Grindvíkingar í hálfleik. Síðari hálfleikur var lengst af mjög rólegur. Heimamenn fengu nokkrar aukaspyrnur á hættulegum stöðum án þess að ná að nýta þær að neinu ráði, þeir náðu ekki að skapa eitt opið færi fyrsta hálftímann. Grindvíkingar héldu sínu vel en sóknarleikur þeirra var enginn, þeirra fyrsta skot á mark í seinni hálfleik kom eftir 32 mínútur sem segir meira en mörg orð. Síðustu fimmtán mínútur leiksins hresstust Grindvíkingar verulega, og þeir fengu aukaspyrnu utan teigs eftir eina hraða sókn. Úr spyrnunni skoraði Scott Ramsay glæsilegt mark stöngin inn. Eftir markið má segja að Þróttarar hafi gefist upp og áhuga þeirra af leiknum lokið. Eftir þetta bættu gestirnir einfaldlega við sinn leik gegn hriplekri vörn heimamanna. Tvö mörk frá Páli Guðmundssyni og Jósefi Jósefssyni tryggðu Grindvíkingum öruggan fimm eitt sigur gegn lánlausum Þrótturum sem virðast stefna beint niður í fyrstu deild, allavega miðað við þessa spilamennsku. Grindvíkingar þokast upp töfluna eftir tvo góða sigra og með menn eins og Scott Ramsay í stuði eru þeir til alls líklegir. Vert er að minnast á dómara leiksins, Vilhjálm Alvar Þórarinsson, en hann dæmdi næst að því óaðfinnanlega í þessum leik. Þróttur - Grindavík 1-5 0-1, Scott Ramsay (17.) 1-1, Oddur Ingi Guðmundsson (29.) 1-2, Óli Baldur Bjarnason (35.) 1-3, Scott Ramsay (85.) 1-4, Páll Guðmundsson (88.) 1-5, Jósef Kristinn Jósefsson (89.) Valbjarnarvöllur. Áhorfendur: 290 Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson 7 Skot (á mark): 4 -8 (2-6) Varin skot: Sindri 2 -Óskar 5 Horn: 3-5 Aukaspyrnur fengnar: 9-11 Rangstöður: 3-1 Þróttur (4-5-1) Sindri Snær Jensson 5 Jón Ragnar Jónsson 5 Dennis Danry 6 Dusan Ivkovic 6 Runólfur Sigmundsson 6 (46., Þórður Steinar Hreiðarsson 5) Rafn Andri Haraldsson 4 Oddur Ingi Guðmundsson 5 (Andrés Vilhjálmssonm 80) Kristján Ómar Björnsson 5 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 5 Samuel Malson 4 (58., Morten Smidt 5) Haukur Páll Sigurðsson 5 Grindavík (4-5-1) Óskar Pétursson 7 Ray Anthony Jónsson 6 Óli Stefán Flóventsson 6 Bogi Rafn Einarsson 6 Jósef Kristinn Jósefsson 6 Jóhann Helgason 6 (74., Ben Ryan Long 5)Scott Ramsay, 7*, maður leiksins (Páll Guðmundsson, 80) Orri Freyr Hjaltalín 6 Tor Erik Moen 6 Óli Baldur Bjarnason 6 (70., Þórarinn Kristjánsson 5) Gilles Mbang Ondo 6 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Grindavík vann í kvöld öruggan 5-1 sigur á Þrótti á Valbjarnarvelli. Gestirnir voru heilt yfir sterkari í leiknum og heimamenn voru ragir og máttlausir í sínum sóknaraðgerðum. Leikurinn byrjaði heldur betur með látum. Strax á þriðju mínútu braut Óli Stefán Flóventsson klaufalega á Hauki Páli Sigurðssyni og vítaspyrna réttilega dæmd. Dennis Danry tók spyrnuna, en skaut himinhátt yfir markið. Eftir markið jafnaðist leikurinn töluvert en Grindvíkingar voru þó hættulegri í sínum aðgerðum. Á sautjándu mínútu áttu Grindvíkingar hættulega sókn. Boltinn barst til Scott Ramsay á vinstri kanti sem lét skotið ríða af. Sindri virtist halda boltanum örugglega en á einhvern furðulegann hátt missti hann svo boltann inn fyrir sig. Gestirnir því komnir verðskuldað yfir en markinu vill Sindri örugglega gleyma sem fyrst. Eftir markið reyndu Þróttarar að byggja upp sóknir en varð lítið ágengt. Um miðjan hálfleikinn fékk Hafþór Vilhjálmson boltann á vinstri kantinum, góð sending hans utan af kanti rataði í fætur Odds Guðmundssonar sem renndi boltanum laglega framhjá Óskari í marki Grindvíkinga, því var jafnt og allt í járnum. Grindvíkingar sóttu mun meira eftir markið og voru Scott Ramsay, Ondo og Tor Moen mjög hættulegir í sóknarleik gestanna. Gestirnir komstu svo verðskuldað yfir, eftir langa spyrnu fram völlinn stakk Óli Baldur Bjarnason sér inn fyrir vörn Þróttar og skoraði laglega framhjá Sindra Jenssyni markmanni Þróttar. Vörn heimamanna var steinsofandi og hefði auðveldlega getað komið í veg fyrir markið. Heimamönnum tókst ekki að skapa almennileg marktækifæri það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og því leiddu Grindvíkingar í hálfleik. Síðari hálfleikur var lengst af mjög rólegur. Heimamenn fengu nokkrar aukaspyrnur á hættulegum stöðum án þess að ná að nýta þær að neinu ráði, þeir náðu ekki að skapa eitt opið færi fyrsta hálftímann. Grindvíkingar héldu sínu vel en sóknarleikur þeirra var enginn, þeirra fyrsta skot á mark í seinni hálfleik kom eftir 32 mínútur sem segir meira en mörg orð. Síðustu fimmtán mínútur leiksins hresstust Grindvíkingar verulega, og þeir fengu aukaspyrnu utan teigs eftir eina hraða sókn. Úr spyrnunni skoraði Scott Ramsay glæsilegt mark stöngin inn. Eftir markið má segja að Þróttarar hafi gefist upp og áhuga þeirra af leiknum lokið. Eftir þetta bættu gestirnir einfaldlega við sinn leik gegn hriplekri vörn heimamanna. Tvö mörk frá Páli Guðmundssyni og Jósefi Jósefssyni tryggðu Grindvíkingum öruggan fimm eitt sigur gegn lánlausum Þrótturum sem virðast stefna beint niður í fyrstu deild, allavega miðað við þessa spilamennsku. Grindvíkingar þokast upp töfluna eftir tvo góða sigra og með menn eins og Scott Ramsay í stuði eru þeir til alls líklegir. Vert er að minnast á dómara leiksins, Vilhjálm Alvar Þórarinsson, en hann dæmdi næst að því óaðfinnanlega í þessum leik. Þróttur - Grindavík 1-5 0-1, Scott Ramsay (17.) 1-1, Oddur Ingi Guðmundsson (29.) 1-2, Óli Baldur Bjarnason (35.) 1-3, Scott Ramsay (85.) 1-4, Páll Guðmundsson (88.) 1-5, Jósef Kristinn Jósefsson (89.) Valbjarnarvöllur. Áhorfendur: 290 Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson 7 Skot (á mark): 4 -8 (2-6) Varin skot: Sindri 2 -Óskar 5 Horn: 3-5 Aukaspyrnur fengnar: 9-11 Rangstöður: 3-1 Þróttur (4-5-1) Sindri Snær Jensson 5 Jón Ragnar Jónsson 5 Dennis Danry 6 Dusan Ivkovic 6 Runólfur Sigmundsson 6 (46., Þórður Steinar Hreiðarsson 5) Rafn Andri Haraldsson 4 Oddur Ingi Guðmundsson 5 (Andrés Vilhjálmssonm 80) Kristján Ómar Björnsson 5 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 5 Samuel Malson 4 (58., Morten Smidt 5) Haukur Páll Sigurðsson 5 Grindavík (4-5-1) Óskar Pétursson 7 Ray Anthony Jónsson 6 Óli Stefán Flóventsson 6 Bogi Rafn Einarsson 6 Jósef Kristinn Jósefsson 6 Jóhann Helgason 6 (74., Ben Ryan Long 5)Scott Ramsay, 7*, maður leiksins (Páll Guðmundsson, 80) Orri Freyr Hjaltalín 6 Tor Erik Moen 6 Óli Baldur Bjarnason 6 (70., Þórarinn Kristjánsson 5) Gilles Mbang Ondo 6
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira