Íslenski boltinn

Heimir: Þetta setur okkur auðvitað í þægilega stöðu

Ellert Scheving skrifar
Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV.
Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV. Mynd/Daníel

Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV var sáttur með stigin í leikslok eftir 3-1 sigur á Fjölni í Eyjum en hann var þó ekki ánægður með spilamennsku liðsins.

„Mér fannst þessi leikur bara lélegur fótboltaleikur, hvorugt liðið náði að sýna góðan fótbolta og ég held að það hafi bara endurspeglað það hversu mikilvægur þessi leikur var og hversu dýrmætt það var að ná í þessi þrjú stig," sagði Heimir.

„Ég held samt í rauninni að þetta hafi verið okkar lélegasti leikur í sumar, við héldum illa bolta, dekkninginn var bara hræðileg og það var einhvern vegin enginn stjórn í leiknum. Ég kenni að sjálfsögðu pásunni um og líka því hversu mikið var í húfi."

Það má segja að þetta hafi verið algjör sex stiga leikur fyrir bæði lið en eftir sigurinn eru Eyjamenn komnir í aðeins þægilegri stöðu.

„Þetta setur okkur auðvitað í þægilega stöðu við eigum mikilvægan leik við Grindavík næst og það er nokkuð svipaður leikur og þessi. Við komumst í enn þægilegari stöðu ef við vinnum hann og til þess þurfum við gleyma þessum leik sem fyrst því það þýðir ekkert að vera að fagna í þeirri stöðu sem við erum það er enginn tími til þess núna. Þetta voru hins vegar stór þrjú stig hjá okkur í kvöld," sagði Heimir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×