Íslenski boltinn

Lúkas Kostic: Ætluðum að liggja til baka og sækja hratt

Ragnar Vignir skrifar
Lúkas Kostic, þjálfari Grindavíkur.
Lúkas Kostic, þjálfari Grindavíkur. Mynd/Vilhelm

Lúkas Kostic, þjálfari Grindavíkur var skiljanlega sáttur með sitt lið eftir 5-1 sigur á Þrótturum í kvöld.

„Þetta var ekki öruggt allan leikinn en eftir áttatíu mínútur var þetta í höfn. Í fyrri hálfleik gékk okkur vel að sækja hratt og við töluðum um það í hálfleik að vera fastir fyrir í seinni hálfleik og það gekk eftir. Í seinni hálfleik opnuðu Þróttarar sinn leik þegar á leið og okkar fljótu menn kláruðu leikinn," sagði Lúkas.

Lúkas viðurkenndi fúslega hvert markmið dagsins var: „Ég lagði leikinn upp með því að við myndum liggja aftarlega því að Þróttur varð að sækja og við erum með fljóta menn frammi sem geta klárað leikina fyrir okkur. Mér fannst við opna okkur of mikið á köntunum í fyrri hálfleik og gefa þannig færi á okkur og það tókst okkur að laga í seinni hálfleik."

Lúkas var skiljanlega sáttur með síðustu mínútur leiksins. "Við vissum að þeir myndu taka áhættu undir lokinn og því ákáðum við að sækja hratt á þá og það gékk mjög vel að lokum og ég var mjög ánægður með mína menn. En ég hélt reyndar að við myndum skapa meira á nítíu mínútum en ekki bara á síðustu tíu mínútunum en auðvitað er ég ánægður," sagði Lúkas að lokum við Vísi.is.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×