Íslenski boltinn

Umfjöllun: Þriðji sigur Eyjamanna í röð í Pepsi-deildinni

Ellert Scheving skrifar
Eyjamaðurinn Matt Garner.
Eyjamaðurinn Matt Garner. Mynd/Stefán

Vestmannaeyjar skörtuðu sínu fegursta þegar Eyjamenn tóku á móti Fjölni í afar mikilvægum botnslag í kvöld. Leikurinn var ekki ýkja fallegur en endaði 3-1 fyrir ÍBV.

Leikurinn byrjaði með miklum látum og ljóst að það var mikið í húfi en það voru Fjölnismenn sem komust yfir eftir aðeins átta mínútur. Magnús Ingi Einarsson átti góða fyrirgjöf inn á teig ÍBV og þar börðust menn þangað til að boltinn datt fyrir fætur Andra Vals Ívarssonar sem skoraði af stuttu færi.

Eyjamenn voru ekki á þeim buxunum að gefast upp og jöfnuðu leikinn aðeins fjórum mínútum síðar. Ajay Smith fékk boltann út á kant, lagði boltann út á Pétur Runólfsson sem átti góða fyrirgjöf á fjærstöng þar kom Viðar Örn Kjartansson á mikilli ferð og skallaði boltann í netið.

Eyjamenn létu ekki þar við sitja og komust yfir á 22.mínútu. Tonny Mawejje skaut á markið en skotið var varið af varnarmanni Fjölnis en Andri Ólafsson, eins og gammur, var vel vakandi og potaði frákastinu í netið.

Rétt um tíu mínútum fyrir hálfleik átti Tómas Leifsson magnað skot sem Albert Sævarsson, markvörður ÍBV, mátti hafa sig allann við að verja.

Seinni hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað en Eyjamenn duttu mikið niður á völlinn, Fjölnismenn nýttu sér það og náðu algerum yfirvöldum á vellinum. Eyjamenn sýndu ekkert í seinni hálfleik og Fjölnismenn náðu skapa sér aragrúa færum en nýttu þau ekki.

Það kom því upp úr þurru að Eyjamenn skoruðu þriðja markið en gott var það. Á 79.mínútu fékk Gauti Þorvarðarson boltann á vinstri kantinum og sendi boltann fyrir á Tonny Mawejje sem tók hann á kassann og þrumaði honum í netið.

Eftir það leystist leikurinn upp í algera vitleysu sem endaði með því að Andrew Mwesigwa leikmaður ÍBV og Andri Steinn Birgisson fengu báðir að líta sitt annað gula spjald og því reisupassann.

Eyjamenn unnu því sinn þriðja leik í röð en Fjölnismenn eiga fyrir höndum verðugt verkefni ætli þeir að halda sér í deildinni.

ÍBV-Fjölnir 3-1

0-1 Andri Valur Ívarsson (8.)

1-1 Viðar Örn Kjartansson (12.)

2-1 Andri Ólafsson (22.)

3-1 Tonny Mawejje (79.)

Hásteinsvöllur: Vestmannaeyjar. Áhorfendur: 686

Dómari: Eyjólfur Magnús Kristinsson (4)

Skot (á mark): 13-14 (8-6)

Varin skot: Albert Sævarsson 5 - Hrafn 4

Horn: 4-6

Aukaspyrnur fengnar: 15-17

Rangstöður: 2-3

ÍBV (4-4-2)

Albert Sævarsson 6

Þórarinn Ingi Valdimarsson 5

Andrew Mwesigwa 5

Eiður Aron Sigurbjörnsson 5

Pétur Runólfsson 5

(76., Bjarni Rúnar Einarsson )

Tonny Mawejje 5

Andri Ólafsson 6

Yngvi Borgþórsson 5

Arnór Eyvar Ólafsson 5

Viðar Örn Kjartansson 5

(63., Augustine Nsumba 5)

Ajay Leicht Smith 6

(71., Gauti Þorvarðarson -)

Fjölnir (5-3-2)

Hrafn Davíðsson 6

Gunnar Valur Gunnarsson 5

Ólafur Páll Johnson 5

Magnús Ingi Einarsson 5

(83., Guðmundur Guðmundsson -)

Jónas Grani Garðarsson 6

Tómas Leifsson 7 - Maður leiksins -

Andri Steinn Birgisson 4

Illugi Gunnarsson 6

(68., Kristinn Sigurðsson 5)

Ágúst Þór Ágústsson 5

Marinko Skarinic 5

Andri Valur Ívarsson 5

(68., Aron Jóhansson 5)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×