Fleiri fréttir

KR-ingar undirbjuggu sig fyrir FH-leikinn út í Sviss

Það er nóg af leikjum hjá KR-ingum þessa daganna, þeir mættu Basel í Evrópudeildinni út í Sviss á fimmtudagskvöldið og mæta síðan toppliði FH í Pepsi-deildinni á morgun í Kaplakrika. Leikurinn á móti FH verður sextándi leikur KR-liðsins á átta vikum og til þess að létta á ferðaálaginu ákvaðu forráðamenn KR að undirbúa liðið fyrir Íslandsmeistarana út í Sviss.

Katrín: Þór/KA er með hörkulið og frábæra framlínu

„Ég er ótrúlega svekkt því við mættum bara ekki tilbúnar í fyrri hálfleik. Við vorum kannski að átta okkur á því að þrír byrjunarliðsmenn voru ekki með okkur í kvöld en það afsakar ekki neitt því það komu bara stelpur inn í þeirra stað.

Stjörnustúlkur mættar við hlið Vals og Breiðabliks

Valur, Breiðablik og Stjarnan eru öll jöfn að stigum í Pepsi-deild kvenna eftir úrslit kvöldsins. Björk Gunnarsdóttir skoraði þrennu fyrir Stjörnuna þegar liðið vann GRV 4-0. Kristrún Kristjánsdóttir skoraði hitt markið.

Rakel: Má búast við góðri stemningu í rútunni

„Þetta gerist ekki mikið sætara," sagði Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Þórs/KA, eftir 2-1 útisigurinn á Val í kvöld. Norðankonur skoruðu sigurmarkið í blálokin og opnuðu baráttuna á toppi deildarinnar upp á gátt.

Fjórir leikir í 1. deild - Leiknir vann Breiðholtsslaginn

Fjórir leikir voru í 1. deild karla í kvöld. Það var stórleikur í Breiðholtinu þar sem grannarnir í Leikni og ÍR áttust við. Leiknismenn fóru þar með sigur af hólmi 2-1 en öll mörkin komu í seinni hálfleik.

Gunnlaugur Jónsson hættir að spila í haust

Gunnlaugur Jónsson, spilandi þjálfari Selfyssinga sem trjóna á toppi 1. deildar, ætlar sjálfur að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. Hann mun einbeita sér að þjálfun liðsins eftir það.

Pálmi Rafn í landsliðið í stað Arnórs

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á landsliðshóp sínum er mætir Slóvökum í vináttulandsleik næstkomandi miðvikudag á Laugardalsvelli.

Gunnleifur: Ekki leiðinlegt að syngja Rabbabara-Rúnu í klefanum á ný

Gunnleifur Gunnleifsson, fyrirliði HK og markvörður íslenska landsliðsins, átti mikinn þátt í 2-1 sigri liðsins á toppliði Selfoss fyrir austan fjall í gær. Gunnleifur varði meðal annars vítaspyrnu frá markahæsta leikmanni deildarinnar og kom síðan í veg fyrir að Selfyssingar næðu í stig með frábærri markvörslu í uppbótartíma.

Heimildarmyndin Stelpurnar okkar frumsýnd í næstu viku

Heimildarmynd um íslenska kvennalandsliðið og leið þess inn á Evrópumótið í Finnlandi verður frumsýnd í Háskólabíói í næstu viku en síðustu tvö ár hafa þær Þóra Tómasdóttir og Hrafnhildur Gunnarsdóttir, fylgt íslenska kvennalandsliðinu eins og skugginn.

Umfjöllun: Meistarataktar hjá FH og Stjörnuvígið féll

Íslandsmeistarar FH sýndu styrk sinn með 1-4 sigri gegn Stjörnunni í Pepsi-deild karla á gervigrasinu í Garðabæ í kvöld. FH-ingar eru með sigrinum komnir með þrettán stiga forskot á toppi deildarinnar en Stjörnumenn voru að tapa sínum fyrsta leik á heimavelli í Pepsi-deildinni í sumar.

Bjarni: Sækjum ekki gull í greipar FH þetta árið

Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar var eðlilega vonsvikinn með 1-4 tap sinna manna gegn FH í Pepsi-deildinni í kvöld en hrósaði þó sínum mönnum fyrir að gefast aldrei upp í leiknum.

Arnar: Vonandi höldum við Guðmundi

„Þessi þrjú stig voru allavega kærkomin til að koma okkur út úr þessum barningi á botninum. Þetta var skref í rétt," sagði Arnar Grétarsson sem skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri Breiðabliks á Fylki í kvöld.

Valur Fannar: Áttum ekkert meira skilið

„Þetta er ekki í fyrsta skipti í sumar sem við misnotum tækifæri til að komast í annað sætið," segir Valur Fannar Gíslason, fyrirliði Fylkis, en Árbæjarliðið tapaði fyrir Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld 1-0.

Hólmar Örn: Ekkert jákvætt hægt að taka úr þessum leik

Hólmar Örn Rúnarsson fyrirliði Keflvíkinga segir að 5-0 sigur Framara í kvöld hafi verið sanngjarn. "Við vorum bara kafsigldir. Það var allt loft úr okkur eftir að þeir settu þriðja markið og þeir voru einfaldlega betri í dag.

KR-ingar úr leik í Evrópukeppninni - töpuðu 1-3 í Basel

KR-ingum tókst ekki að nýta sér það að vera manni fleiri allan seinni hálfleikinn í seinni leik sínum á móti Basel í kvöld í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA. Basel skoraði tvö mörk manni færri og tryggði sér sæti í næstu umferð.

Umfjöllun: Verðskuldaður sigur Blika á Fylki

Breiðablik vann í kvöld verðskuldaðan 1-0 sigur á Fylki á Kópavogsvelli. Arnar Grétarsson skoraði eina mark leiksins snemma í seinni hálfleik en það mark var nokkuð skondið.

Umfjöllun: Roksigur Grindavíkur gegn Val

Grindvíkingar unnu nokkuð sanngjarnan sigur á Valsmönnum í rokleik í Grindavík í kvöld. Þeir eru því komnir úr fallsæti Pepsi-deildarinnar og sitja með 15 stig í 9.sæti. Valsmenn hafa hinsvegar ekki unnið sigur síðan 11.júli og sitja í 6.sæti deildarinnar.

Framarar fóru á kostum í fimm marka sigri

Fram vann frábæran 5-0 sigur á slökum Keflvíkingum á Laugardalsvelli í kvöld. Sigurinn hefði auðveldlega getað orðið stærri því Framarar hreinlega óðu í færum.

Eyjólfur heldur að Stjörnumenn leggi FH-inga

Fjórir leikir eru í Pepsi-deild karla í kvöld og hefjast þeir allir klukkan 19:15. Vísir fékk Eyjólf Sverrisson, þjálfara U21 landsliðsins, til að spá fyrir um úrslit leikja kvöldsins. Hann spáir jafntefli allstaðar nema í Garðabænum.

Basel - KR lýst beint í KR-útvarpinu

KR-ingar mæta svissneska liðinu Basel á St. Jakob Park í seinni leik liðanna í Evrópudeild UEFA klukkan 17:30. Fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli á KR-vellinum eftir að KR hafði komist í 2-0 eftir aðeins níu mínútna leik.

FH vann 1-4 sigur á Stjörnunni

Íslandsmeistarar FH styrktu stöðu sína á toppi Pepsi-deildarinnar með 1-4 sigri gegn Stjörnunni á Stjörnuvelli í kvöld. Stjarnan tapaði þar með fyrsta heimaleik sínum í deild í rúmt ár.

Umfjöllun: Þróttarasigur í tilefni dagsins

Þróttarar fögnuðu 1-3 sigri gegn Fjölni í botnbaráttuslag Pepsi-deildar karla í kvöld á 60 ára afmælisdegi félagsins. Leikurinn var mjög kaflaskiptur þar sem heimamenn í Fjölni réðu ferðinni framan af leik en gestirnir í Þrótti höfðu yfirhöndina í skrautlegum seinni hálfleik þar sem tveir Fjölnismenn fuku útaf með rautt spjald.

Haukur Páll: Sýndum að við erum úrvalsdeildarlið

Miðjumaðurinn Haukur Páll Sigurðsson átti stóran þátt í 1-3 sigri Þróttar gegn Fjölni í botnbaráttuleik Pepsi-deildarinnar á Fjölnisvellinum í kvöld en hann skoraði eitt mark Þróttar og lagði annað upp.

Ásmundur: Er mjög fúll með að tapa þessum leik

Þjálfarinn Ásmundur Arnarsson hjá Fjölni var eðlilega óhress eftir 1-3 tapið gegn Þrótti á Fjölnisvelli í kvöld en heimamenn voru með góð tök á leiknum nær allan fyrri hálfleikinn en var refsað fyrir að sofna á verðinum.

Þorsteinn: Nú heldur baráttan áfram

„Það var talað um sex stiga leik fyrir leikinn í kvöld en við fengum víst bara þrjú,“ sagði Þorsteinn Halldórsson nýráðinn þjálfari Þróttar kátur í bragði eftir 1-3 sigur gegn Fjölni í Pepsi-deild karla á Fjölnisvelli í kvöld.

Léku síðast á afmælisdaginn sínum fyrir tíu árum og töpuðu þá 1-3

Þróttarar fagna sextugsafmæli félagsins í dag en Þróttur var stofnað 5 ágúst 1949. Þróttarar halda upp á daginn með því heimsækja Fjölnismenn í Grafarvoginn í sannkölluðum sex stiga leik í fallbaráttu Pepsi-deildar karla. Þetta verður fyrsti leikurinn undir stjórn Þorsteins Halldórssonar.

Basel sýnir Diogo hjá KR áhuga

Jordao Diogo, Portúgalinn í liði KR, hefur leikið feykilega vel að undanförnu með liðinu. Fulltrúar svissneska liðsins Basel hafa fylgst vel með leikjum KR og heillast af leikmanninum.

Gunnar Jarl nýr A-dómari

Leiknismaðurinn Gunnar Jarl Jónsson hefur verið færður upp í A-hóp dómara og má því dæma leiki í Pepsi-deild karla. Gunnar er fæddur 1983 og hefur þótt dæma virkilega vel í 1. deildinni í sumar.

Prince Rajcomar skellti sér á Þjóðhátíð í Eyjum

Sóknarmaðurinn Prince Rajcomar hjá KR lék ekki með liðinu gegn Val á sunnudagskvöld. Fram kom í fjölmiðlum að hann væri farinn út til reynslu hjá MK Dons í Englandi. Það kom því mörgum gestum Þjóðhátíðar í Eyjum á óvart að sjá leikmanninn á hátíðinni.

Sigurður Ragnar: Þetta eru bestu leikmenn Íslands í dag

„Þetta er hátíðlegur hópur og því ætla ég að lesa hann upp," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þegar hann tilkynnti hvaða 22 stelpur fá að fara á fyrsta stórmótið í sögu íslensks A-landsliðs en framundan er Evrópumót landsliða í Finnlandi.

Kristín Ýr eini nýliðinn í EM-hópi Íslands

Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson tilkynnti nú í hádeginu þá 22 leikmenn sem munu leika fyrir Íslands hönd í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Finnlandi í lok sumar.

Sjá næstu 50 fréttir