Fleiri fréttir

Umfjöllun: Framarar úr leik í Evrópudeildinni

Framarar eru úr leik í Evrópudeildinni eftir 2-0 tap fyrir tékkneska liðinu SK Sigma á Laugardalsvelli í kvöld. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli og Sigma vinnur því 3-1 samanlagt.

Umfjöllun: Stjarnan rúllaði aftur yfir Þrótt

Stjarnan bætti fyrir tvo ósigra í röð með því að valta yfir Þrótt, 5-1, í Garðabæ í kvöld. Stjarnan skoraði þar með 11 mörk í leikjunum tveimur gegn Þrótti því fyrri leik liðanna lauk 6-0.

Marinko Skaricic í Fjölni

Fjölnir hefur bætt við sig leikmanni en það er króatíski varnarmaðurinn Marinko Skaricic sem lék með Grindavík í fyrra. Þetta kemur fram á vefsíðunni Fótbolti.net.

KR-ingar í vandræðum í Grikklandi - Larissa að vinna 1-0 í hálfleik

KR-ingar eiga í vök að verjast í seinni leik sínum gegn Larissa í Evrópudeildinni á Grikklandi og staðan er 1-0 heimamönnum í vil í hálfleik. KR-ingar unnu fyrri leikinn sem kunnugt er 2-0 á KR-vellinum og eru því enn með yfirhöndina í einvíginu en allur seinni hálfleikurinn er eftir.

Allt byrjunarlið Vals í 40 manna undirbúningshóp fyrir EM

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur valið undirbúningshóp fyrir úrslitakeppni EM sem fram fer í Finnlandi 23. ágúst til 10. september. Sigurður Ragnar hefur valið 40 leikmenn í þennan undirbúningshóp sinn sem verður svo skorinn niður í 22 leikmenn áður en til keppninnar er haldið.

Tekst það loksins hjá Fylki í tólftu tilraun?

Fylkir heimsækir Keflavík í 13. umferð Pepsi-deild karla í kvöld. Árbæjarliðið á enn eftir að vinna leik í efstu deild í Keflavík en liðin mætast þarna í tólfta sinn.

Steinþór stefnir á að ná leiknum gegn FH

Steinþór Freyr Þorsteinsson er enn á meiðslalistanum og getur ekki leikið með Stjörnunni gegn Þrótti í kvöld. Steinþór hefur verið einn besti leikmaður Íslandsmótsins og hefur verið sárt saknað í Garðabæjarliðinu.

Arnar Grétars: Ætlum okkur klárlega þrjú stig

Breiðablik beið afhroð á Valbjarnarvelli í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar. Leikmenn liðsins eru væntanlega staðráðnir í að bæta upp fyrir það í kvöld þegar þeir taka á móti botnliði ÍBV á Kópavogsvelli.

Guðmundur: Óli Þórðar hefur barið liðsanda í Fylki

„Það er mikill léttir að allt þetta sé að baki og maður geti farið að einbeita sér alfarið að Keflavík," segir Guðmundur Steinarsson sem hefur loksins fengið leikheimild með Keflvíkingum og spilar í kvöld gegn Fylki.

Leik Larissa og KR útvarpað

KR-ingar eiga stórt verkefni fyrir höndum í dag þegar þeir leika gegn Larissa í Grikklandi í Evrópudeild UEFA. KR er í góðri stöðu eftir 2-0 sigur í heimaleiknum í síðustu viku.

Ingvar Kale líklega í marki Blika í kvöld

Ingvar Kale mun líklega standa í marki Breiðabliks í kvöld þegar liðið tekur á móti ÍBV í Pepsi-deildinni. Ingvar fór meiddur af velli í leik gegn Grindavík á dögunum og lék ekki í 4-0 tapinu gegn Þrótti í vikunni.

Auðun: Þurfum að eiga toppleik

„Við þurfum að eiga algjöran toppleik til að komast áfram," segir Auðun Helgason, fyrirliði Fram. Safamýrarliðið mætir Sigma Olomouc frá Tékklandi öðru sinni í kvöld í Evrópudeild UEFA. Leikurinn hefst klukkan 19:00 á Laugardalsvelli.

Þurfum að halda áfram og byggja á sigrinum

Þróttarar fundu taktinn svo eftir var tekið gegn Breiðabliki í Pepsi-deild karla á dögunum og unnu 4-0 stórsigur. Þetta var annar sigurleikur Þróttara í deildinni í sumar og kom þeim upp úr botnsætinu.

Erna Björk: Þetta var sérstaklega sætt fyrir mig

„Ég held að ég hafi fagnað manna mest þegar Sandra skoraði í lokin," sagði Erna Björk Sigurðardóttir, fyrirliði Blika eftir 2-1 sigur á Stjörnunni í kvöld. Mistök Ernu gáfu Stjörnunni víti og höfðu næstum því kostað Breiðablik sigurinn. Sandra Sif Magnúsdóttir bjargaði hinsvegar fyrirliðanum sínum með því að skora sigurmarkið í uppbótartíma.

Þorkell Máni: Ég er ekki að sjá Val klúðra þessu

Þorkell Máni Pétursson, þjálfari Stjörnunnar, tók mikla áhættu í lokin í 1-2 tapi á móti Breiðablik í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Þorkell fækkaði í vörninni og ætlaði að taka stig. Stjarnan náð að jafna en Blikar tryggðu sér síðan sigurinn í uppbótartíma. Með sigrinum komust Blikar upp fyrir Stjörnuna á markatölu.

Sandra Sif: Sá að markvörðurinn var ekki tilbúinn

„Þetta var frábært því við þurftum á þremur stigum að halda," sagði hetja Blika, Sandra Sif Magnúsdóttir, sem skoraði sigurmark Breiðabliks í uppbótartíma eftir baráttuleik á móti Stjörnunni í Pepsi-deild kvenna í kvöld.

Sandra Sif tryggði Blikum annað sætið með marki í uppbótartíma

Breiðablik komst upp í 2. sætið í Pepsi-deild og hafði sætaskipti við Stjörnuna eftir 2-1 sigur í innbyrðisleik liðanna í Garðabænum í kvöld. Liðin eru með jafnmörg stig en Blikar hafa örlítið betri markatölu. Sandra Sif Magnúsdóttir tryggði Breiðabliki sigurinn í uppbótartíma með sínu öðru marki í leiknum.

280 leikir á fjórum dögum á ReyCup - setning í kvöld

Alþjólega knattspyrnuhátíðin ReyCup verður sett klukkan 21.00 í kvöld við gervigrasvöllinn í Laugardal en þetta er stærsta og umfangsmesta knattspyrnumót sem haldið á landinu 2009. Sjálfboðaliðar á mótinu á vegum Þróttar eru um 250 manns.

Aðeins fimmtán leikhæfir leikmenn hjá FH í dag

FH-ingar mæta á eftir Aktobe í seinni leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn hefst klukkan 16.00 að íslenskum tíma. FH-liðið hefur kynnst miklu mótlæti í aðdraganda leiksins því það er ekki nóg með að hafa tapað fyrri leiknum 0-4 á heimavelli þá var liðið án fimm leikmanna í þetta langa ferðalag.

Guðmundur löglegur með Keflavík á morgun

Besti leikmaður úrvalsdeildar karla í fótbolta á síðustu leiktíð, Guðmundur Steinarsson, fær leikheimild með Keflavík í Pepsí deildinni í dag. Þetta staðfesti Guðmundur við fréttastofu í morgun.

Nýr heimavöllur Þórs vígður með stórleik í kvöld

Það verður hart barist á íþróttasvæði Þórs á Akureyri í kvöld þegar KA kemur í heimsókn. Um er að ræða fyrsta heimaleik Þórs á nýjum og glæsilegum heimavelli sem var notaður fyrir landsmótið á dögunum.

Landsleikur gegn Suður-Afríku í október

Frágengið er að íslenska landsliðið muni leika vináttulandsleik við Suður-Afríku á Laugardalsvelli þann 13. október. Frá þessu er greint á vefsíðu KSÍ.

Auðun: Ánægður með að fá stig

Auðun Helgason átti flottann leik í vörn Frammara og var nokkuð ánægður með leik sinna manna í kvöld. „Ég er mjög ánægður með að fá stig út úr þessum leik, heði að sjálfsögðu viljað taka þrjú en ánægður með að taka eitt stig.“

Umfjöllun: Þróttur burstaði Blika

Það urðu óvænt úrslit í Pepsi-deild karla í kvöld þegar Þróttur rúllaði yfir Breiðablik 4-0. Með sigrinum lyfti Þróttur sér úr botnsætinu en liðið barðist gríðarlega vel í kvöld og leikaðferð liðsins heppnaðist fullkomlega.

Ingvar Kale enn meiddur - Sigmar í markinu

Sigmar Ingi Sigurðsson mun verja mark Breiðabliks í kvöld þegar liðið heimsækir Þrótt í Pepsi-deildinni en Fótbolti.net greinir frá þessu. Ingvar Kale meiddist í sigurleiknum gegn Grindavík á dögunum og er ekki klár í slaginn.

Líklega síðasti leikur Jónasar Guðna fyrir KR á fimmtudag

Jónas Guðni Sævarsson, fyrirliði KR, er að öllum líkindum á leið til sænska liðsins Halmstad sem fylgst hefur náið með honum í nokkurn tíma. Jónas segist reikna með að búið verði að ganga frá málum fyrir kvöldmat.

Atli: Má búast við að Arnar byrji í kvöld

Þrír leikir verða í Pepsi-deild karla í kvöld. Þar á meðal er viðureign Vals og Fylkis á Hlíðarenda. Fylkir er í fjórða sæti og Valur er stigi á eftir. Atli Eðvaldsson, þjálfari Vals, býst við erfiðum leik.

Þróttarar bæta við sig

Þróttarar sem verma botnsæti Pepsi-deildarinnar hafa fengið tvo serbneska leikmenn úr röðum Njarðvíkinga. Það eru varnarmaðurinn Dusan Ivkovic og miðjumaðurinn Milos Tanasic.

Sjá næstu 50 fréttir