Íslenski boltinn

Nýr heimavöllur Þórs vígður með stórleik í kvöld

Elvar Geir Magnússon skrifar
Þórsarar á æfingu í gær. Mynd/thorsport.is
Þórsarar á æfingu í gær. Mynd/thorsport.is

Það verður hart barist á íþróttasvæði Þórs á Akureyri í kvöld þegar KA kemur í heimsókn. Um er að ræða fyrsta heimaleik Þórs á nýjum og glæsilegum heimavelli sem var notaður fyrir landsmótið á dögunum.

Leikurinn sjálfur hefst klukkan 19:15 en hátíðin fyrir leik hefst 17:30 þar sem grillaðar verða pylsur, boðið upp á knattþrautir og ræðuhöld frá bæjarstjóra Akureyrar og formönnum KSÍ og Þórs.

Það er vel við hæfi að fyrsti leikur Þórsara á vellinum sé gegn KA og ljóst að ekkert verður gefið eftir í þessum leik. Fyrir leikinn munar fimm stigum á liðunum í 1. deildinni, KA er með 20 stig í fjórða sæti og Þór með 15 stig í áttunda sæti.

Þetta er ekki eini leikur kvöldsins í 1. deild því klukkan 20 verður flautað til leiks Leiknis og ÍA í Breiðholtinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×