Fleiri fréttir

Fleiri mörk skoruð

Það sem af er móti í Landsbankadeild karla hafa leikmenn reimað vel á sig skotskóna en að meðaltali hafa verið skoruð 3,06 mörk að meðaltali í leikjunum 72 í sumar.

Valsmenn úr leik í Evrópukeppninni

Valur tapaði í kvöld 1-0 fyrir liði Bate frá Hvíta-Rússlandi í síðari leik liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og er því úr leik í keppninni. Valsmenn töpuðu fyrri leiknum ytra 2-0.

Hermann Geir frá HK til Ólafsvíkinga

Hermann Geir Þórsson hefur yfirgefið herbúðir HK. Hann er kominn aftur í Víking Ólafsvík sem leikur í 1. deildinni. Hermann Geir er uppalinn hjá Víkingum en hefur undanfarin þrjú ár leikið með HK.

Keflavík þarf ekki að greiða fyrir Jóhann

Fram kemur í Gautaborgarpóstinum að Jóhann Birnir Guðmundsson, leikmaður GAIS, muni fara frítt til Keflavíkur. Gengið verður frá félagaskiptum hans á næstu dögum.

Bjarnólfur aftur í ÍBV

Miðjumaðurinn Bjarnólfur Lárusson er genginn í raðir ÍBV á ný. Bjarnólfur tók sér hvíld frá fótbolta eftir að hafa verið tilkynnt síðasta vetur af Loga Ólafssyni, þjálfara KR, að hann væri ekki í áætlunum félagsins.

Atli fylgir föður sínum frá ÍA

Varnarmaðurinn Atli Guðjónsson óskaði eftir því í gær við stjórn knattspyrnufélags ÍA að verða leystur undan samningi við félagið. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍA.

Valsmenn undir í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í síðari viðureign Vals og BATE frá Hvíta-Rússlandi í forkeppni Meistaradeildarinnar. Útlitið er heldur slæmt hjá Íslandsmeisturunum, því þeir eru undir 1-0 eftir að hafa fengið á sig mark á fyrstu augnablikum hálfleiksins. Gestirnir leiða því samanlagt 3-0 eftir 2-0 sigur í fyrri leiknum ytra.

Toppliðin unnu sína leiki

Ellefta umferð í Landsbankadeild kvenna var leikin í kvöld. Valur hefur enn þriggja stiga forystu á KR en Valsstúlkur unnu 4-1 útisigur gegn HK/Víkingi í kvöld.

Hjörtur fékk tveggja leikja bann

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ kom saman í dag eins og alla þriðjudaga. Tveir leikmenn í Landsbankadeild karla voru dæmdir í leikbann.

Þorvaldur: Almarr er framtíðarmaður

Almarr Ormarsson, tvítugur leikmaður að norðan, er genginn í raðir Fram í Landsbankadeildinni. Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, þekkir Almarr vel enda er hann bróðursonur hans.

Jafntefli hjá KA og Víkingi

13. umferð 1. deildar karla hófst í kvöld með leik KA og Víkings R. á Akureyrarvelli. Leikurinn endaði með jafntefli 1-1.

Fyrsti heimasigur Grindvíkinga kom gegn KR

Grindavík náði í sinn fyrsta heimasigur í kvöld þegar liðið lagði KR að velli 2-1. Scott Ramsey skoraði sigurmarkið úr aukaspyrnu á 50. mínútu leiksins.

Fram vann Fylki aftur 3-0

Framarar unnu Fylkismenn með þremur mörkum gegn engu í Landsbankadeild karla í kvöld. Joseph Tillen skoraði tvö af mörkunum en hitt gerði Hjálmar Þórarinsson.

Boltavaktin: Þrír leikir í kvöld

Þrír leikir eru í Landsbankadeild karla í kvöld en að vanda er fylgst grannt með gangi mála á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.

Arnar og Bjarki búnir að skrifa undir

Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir eru orðnir þjálfarar ÍA en þeir skrifuðu undir samninga þess efnis nú síðdegis. Þeir taka við af Guðjóni Þórðarsyni sem var rekinn eftir tap gegn Breiðabliki í gær.

Eiður heldur möguleikunum opnum

Framtíð Eiðs Smára Guðjohnsen er enn í óvissu. Hann hefur verið orðaður við mörg lið í sumar eftir að hafa gengið illa að vinna sér inn sæti í sterku liði Barcelona.

Félög hafa sýnt Bjarna áhuga

Gísli Gíslason, formaður meistaraflokksráðs ÍA, staðfesti í samtali við Vísi að félög í Landsbankadeildinni hefðu sýnt áhuga á Bjarna Guðjónssyni. Hann vildi þó ekki gefa upp hvaða félög það væru.

Heimir Snær í viðræðum við Fjölni

Miðjumaðurinn Heimir Snær Guðmundsson á í viðræðum við Fjölni og Víking Reykjavík. Þetta staðfesti Pétur Stephensen, framkvæmdastjóri FH, í samtali við Vísi.

Arnar og Bjarki ekki með ÍA í næsta leik

Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir eru að taka við ÍA eins og fram hefur komið. Það er þó ljóst að þeir munu hvorki stýra né leika með liðinu í næsta leik sem er gegn FH, liðinu sem þeir eru að yfirgefa.

Guðjón: Kom mér ekki á óvart

Guðjón Þórðarson sagði í viðtali í hádegisfréttum á Stöð 2 að sú ákvörðun stjórnar ÍA að rifta samningi hans hafi ekki komið honum á óvart.

Bjarni: Eitthvað þurfti að gera

„Það er ekki mitt að taka ákvörðun um þetta en ljóst er að eitthvað þurfti að gera," sagði Bjarni Guðjónsson, fyrirliði ÍA, um þjálfarabreytinguna hjá liðinu. Guðjón Þórðarson var látinn taka pokann sinn og Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir eru að taka við liðinu.

Bjarki: Þetta er mikil áskorun

Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir eru að taka við þjálfun ÍA. Þeir funda með Skagamönnum í hádeginu og það er fátt sem getur komið í veg fyrir að þeir taki við liðinu að sögn Bjarka.

Grindavík fær slóvenskan miðjumann

Grindavík hefur fengið slóvenska miðjumanninn Aljosa Gluhovic frá Hetti. Gluhovic er fæddur 1985 og hefur leikið með Hetti í 2. deildinni síðustu tvö tímabil.

Blikar völtuðu yfir Skagamenn

Tveir leikir voru á dagskrá í Landsbankadeild karla í kvöld. Breiðablik valtaði yfir ÍA 6-1 í Kópavogi og FH vann 4-0 sigur á botnliði HK í Hafnarfirði. Það er því ljóst að útlitið skánar lítið hjá botnliðunum tveimur.

Boltavaktin á leikjum kvöldsins

Tveir leikir eru á dagskrá í Landsbankadeild karla í kvöld. FH tekur á móti botnliði HK í Kaplakrika og Breiðablik tekur á móti næstneðsta liðinu, ÍA. Báðir leikir hefjast klukkan 19:15 og hægt er að fylgjast með gangi mála á Boltavaktinni hér á Vísi.

Madsen frá keppni í nokkrar vikur

Danski markvörðurinn Esben Madsen hjá ÍA getur ekki leikið með liði sínu í kvöld þegar það sækir Breiðablik heim í Landsbankadeildinni. Madsen er handarbrotinn og verður frá keppni í nokkrar vikur. Þetta kom fram á fotbolti.net í dag.

Blikar og FH í góðum málum í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í leikjunum tveimur sem fram fara í Landsbankadeildinni í kvöld. Það stefnir í náðugt kvöld hjá Breiðablik og FH sem hafa örugga forystu gegn ÍA og HK.

Guðni Rúnar hættur hjá Fylki

Guðni Rúnar Helgason og knattspyrnudeild Fylkis komust í dag að samkomulagi um að rifta samningi hans við félagið og er hann því laus allra mála. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Jafnt hjá Val og Keflavík

Keflavík og Valur skildu jöfn 1-1 í toppslagnum í Landsbankadeild karla á Vodafonevellinum í dag. Keflvíkingar náðu forystu eftir rúmar tuttugu mínútur með marki Hólmars Rúnarssonar en markahrókurinn Helgi Sigurðsson jafnaði fyrir Valsmenn þegar 12 mínútur lifðu leiks.

Kaka er ekki til sölu

Forráðamenn AC Milan á Ítalíu voru ekki lengi að svara fullyrðingum umboðsmanns Kaka frá í dag þegar hann lýsti því yfir að miðjumaðurinn hefði áhuga á að fara til Chelsea á Englandi.

Keflvíkingar yfir í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í viðureign dagsins í Landsbankadeild karla þar sem Íslandsmeistarar Vals taka á móti Keflvíkingum. Það eru gestirnir sem leiða í hálfleik með marki Hólmars Rúnarssonar á 23. mínútu, en áður hafði Kjartan Sturluson í marki Vals varið slaka vítaspyrnu frá Þórarni Kristjánssyni.

Jafntefli hjá Val og Keflavík

Síðari umferð Landsbankadeildarinnar hófst í dag með leik Vals og Keflavíkur. Leikurinn endaði með jafntefli 1-1.

Toppliðin áfram í bikarnum

Fátt var um óvænt úrslit í kvöld þegar 8-liða úrslitin í Visabikar kvenna fóru fram. Valur, Breiðablik, KR og Stjarnan tryggðu sér sæti í undanúrslitum keppninnar með sigrum í kvöld.

Viðar kominn heim í Fram

Miðjumaðurinn Viðar Guðjónsson er aftur genginn í raðir Fram og hefur samið við félagið út tímabilið. Viðar fékk sig lausan frá Fylki fyrir skömmu en í fyrra lék hann með Víkingi.

Selfyssingar unnu Víkinga

Heil umferð var leikin í 1. deildinni í kvöld en þá hófst seinni helmingur mótsins. Selfyssingar unnu Víking Reykjavík á heimavelli sínum og söxuðu á forystu Eyjamanna sem gerðu jafntefli við Leikni.

FH vann eftir að hafa lent tveimur mörkum undir

FH vann í kvöld 3-2 sigur á Grevenmacher frá Lúxemborg í forkeppni Evrópukeppni félagsliða. Leikurinn fór fram á Kaplakrikavelli en þetta var fyrri viðureign þessara liða.

Skagamenn töpuðu með þriggja marka mun

ÍA tapaði fyrir finnska liðinu FC Honka í fyrri leik liðanna í UEFA bikarnum í dag. Honka vann leikinn 3-0. Liðið var komið með tveggja marka forystu eftir hálftíma leik og innsiglaði síðan sigurinn með þriðja markinu snemma í seinni hálfleik.

Hlakka til að spila með Keflavík aftur

Miðjumaðurinn Jóhann B. Guðmundsson hjá Gais í Svíþjóð er á leið heim til Keflavíkur eftir rúman áratug í atvinnumennsku erlendis. Vísir náði tali af Jóhanni í dag og spurði hann hvernig honum litist á að koma heim á ný.

Of margir slakir útlendingar í deildinni?

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, sagði í þætti á Stöð 2 Sport í gær að of margir slakir erlendir leikmenn væru í Landsbankadeildinni. Það kæmi niður á ungum íslenskum leikmönnum.

Pálmi Rafn einn sá dýrasti í sögunni

Norska félagið Stabæk hefur lengi haft augastað á Húsvíkingnum Pálma Rafni Pálmasyni. Í fyrrakvöld komst félagið loksins að samkomulagi við Íslandsmeistara Vals um kaupverð.

Sjá næstu 50 fréttir