Íslenski boltinn

Fyrsti heimasigur Grindvíkinga kom gegn KR

Elvar Geir Magnússon skrifar

Grindavík náði í sinn fyrsta heimasigur í kvöld þegar liðið lagði KR að velli 2-1. Scott Ramsey skoraði sigurmarkið úr aukaspyrnu á 50. mínútu leiksins.

Gunnar Örn Jónsson var í aðalhlutverki í fyrri hálfleik. Hann kom KR yfir með skallamarki og jafnaði síðan sjálfur metin fyrir Grindavík með sjálfsmarki.

Grindavík er í áttunda sæti með 17 stig en KR er með stigi meira í sjötta sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×