Íslenski boltinn

Madsen frá keppni í nokkrar vikur

Skagamenn hafa ekki verið með heilladísirnar á sínu bandi í sumar
Skagamenn hafa ekki verið með heilladísirnar á sínu bandi í sumar

Danski markvörðurinn Esben Madsen hjá ÍA getur ekki leikið með liði sínu í kvöld þegar það sækir Breiðablik heim í Landsbankadeildinni. Madsen er handarbrotinn og verður frá keppni í nokkrar vikur. Þetta kom fram á fotbolti.net í dag.

Það kemur því í hlut hins 17 ára gamla Trausta Sigurbjörnssonar að verja mark Skagamanna í Kópavogi í kvöld.

Þá er ljóst að framherji liðsins Stefán Þórðarson hefur enn ekki náð sér af meiðslum sínum og missir hann einnig af leiknum í kvöld.

Skagamenn eru í bullandi vandræðum í deildinni og eru í næstneðsta sæti með aðeins 7 stig eftir 11 umferðir.

Botnlið HK verður einnig í eldlínunni í kvöld þar sem það sækir FH heim í Kaplakrikann, en báðir leikir hefjast klukkan 19:15 og fylgst verður með gangi mála á Boltavaktinni hér á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×