Íslenski boltinn

Of margir slakir útlendingar í deildinni?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Brasilíumennirnir tveir sem Þróttur fékk fyrir tímabilið.
Brasilíumennirnir tveir sem Þróttur fékk fyrir tímabilið.

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, sagði í þætti á Stöð 2 Sport í gær að of margir slakir erlendir leikmenn væru í Landsbankadeildinni. Það kæmi niður á ungum íslenskum leikmönnum.

„Ég held að það séu um 40 útlendingar í deildinni. Sumir þeirra eru mjög fínir og hafa hjálpað sínum liðum mikið en ég verð að segja það að margir þeirra geta nákvæmlega ekki neitt. Þeir eru að taka sæti frá ungum leikmönnum og það er bara mjög slæmt mál," sagði Ólafur.

„Ég bara skil ekki kaup sumra liða á erlendum leikmönnum. Við höfum fullt af ungum strákum og ég trúi því ekki að þessi félög geti ekki sótt leikmann í 2. flokki og látið hann spila sömu rullu og útlendingarnir eru að spila."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×