Íslenski boltinn

Jafntefli hjá Val og Keflavík

Elvar Geir Magnússon skrifar

Síðari umferð Landsbankadeildarinnar hófst í dag með leik Vals og Keflavíkur. Leikurinn endaði með jafntefli 1-1.

Hólmar Örn Rúnarsson kom Keflavík yfir í fyrri hálfleik með laglegu marki en Helgi Sigurðsson jafnaði í seinni hálfleik.

Baldur Aðalsteinsson fékk rauða spjaldið skömmu eftir mark Helga og Valsmenn luku því leiknum tíu. Marksúlurnar á Valsmarkinu fengu að finna fyrir Keflvíkingum áður en flautað var til leiksloka.

Fylgst var með leiknum á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.

Valur - Keflavík 1-1






Fleiri fréttir

Sjá meira


×