Pálmi Rafn einn sá dýrasti í sögunni Hjalti Þór Hreinsson skrifar 16. júlí 2008 08:00 Valur vildi fá 40 milljónir fyrir Pálma Rafn og fékk næstum uppsett verð. Norska félagið Stabæk hefur lengi haft augastað á Húsvíkingnum Pálma Rafni Pálmasyni. Í fyrrakvöld komst félagið loksins að samkomulagi við Íslandsmeistara Vals um kaupverð. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins nemur það tæpum 40 milljónum íslenskra króna. Lars Bohinen, yfirmaður knattspyrnumála hjá Stabæk, telur kaupverðið sanngjarnt. „Þetta er góður samningur fyrir alla," sagði Bohinen sem vildi ekki staðfesta kaupverðið, frekar en Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals. Börkur sagðist þó vera sáttur. „Við erum sáttir, en maður fær aldrei allt sem maður vill í lífinu," sagði Börkur en heimildir Fréttablaðsins herma að Valur hafi viljað 40 milljónir fyrir Pálma. Inni í samningnum var að Pálmi spilaði ekki með Val í gær gegn BATE þar sem Stabæk spilar í UEFA-keppninni á tímabilinu. Pálmi spilar með Val á laugardaginn gegn Keflavík og heldur svo utan til að ganga frá samningnum sem er til þriggja og hálfs árs. „Það verður væntanlega ekkert vandamál, hann er tilbúinn að stærstum hluta," sagði Bohinen. Pálmi er með þessu orðinn einn dýrasti leikmaðurinn sem keyptur hefur verið frá Íslandi. ÍBV fékk á bilinu 40 og 50 milljónir króna fyrir Hermann Hreiðarsson þegar hann fór til Crystal Palace árið 1997. Um helming af því fékk ÍBV beint en það græddi svo á því hversu mikið Hermann spilaði. Marel Baldvinsson kostaði Stabæk mjög nálægt 40 milljónum króna árið 2000 þegar það keypti hann frá Breiðabliki. Kaupverðið var lægra, en var þó nálægt 40 milljónum með öllum bónusgreiðslum. Stabæk hefur því keypt tvo af þremur dýrustu leikmönnum Íslands. Hólmar Örn Eyjólfsson gekk í raðir West Ham frá HK fyrir skemmstu. Kaupverðið á honum fæst ekki gefið upp en það er talið vera á milli 30 og 40 milljóna króna. Eiður Smári Guðjohnsen hefur tvívegis farið frá íslensku félagi í atvinnumennsku, fyrst fyrir lítinn pening frá Val til PSV Eindhoven og svo til Bolton frá KR. Hjá KR var hann á frjálsum samningi og því þurfti Bolton ekki að greiða fyrir landsliðsfyrirliðann. Eiður er eftir sem áður dýrasti Íslendingurinn í sögunni eftir að Barcelona borgaði Chelsea 8,2 milljónir punda fyrir hann árið 2006. Pálmi er uppalinn Húsvíkingur en hann gekk í raðir KA árið 2003 og fór svo til Vals 2006. Hann bætist í stóran hóp Íslendinga til að leika með Stabæk. Auk Veigars, Marels og nú Pálma hafa Helgi Sigurðsson, Tryggvi Guðmundsson og Pétur Hafliði Marteinsson verið á mála hjá norska félaginu. Bohinen segir að félagið vænti mikils af Pálma. „Við vonum að hann muni ná vel saman við Veigar Pál," sagði Bohinen sem fékk góð ráð frá Veigari hvað varðar Pálma. „Hann sagði okkur að hann væri góður leikmaður." Bohinen segir reynsluna af Íslendingum vera góða og það sé ekki síst það sem hann og félagið hafa horft til þegar það ákvað að kaupa Pálma. „Íslensku leikmennirnir eru fljótir að aðlagast og ég held að hann muni gera það líka. Hann þarf tíma til að aðlagast eins og allir, og hann fær hann," sagði Lars Bohinen. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira
Norska félagið Stabæk hefur lengi haft augastað á Húsvíkingnum Pálma Rafni Pálmasyni. Í fyrrakvöld komst félagið loksins að samkomulagi við Íslandsmeistara Vals um kaupverð. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins nemur það tæpum 40 milljónum íslenskra króna. Lars Bohinen, yfirmaður knattspyrnumála hjá Stabæk, telur kaupverðið sanngjarnt. „Þetta er góður samningur fyrir alla," sagði Bohinen sem vildi ekki staðfesta kaupverðið, frekar en Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals. Börkur sagðist þó vera sáttur. „Við erum sáttir, en maður fær aldrei allt sem maður vill í lífinu," sagði Börkur en heimildir Fréttablaðsins herma að Valur hafi viljað 40 milljónir fyrir Pálma. Inni í samningnum var að Pálmi spilaði ekki með Val í gær gegn BATE þar sem Stabæk spilar í UEFA-keppninni á tímabilinu. Pálmi spilar með Val á laugardaginn gegn Keflavík og heldur svo utan til að ganga frá samningnum sem er til þriggja og hálfs árs. „Það verður væntanlega ekkert vandamál, hann er tilbúinn að stærstum hluta," sagði Bohinen. Pálmi er með þessu orðinn einn dýrasti leikmaðurinn sem keyptur hefur verið frá Íslandi. ÍBV fékk á bilinu 40 og 50 milljónir króna fyrir Hermann Hreiðarsson þegar hann fór til Crystal Palace árið 1997. Um helming af því fékk ÍBV beint en það græddi svo á því hversu mikið Hermann spilaði. Marel Baldvinsson kostaði Stabæk mjög nálægt 40 milljónum króna árið 2000 þegar það keypti hann frá Breiðabliki. Kaupverðið var lægra, en var þó nálægt 40 milljónum með öllum bónusgreiðslum. Stabæk hefur því keypt tvo af þremur dýrustu leikmönnum Íslands. Hólmar Örn Eyjólfsson gekk í raðir West Ham frá HK fyrir skemmstu. Kaupverðið á honum fæst ekki gefið upp en það er talið vera á milli 30 og 40 milljóna króna. Eiður Smári Guðjohnsen hefur tvívegis farið frá íslensku félagi í atvinnumennsku, fyrst fyrir lítinn pening frá Val til PSV Eindhoven og svo til Bolton frá KR. Hjá KR var hann á frjálsum samningi og því þurfti Bolton ekki að greiða fyrir landsliðsfyrirliðann. Eiður er eftir sem áður dýrasti Íslendingurinn í sögunni eftir að Barcelona borgaði Chelsea 8,2 milljónir punda fyrir hann árið 2006. Pálmi er uppalinn Húsvíkingur en hann gekk í raðir KA árið 2003 og fór svo til Vals 2006. Hann bætist í stóran hóp Íslendinga til að leika með Stabæk. Auk Veigars, Marels og nú Pálma hafa Helgi Sigurðsson, Tryggvi Guðmundsson og Pétur Hafliði Marteinsson verið á mála hjá norska félaginu. Bohinen segir að félagið vænti mikils af Pálma. „Við vonum að hann muni ná vel saman við Veigar Pál," sagði Bohinen sem fékk góð ráð frá Veigari hvað varðar Pálma. „Hann sagði okkur að hann væri góður leikmaður." Bohinen segir reynsluna af Íslendingum vera góða og það sé ekki síst það sem hann og félagið hafa horft til þegar það ákvað að kaupa Pálma. „Íslensku leikmennirnir eru fljótir að aðlagast og ég held að hann muni gera það líka. Hann þarf tíma til að aðlagast eins og allir, og hann fær hann," sagði Lars Bohinen.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira