Íslenski boltinn

Blikar völtuðu yfir Skagamenn

Magnús Páll kom inn sem varamaður og skoraði tvívegis fyrir Blika gegn ÍA
Magnús Páll kom inn sem varamaður og skoraði tvívegis fyrir Blika gegn ÍA

Tveir leikir voru á dagskrá í Landsbankadeild karla í kvöld. Breiðablik valtaði yfir ÍA 6-1 í Kópavogi og FH vann 4-0 sigur á botnliði HK í Hafnarfirði. Það er því ljóst að útlitið skánar lítið hjá botnliðunum tveimur.

Leikur Breiðabliks og ÍA var mjög fjörugur, en hann var eign heimamanna frá fyrstu mínútu eins og lokatölurnar gefa til kynna.

Nenad Zivanovic og Magnús Páll Gunnarsson skoruðu tvívegis hvor og Jóhann Berg Guðmundsson og Prince Rajcomar skoruðu sitt hvort markið. Marel Baldvinsson lagði upp þrjú mörk fyrir heimamenn, en Björn Bergmann minnkaði muninn fyrir gestina þegar skammt lifði leiks.

FH-ingar unnu 4-0 sigur á HK í Kaplakrika þar sem Tryggvi Guðmundsson skoraði tvívegis. Tommy Nielsen og Atli Viðar Björnsson skoruðu sitt markið hvor.

FH-ingar eru í öðru sæti deildarinnar með 25 stig, einu stigi á eftir toppliði Keflavíkur, en Breiðablik lyfti sér upp að hlið Fjölnis í þriðja sætinu með sigrinum á ÍA í kvöld. Liðið hefur hlotið 21 stig.

HK er á botninum með 5 stig eftir 12 leiki og ÍA hefur 7 stig í næstneðsta sætinu.

Fylgst var með gangi mála á Boltavaktinni þar sem hægt er að skoða markaskorara og hápunkta úr leikjunum.

Nánari umfjöllun um leikina kemur hér á Vísi snemma í fyrramálið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×