Íslenski boltinn

Blikar og FH í góðum málum í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í leikjunum tveimur sem fram fara í Landsbankadeildinni í kvöld. Það stefnir í náðugt kvöld hjá Breiðablik og FH sem hafa örugga forystu gegn ÍA og HK.

Blikar hafa yfir 3-0 gegn Skagamönnum í Kópavogi þar sem heimamenn hafa ráðið ferðinni frá fyrstu mínútu. Nenad Zivanovic kom Blikum í 1-0 eftir aðeins 3 mínútur og á 21. og 25. mínútu bættu Jóhann Berg Guðmundsson og Zivanovic við tveimur mörkum - sem bæði komu eftir undirbúning Marels Baldvinssonar.

FH-ingar hafa yfir 2-0 gegn botnliði HK á heimavelli sínum í Kaplakrika, en staðan gefur ef til vill ekki rétta mynd af gangi leiksins því HK-menn hafa farið afar illa með góð marktækifæri.

Tryggvi Guðmundsson kom FH yfir eftir 12 mínútna leik og Tommy Nielsen kom FH í 2-0 eftir hornspyrnu Tryggva þegar komið var fram í uppbótartíma í fyrri hálfleiknum.

Fylgst er með gangi mála á Boltavaktinni hér á Vísi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×