Íslenski boltinn

Hermann Geir frá HK til Ólafsvíkinga

Elvar Geir Magnússon skrifar
Hermann fékk rautt gegn Breiðabliki.
Hermann fékk rautt gegn Breiðabliki.

Hermann Geir Þórsson hefur yfirgefið herbúðir HK. Hann er kominn aftur í Víking Ólafsvík sem leikur í 1. deildinni. Hermann Geir er uppalinn hjá Víkingum en hefur undanfarin þrjú ár leikið með HK.

Hermann er 29 ára örvfættur leikmaður. Í sumar hefur hann leikið tíu leiki með HK. Síðast gegn Breiðabliki í elleftu umferð en í þeim leik fékk hann að líta rauða spjaldið og tók út leikbann gegn FH í síðustu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×