Fleiri fréttir Ófarir KR halda áfram Ófarir KR í Landsbankadeildinni halda áfram og í kvöld þurfti liðið að sætta sig við enn eitt tapið - Nú á heimavelli gegn Íslandsmeisturum FH 2-0. FH gerði út um leikinn með tveimur mörkum á fyrstu 20 mínútum leiksins og hélt fengnum hlut eftir það. KR-ingar áttu nokkur ágætis færi til að skora en lánleysi liðsins það sem ef er leiktíðinni er algjört og situr það á botninum með aðeins eitt stig eftir sex umferðir. 14.6.2007 21:47 Teitur orðlaus yfir lánleysi sinna manna "Það er ennþá einu sinni helvíti súrt að tapa þessu því mér fannst við eiga svo mikið af tækifærum í fyrri hálfleiknum - algjörum dauðafærum - að það er alveg ferlega súrt að tapa þessu," sagði Teitur Þórðarson í viðtali á Sýn eftir tap hans manna í KR gegn FH í kvöld. 14.6.2007 22:22 Herbragð Ólafs gekk upp gegn KR "Við lögðum upp með að sækja grimmt á þá strax í byrjun þar sem þeir eru særðir og með lítið sjálfstraust og það tókst mjög vel. Reyndar vorum við heppnir að fá ekki á okkur eitt, tvö eða jafnvel þrjú mörk í fyrri hálfleik - en í seinni var þetta ekki nokkur spurning," sagði þjálfari FH eftir sigurinn á KR í kvöld. 14.6.2007 22:11 Öruggur sigur Blika á ÍA Breiðablik vann í kvöld sinn fyrsta sigur í Landsbankadeild karla í knattspyrnu þegar liðið vann öruggan sigur á ÍA á heimavelli. Keflvíkingar lögðu Framara 2-1 í Keflavík og þá vann Fylkir 1-0 sigur á HK í Árbænum. 14.6.2007 21:25 Blikar ósáttir við aganefndi KSÍ Knattspyrnudeild Breiðabliks gaf í dag út yfirlýsingu vegna úrskurðar aganefndar KSÍ í tengslum við leikbönn sem þeir Tryggvi Guðmundsson hjá FH og Valur Fannar Gíslason hjá Fylki fengu í kjölfar handalögmála sinna í leik á dögunum. Þykir Blikum vera ósamræmi í úrskurðum aganefndar, sem dæmdi leikmann liðsins í tveggja leikja bann vegna brots í leik liðsins gegn Fylki í síðasta mánuði. 14.6.2007 17:18 Sjötta umferðin klárast í kvöld Í kvöld klárast sjötta umferðin í Landsbankadeild karla í knattspyrnu þegar spilaðir verða fjórir leikir. Stórleikur kvöldsins er án efa viðureign KR og FH í vesturbænum, en þar eigast við liðin í efsta og neðsta sæti deildarinnar. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn og hefst útsending klukkan 19:45. 14.6.2007 16:49 FH yfir í hálfleik Íslandsmeistarar FH hafa yfir 2-0 í hálfleik gegn KR í leik liðanna í Frostaskjóli. Gestirnir byrjuðu af miklum krafti og komust í 2-0 eftir 19 mínútur með mörkum Ásgeiri Ásgeirssonar og Guðmundar Sævarssonar. KR-ingar hafa þó verið mjög aðgangsharðir eftir það og eru í raun klaufar að vera ekki búnir að skora. 14.6.2007 20:48 FH komið í 2-0 í vesturbænum Hrakfarir KR-inga í Landsbankadeildinni virðast engan endi ætla að taka en liðið er komið undir 2-0 gegn FH á heimavelli þegar aðeins 20 mínútur eru liðnar af leiknum. Flautað hefur verið til hálfleiks í leikjunum sem hófust klukkan 19:15. 14.6.2007 20:21 KR - FH í beinni á Sýn Stórleikur KR og FH í sjöttu umferð Landsbankadeildarinnar hefst nú klukkan 20 og er sýndur beint á Sýn. KR-ingar þurfa nauðsynlega á sigri að halda því þeir verma botnsæti deildarinnar eftir verstu byrjun í sögu félagsins í efstu deild. Klukkan 19:15 hófust leikir Breiðabliks og ÍA, Fylkis og HK og Keflavíkur og Fram. 14.6.2007 19:52 Öruggur sigur Vals á Víkingi Valsmenn unnu í kvöld öruggan 3-1 sigur á Víkingi í fyrsta leik sjöttu umferðar Landsbankadeildarinnar. Valsmenn voru sterkari aðilinn í leiknum og sigurinn fyllilega verðskuldaður. Helgi Sigurðsson skoraði tvö marka Vals, það fyrra úr víti og Pálmi Rafn Pálmason skoraði fyrsta mark liðsins rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Sinisa Kekic minnkaði muninn fyrir Víking með marki úr víti 15 mínútum fyrir leikslok. 13.6.2007 21:54 Helgi Sig: Mikilvægt að halda í við FH "Það er gaman að skora og ekki verra að vinna leikinn, því við vorum búnir að gera tvö jafntefli og alveg kominn tími á sigur," sagði markaskorarinn Helgi Sigurðsson í samtali við Sýn eftir leik Vals og Víkings í kvöld. Helgi skoraði tvívegis í leiknum. 13.6.2007 22:22 Maggi Gylfa: Valur átti skilið að vinna Magnús Gylfason, þjálfari Víkings, viðurkenndi að lið Vals hefði átt skilið að sigra í leik liðanna í Landsbankadeildinni í kvöld. Hann sagðist í samtali við Sýn hafa verið óhress með fyrsta mark Vals þar sem hann vildi meina að uppbótartíminn hefði verið liðinn þegar Pálmi Rafn skoraði. 13.6.2007 22:15 Var aldrei ætlunin að slá mann í andlitið Aganefnd KSÍ felldi í gær þann dóm að þeir Tryggvi Guðmundsson úr FH og Fylkismaðurinn Valur Fannar Gíslason skyldu fá eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem þeir fengu í leik liðanna um helgina. 13.6.2007 06:45 Eggert frá út tímabilið Framarar urðu fyrir miklu áfalli í leiknum gegn HK þegar Eggert Stefánsson meiddist illa. Í ljós hefur komið að Eggert er með slitið krossband og hann leikur því ekki meira á þessari leiktíð. Eggert hafði verið að spila vel í uppafi leiktíðar og náði ágætlega saman við Reynir Leósson. Spurning hver fær það verðuga verkefni að leysa Eggert af hólmi það sem eftir lifir sumars. 13.6.2007 06:00 3-0 fyrir Val Valsmenn eru komnir í 3-0 gegn Víkingi á Laugardalsvellinum eftir rúmlega tíu mínútna leik í síðari hálfleik. Helgi Sigurðsson skoraði annað mark Valsmanna úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að skot Valsmanna fór í höndina á varnarmanni Víkinga og skoraði svo þriðja markið aðeins tveimur mínútum síðar eftir laglega skyndisókn. Þetta er fimmta mark Helga á leiktíðinni. 13.6.2007 21:12 Valsmenn 1-0 yfir á Laugardalsvelli Valsmenn hafa yfir 1-0 gegn Víkingum þegar flautað hefur verið til hálfleiks í fyrsta leik sjöttu umferðar Landsbankadeildarinnar. Pálmi Rafn Pálmason skoraði mark Valsmanna í uppbótartíma eftir að liðið hafði verið með yfirburði á síðustu mínútunum. Bæði lið hefðu auðveldlega geta verið búin að ná forystunni áður en kom að marki Pálma, en leikmenn höfðu ekki heppnina með sér fyrir framan markið. 13.6.2007 20:46 Valur - Víkingur í beinni í kvöld Sjötta umferðin í Landsbankadeild karla í knattspyrnu hefst í kvöld með leik Vals og Víkings á Laugardalsvelli. Leikurinn hefst klukkan 20 og verður sýndur beint á Sýn. Valsmenn eru í öðru sæti deildarinnar en Víkingur í 3.-5. sæti. Valsmenn hafa aðeins unnið 1 af fyrstu 3 heimaleikjum sínum til þessa, en Víkingar hafa unnið báða útileiki sína. 13.6.2007 18:51 Tölfræðin ekki hliðholl KR KR er aðeins með eitt stig í Landsbankadeildinni eftir fimm umferðir. KR er fimmtánda liðið sem nær svo slökum árangri síðan tíu lið byrjuðu að spila í efstu deild árið 1977. Þrettán þessara liða hafa fallið úr efstu deild og tíu þeirra hafa endað í tíunda sæti. Aðeins eitt lið hefur bjargað sér og það var ÍA árið 2006 en þá unnu Skagamenn leik númer sex og sjö. 12.6.2007 07:00 Lítill áhugi hjá feitustu bitunum Teitur Þórðarson situr á heitasta stólnum þegar staðan í Landsbankadeild karla er skoðuð. Vesturbæjarrisinn blundar vært á botni deildarinnar og háværar raddir heyrast nú um að nóg sé komið. 12.6.2007 06:15 Þórður Guðjóns: Meiri sigurvilji hjá okkur en KR "Þetta var glæsilegur leikur hjá liðsheildinni í dag og þetta er það sem við höfum verið að leggja upp í allan vetur. Við gáfum lítil færi á okkur í dag og leikmenn lögðu sig alla fram, svo þetta gekk fullkomlega upp hjá okkur," sagði Þórður Guðjónsson leikmaður ÍA í viðtali á Sýn í kvöld. 10.6.2007 22:26 Pétur Marteinsson: Gríðarlega erfið staða "Við erum búnir að eiga afspyrnuslaka byrjun í deildinni. Við skorum ekki úr færunum okkar, fáum ekki nógu mörg færi og svo erum við að fá alltof ódýr mörk á okkur," sagði Pétur Hafliði Marteinsson hjá KR í samtali við Sýn eftir tap liðsins gegn Skagamönnum í kvöld. 10.6.2007 22:07 Öruggur sigur Skagamanna á KR KR-ingar sitja áfram einir á botni Landsbankadeildar karla eftir að liðið steinlá 3-1 fyrir ÍA á Skipaskaga í kvöld. Bjarni Guðjónsson kom ÍA yfir eftir um 20 mínútna leik og Helgi Pétur Magnússon skoraði annað mark heimamanna á síðustu andartökum fyrri hálfleiks. 10.6.2007 21:52 FH tapar fyrstu stigunum í áflogaleik Íslandsmeistarar FH töpuðu í kvöld sínum fyrstu stigum í Landsbankadeildinni í sumar þegar liðið varð að láta sér lynda markalaust jafntefli við Fylki á heimavelli sínum í Kaplakrika. Tryggvi Guðmundsson og Valur Fannar Gíslason fengu báðir rautt spjald undir lok leiksins fyrir að skiptast á hnefahöggum. Þá vann HK góðan 2-1 sigur á Fram í uppgjöri nýliðanna í deildinni. FH er áfram á toppnum með 13 stig en Fram er í næst neðsta sæti með tvö stig og er án sigurs. 10.6.2007 21:12 3-0 fyrir ÍA gegn KR - Kári skoraði eftir 15 sekúndur KR-ingar eru komnir í mjög vond mál í leiknum gegn ÍA á Skaganum þar sem Kári Steinn Reynisson skoraði þriðja mark Skagamanna eftir aðeins 15 sekúndna leik í síðari hálfleik. Teitur Þórðarson gerði tvær breytingar á liði sínu í hálfleik en hans menn fengu blauta tusku í andlitið strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks og því á brattann að sækja fyrir þá svarthvítu. 10.6.2007 21:02 Skagamenn 2-0 yfir gegn KR í hálfleik Staðan er ekki góð hjá botnliði KR þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðsins við ÍA á Skaganum í fimmtu umferð Landsbankadeildarinnar. Skagamenn hafa yfir 2-0 í hálfleik og hafa nýtt færi sín vel gegn hugmyndasnauðum KR-ingum. Bjarni Guðjónsson og Helgi Pétur Magnússon skoruðu mörk ÍA. Skagamenn hafa átt 7 skot að marki KR og 2 á rammann en KR hefur átt 4 skot og ekker þeirra rataði á markið. 10.6.2007 20:47 HK yfir gegn Fram í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í tveimur leikjum af þremur í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Nýliðar HK hafa yfir 1-0 gegn nýliðum Fram á Kópavogsvelli þar sem Jón Þorgrímur Stefánsson skoraði mark heimamanna. Markalaust er hjá FH og Fylki í Hafnarfirði og í sjónvarpsleiknum á Sýn hefur ÍA náði 1-0 forystu gegn KR með marki Bjarna Guðjónssonar. Sá leikur hófst klukkan 20. 10.6.2007 20:21 ÍA - KR í beinni á Sýn í kvöld Þrír leikir fara fram í fimmtu umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu í kvöld. FH tekur á móti Fylki í Hafnarfirði kl 19:15 og á sama tíma tekur HK á móti Fram. Klukkan 19:45 verður sjónvarpsstöðin Sýn svo með beina útsendingu frá leik ÍA og KR á Skaganum, en þessi fornfrægu lið eru í kjallara deildarinnar eftir fjórar umferðir. 10.6.2007 16:52 Jafnt hjá Val og Keflavík Valur og Keflavík skildu jöfn 2-2 í leik dagsins í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Gestirnir komust í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Þórarni Kristjánssyni og Baldri Sigurðssyni en Hafþór Ægir Vilhjálmsson skoraði fyrir heimamenn á 58. mínútu og það var svo Daníel Hjaltason sem jafnaði fyrir Valsmenn skömmu fyrir leikslok. Valsmenn eru í öðru sæti deildarinnar en Keflavík í þriðja. 9.6.2007 18:58 Blikar harma söngva stuðningsmanna Leiðinleg uppákoma átti sér stað á leik Víkings og Breiðabliks í Landsbankadeildinni í gærkvöldi. Stuðningsmenn Kópavogsliðsins sökuðu Garðar Hinriksson dómara um kynþáttafordóma í söngvum sínum eftir að hann gaf leikmanni Blika, Prince Rajcomar, gult spjald. Meistaraflokksráð Breiðabliks hefur gefið út yfirlýsingu þar sem þetta er harmað og beinir þeim tilmælum til stuðningsmanna að stilla sig í framtíðinni. 9.6.2007 13:53 Fimmta umferð Landsbankadeildar hefst í kvöld Einn leikur er á dagskrá í Landsbankadeild karla í kvöld þegar Víkingur og Breiðablik spila fyrsta leikinn í fimmtu umferðinni á Víkingsvelli klukkan 19:15. Þá verða fjórir leikir í Landsbankadeild kvenna þar sem ÍR mætir Breiðablik, Stjarnan tekur á móti Fjölni, Þór/KA tekur á móti Fylki og Valur fær Keflavík í heimsókn. Allir leikir hefjast klukkan 19:15. 8.6.2007 18:25 Enn eitt jafnteflið hjá Blikum Einn leikur var á dagskrá í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld þar sem Víkingur og Breiðablik skildu jöfn 1-1 á Víkingsvelli. Magnús Páll Gunnarsson kom Blikum yfir en Valur Úlfarsson jafnaði fyrir heimamenn, sem voru sterkari aðilinn í leiknum. Víkingar hafa 8 stig í 2.-3. sæti deildarinnar en Blikar hafa 4 stig í 6. sætinu eftir 4 jafntefli í fyrstu 5 leikjunum í sumar. 8.6.2007 22:03 Skorað fyrir gott málefni Í næstu umferð Landsbankadeildar karla og kvenna verður skorað fyrir gott málefni. Landsbankinn heitir 30.000 kr. fyrir hvert mark sem leikmenn Landsbankadeildar karla og kvenna skora í 5. umferð karla og 4. umferð kvenna. 7.6.2007 14:57 Sjá næstu 50 fréttir
Ófarir KR halda áfram Ófarir KR í Landsbankadeildinni halda áfram og í kvöld þurfti liðið að sætta sig við enn eitt tapið - Nú á heimavelli gegn Íslandsmeisturum FH 2-0. FH gerði út um leikinn með tveimur mörkum á fyrstu 20 mínútum leiksins og hélt fengnum hlut eftir það. KR-ingar áttu nokkur ágætis færi til að skora en lánleysi liðsins það sem ef er leiktíðinni er algjört og situr það á botninum með aðeins eitt stig eftir sex umferðir. 14.6.2007 21:47
Teitur orðlaus yfir lánleysi sinna manna "Það er ennþá einu sinni helvíti súrt að tapa þessu því mér fannst við eiga svo mikið af tækifærum í fyrri hálfleiknum - algjörum dauðafærum - að það er alveg ferlega súrt að tapa þessu," sagði Teitur Þórðarson í viðtali á Sýn eftir tap hans manna í KR gegn FH í kvöld. 14.6.2007 22:22
Herbragð Ólafs gekk upp gegn KR "Við lögðum upp með að sækja grimmt á þá strax í byrjun þar sem þeir eru særðir og með lítið sjálfstraust og það tókst mjög vel. Reyndar vorum við heppnir að fá ekki á okkur eitt, tvö eða jafnvel þrjú mörk í fyrri hálfleik - en í seinni var þetta ekki nokkur spurning," sagði þjálfari FH eftir sigurinn á KR í kvöld. 14.6.2007 22:11
Öruggur sigur Blika á ÍA Breiðablik vann í kvöld sinn fyrsta sigur í Landsbankadeild karla í knattspyrnu þegar liðið vann öruggan sigur á ÍA á heimavelli. Keflvíkingar lögðu Framara 2-1 í Keflavík og þá vann Fylkir 1-0 sigur á HK í Árbænum. 14.6.2007 21:25
Blikar ósáttir við aganefndi KSÍ Knattspyrnudeild Breiðabliks gaf í dag út yfirlýsingu vegna úrskurðar aganefndar KSÍ í tengslum við leikbönn sem þeir Tryggvi Guðmundsson hjá FH og Valur Fannar Gíslason hjá Fylki fengu í kjölfar handalögmála sinna í leik á dögunum. Þykir Blikum vera ósamræmi í úrskurðum aganefndar, sem dæmdi leikmann liðsins í tveggja leikja bann vegna brots í leik liðsins gegn Fylki í síðasta mánuði. 14.6.2007 17:18
Sjötta umferðin klárast í kvöld Í kvöld klárast sjötta umferðin í Landsbankadeild karla í knattspyrnu þegar spilaðir verða fjórir leikir. Stórleikur kvöldsins er án efa viðureign KR og FH í vesturbænum, en þar eigast við liðin í efsta og neðsta sæti deildarinnar. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn og hefst útsending klukkan 19:45. 14.6.2007 16:49
FH yfir í hálfleik Íslandsmeistarar FH hafa yfir 2-0 í hálfleik gegn KR í leik liðanna í Frostaskjóli. Gestirnir byrjuðu af miklum krafti og komust í 2-0 eftir 19 mínútur með mörkum Ásgeiri Ásgeirssonar og Guðmundar Sævarssonar. KR-ingar hafa þó verið mjög aðgangsharðir eftir það og eru í raun klaufar að vera ekki búnir að skora. 14.6.2007 20:48
FH komið í 2-0 í vesturbænum Hrakfarir KR-inga í Landsbankadeildinni virðast engan endi ætla að taka en liðið er komið undir 2-0 gegn FH á heimavelli þegar aðeins 20 mínútur eru liðnar af leiknum. Flautað hefur verið til hálfleiks í leikjunum sem hófust klukkan 19:15. 14.6.2007 20:21
KR - FH í beinni á Sýn Stórleikur KR og FH í sjöttu umferð Landsbankadeildarinnar hefst nú klukkan 20 og er sýndur beint á Sýn. KR-ingar þurfa nauðsynlega á sigri að halda því þeir verma botnsæti deildarinnar eftir verstu byrjun í sögu félagsins í efstu deild. Klukkan 19:15 hófust leikir Breiðabliks og ÍA, Fylkis og HK og Keflavíkur og Fram. 14.6.2007 19:52
Öruggur sigur Vals á Víkingi Valsmenn unnu í kvöld öruggan 3-1 sigur á Víkingi í fyrsta leik sjöttu umferðar Landsbankadeildarinnar. Valsmenn voru sterkari aðilinn í leiknum og sigurinn fyllilega verðskuldaður. Helgi Sigurðsson skoraði tvö marka Vals, það fyrra úr víti og Pálmi Rafn Pálmason skoraði fyrsta mark liðsins rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Sinisa Kekic minnkaði muninn fyrir Víking með marki úr víti 15 mínútum fyrir leikslok. 13.6.2007 21:54
Helgi Sig: Mikilvægt að halda í við FH "Það er gaman að skora og ekki verra að vinna leikinn, því við vorum búnir að gera tvö jafntefli og alveg kominn tími á sigur," sagði markaskorarinn Helgi Sigurðsson í samtali við Sýn eftir leik Vals og Víkings í kvöld. Helgi skoraði tvívegis í leiknum. 13.6.2007 22:22
Maggi Gylfa: Valur átti skilið að vinna Magnús Gylfason, þjálfari Víkings, viðurkenndi að lið Vals hefði átt skilið að sigra í leik liðanna í Landsbankadeildinni í kvöld. Hann sagðist í samtali við Sýn hafa verið óhress með fyrsta mark Vals þar sem hann vildi meina að uppbótartíminn hefði verið liðinn þegar Pálmi Rafn skoraði. 13.6.2007 22:15
Var aldrei ætlunin að slá mann í andlitið Aganefnd KSÍ felldi í gær þann dóm að þeir Tryggvi Guðmundsson úr FH og Fylkismaðurinn Valur Fannar Gíslason skyldu fá eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem þeir fengu í leik liðanna um helgina. 13.6.2007 06:45
Eggert frá út tímabilið Framarar urðu fyrir miklu áfalli í leiknum gegn HK þegar Eggert Stefánsson meiddist illa. Í ljós hefur komið að Eggert er með slitið krossband og hann leikur því ekki meira á þessari leiktíð. Eggert hafði verið að spila vel í uppafi leiktíðar og náði ágætlega saman við Reynir Leósson. Spurning hver fær það verðuga verkefni að leysa Eggert af hólmi það sem eftir lifir sumars. 13.6.2007 06:00
3-0 fyrir Val Valsmenn eru komnir í 3-0 gegn Víkingi á Laugardalsvellinum eftir rúmlega tíu mínútna leik í síðari hálfleik. Helgi Sigurðsson skoraði annað mark Valsmanna úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að skot Valsmanna fór í höndina á varnarmanni Víkinga og skoraði svo þriðja markið aðeins tveimur mínútum síðar eftir laglega skyndisókn. Þetta er fimmta mark Helga á leiktíðinni. 13.6.2007 21:12
Valsmenn 1-0 yfir á Laugardalsvelli Valsmenn hafa yfir 1-0 gegn Víkingum þegar flautað hefur verið til hálfleiks í fyrsta leik sjöttu umferðar Landsbankadeildarinnar. Pálmi Rafn Pálmason skoraði mark Valsmanna í uppbótartíma eftir að liðið hafði verið með yfirburði á síðustu mínútunum. Bæði lið hefðu auðveldlega geta verið búin að ná forystunni áður en kom að marki Pálma, en leikmenn höfðu ekki heppnina með sér fyrir framan markið. 13.6.2007 20:46
Valur - Víkingur í beinni í kvöld Sjötta umferðin í Landsbankadeild karla í knattspyrnu hefst í kvöld með leik Vals og Víkings á Laugardalsvelli. Leikurinn hefst klukkan 20 og verður sýndur beint á Sýn. Valsmenn eru í öðru sæti deildarinnar en Víkingur í 3.-5. sæti. Valsmenn hafa aðeins unnið 1 af fyrstu 3 heimaleikjum sínum til þessa, en Víkingar hafa unnið báða útileiki sína. 13.6.2007 18:51
Tölfræðin ekki hliðholl KR KR er aðeins með eitt stig í Landsbankadeildinni eftir fimm umferðir. KR er fimmtánda liðið sem nær svo slökum árangri síðan tíu lið byrjuðu að spila í efstu deild árið 1977. Þrettán þessara liða hafa fallið úr efstu deild og tíu þeirra hafa endað í tíunda sæti. Aðeins eitt lið hefur bjargað sér og það var ÍA árið 2006 en þá unnu Skagamenn leik númer sex og sjö. 12.6.2007 07:00
Lítill áhugi hjá feitustu bitunum Teitur Þórðarson situr á heitasta stólnum þegar staðan í Landsbankadeild karla er skoðuð. Vesturbæjarrisinn blundar vært á botni deildarinnar og háværar raddir heyrast nú um að nóg sé komið. 12.6.2007 06:15
Þórður Guðjóns: Meiri sigurvilji hjá okkur en KR "Þetta var glæsilegur leikur hjá liðsheildinni í dag og þetta er það sem við höfum verið að leggja upp í allan vetur. Við gáfum lítil færi á okkur í dag og leikmenn lögðu sig alla fram, svo þetta gekk fullkomlega upp hjá okkur," sagði Þórður Guðjónsson leikmaður ÍA í viðtali á Sýn í kvöld. 10.6.2007 22:26
Pétur Marteinsson: Gríðarlega erfið staða "Við erum búnir að eiga afspyrnuslaka byrjun í deildinni. Við skorum ekki úr færunum okkar, fáum ekki nógu mörg færi og svo erum við að fá alltof ódýr mörk á okkur," sagði Pétur Hafliði Marteinsson hjá KR í samtali við Sýn eftir tap liðsins gegn Skagamönnum í kvöld. 10.6.2007 22:07
Öruggur sigur Skagamanna á KR KR-ingar sitja áfram einir á botni Landsbankadeildar karla eftir að liðið steinlá 3-1 fyrir ÍA á Skipaskaga í kvöld. Bjarni Guðjónsson kom ÍA yfir eftir um 20 mínútna leik og Helgi Pétur Magnússon skoraði annað mark heimamanna á síðustu andartökum fyrri hálfleiks. 10.6.2007 21:52
FH tapar fyrstu stigunum í áflogaleik Íslandsmeistarar FH töpuðu í kvöld sínum fyrstu stigum í Landsbankadeildinni í sumar þegar liðið varð að láta sér lynda markalaust jafntefli við Fylki á heimavelli sínum í Kaplakrika. Tryggvi Guðmundsson og Valur Fannar Gíslason fengu báðir rautt spjald undir lok leiksins fyrir að skiptast á hnefahöggum. Þá vann HK góðan 2-1 sigur á Fram í uppgjöri nýliðanna í deildinni. FH er áfram á toppnum með 13 stig en Fram er í næst neðsta sæti með tvö stig og er án sigurs. 10.6.2007 21:12
3-0 fyrir ÍA gegn KR - Kári skoraði eftir 15 sekúndur KR-ingar eru komnir í mjög vond mál í leiknum gegn ÍA á Skaganum þar sem Kári Steinn Reynisson skoraði þriðja mark Skagamanna eftir aðeins 15 sekúndna leik í síðari hálfleik. Teitur Þórðarson gerði tvær breytingar á liði sínu í hálfleik en hans menn fengu blauta tusku í andlitið strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks og því á brattann að sækja fyrir þá svarthvítu. 10.6.2007 21:02
Skagamenn 2-0 yfir gegn KR í hálfleik Staðan er ekki góð hjá botnliði KR þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðsins við ÍA á Skaganum í fimmtu umferð Landsbankadeildarinnar. Skagamenn hafa yfir 2-0 í hálfleik og hafa nýtt færi sín vel gegn hugmyndasnauðum KR-ingum. Bjarni Guðjónsson og Helgi Pétur Magnússon skoruðu mörk ÍA. Skagamenn hafa átt 7 skot að marki KR og 2 á rammann en KR hefur átt 4 skot og ekker þeirra rataði á markið. 10.6.2007 20:47
HK yfir gegn Fram í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í tveimur leikjum af þremur í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Nýliðar HK hafa yfir 1-0 gegn nýliðum Fram á Kópavogsvelli þar sem Jón Þorgrímur Stefánsson skoraði mark heimamanna. Markalaust er hjá FH og Fylki í Hafnarfirði og í sjónvarpsleiknum á Sýn hefur ÍA náði 1-0 forystu gegn KR með marki Bjarna Guðjónssonar. Sá leikur hófst klukkan 20. 10.6.2007 20:21
ÍA - KR í beinni á Sýn í kvöld Þrír leikir fara fram í fimmtu umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu í kvöld. FH tekur á móti Fylki í Hafnarfirði kl 19:15 og á sama tíma tekur HK á móti Fram. Klukkan 19:45 verður sjónvarpsstöðin Sýn svo með beina útsendingu frá leik ÍA og KR á Skaganum, en þessi fornfrægu lið eru í kjallara deildarinnar eftir fjórar umferðir. 10.6.2007 16:52
Jafnt hjá Val og Keflavík Valur og Keflavík skildu jöfn 2-2 í leik dagsins í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Gestirnir komust í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Þórarni Kristjánssyni og Baldri Sigurðssyni en Hafþór Ægir Vilhjálmsson skoraði fyrir heimamenn á 58. mínútu og það var svo Daníel Hjaltason sem jafnaði fyrir Valsmenn skömmu fyrir leikslok. Valsmenn eru í öðru sæti deildarinnar en Keflavík í þriðja. 9.6.2007 18:58
Blikar harma söngva stuðningsmanna Leiðinleg uppákoma átti sér stað á leik Víkings og Breiðabliks í Landsbankadeildinni í gærkvöldi. Stuðningsmenn Kópavogsliðsins sökuðu Garðar Hinriksson dómara um kynþáttafordóma í söngvum sínum eftir að hann gaf leikmanni Blika, Prince Rajcomar, gult spjald. Meistaraflokksráð Breiðabliks hefur gefið út yfirlýsingu þar sem þetta er harmað og beinir þeim tilmælum til stuðningsmanna að stilla sig í framtíðinni. 9.6.2007 13:53
Fimmta umferð Landsbankadeildar hefst í kvöld Einn leikur er á dagskrá í Landsbankadeild karla í kvöld þegar Víkingur og Breiðablik spila fyrsta leikinn í fimmtu umferðinni á Víkingsvelli klukkan 19:15. Þá verða fjórir leikir í Landsbankadeild kvenna þar sem ÍR mætir Breiðablik, Stjarnan tekur á móti Fjölni, Þór/KA tekur á móti Fylki og Valur fær Keflavík í heimsókn. Allir leikir hefjast klukkan 19:15. 8.6.2007 18:25
Enn eitt jafnteflið hjá Blikum Einn leikur var á dagskrá í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld þar sem Víkingur og Breiðablik skildu jöfn 1-1 á Víkingsvelli. Magnús Páll Gunnarsson kom Blikum yfir en Valur Úlfarsson jafnaði fyrir heimamenn, sem voru sterkari aðilinn í leiknum. Víkingar hafa 8 stig í 2.-3. sæti deildarinnar en Blikar hafa 4 stig í 6. sætinu eftir 4 jafntefli í fyrstu 5 leikjunum í sumar. 8.6.2007 22:03
Skorað fyrir gott málefni Í næstu umferð Landsbankadeildar karla og kvenna verður skorað fyrir gott málefni. Landsbankinn heitir 30.000 kr. fyrir hvert mark sem leikmenn Landsbankadeildar karla og kvenna skora í 5. umferð karla og 4. umferð kvenna. 7.6.2007 14:57