Íslenski boltinn

Loksins sigur hjá KR

Mynd/Daníel

KR-ingar unnu langþráðan sigur í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld þegar þeir lögðu Framara 2-1 í Frostaskjóli. Hjálmar Þórarinsson kom Fram yfir í fyrri hálfleik með góðu skoti en Jóhann Þórhallsson jafnaði fyrir KR á 79. mínútu. Þar á undan hafði Stefán Logi Magnússon markvörður KR varið vítaspyrnu frá Hjálmari Þórarinssyni.

Það var svo Guðmundur Pétursson sem hetja KR í kvöld þegar hann skoraði sigurmark KR-inga á 90. mínútu leiksins, en lét svo reka sig af velli með rautt spjald skömmu síðar. Framarar fengu reyndar dauðafæri til að jafna í uppbótartíma en Jónas Grani Garðarsson hitti ekki markið. KR-ingar eru því komnir með 4 stig eftir 8 umferðir en sitja enn á botninum. Fram hefur enn 5 stig í næst neðsta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×