Fleiri fréttir

Keypti bolta og búnað fyrir liðið en segir að félagið hafi svikið samninginn

Arnar Hallsson, fyrrverandi þjálfari ÍR, segist hafa hætt þjálfun liðsins sökum þess að félagið hafi ekki staðið við sinn enda samningsins við hann á sínum tíma. Arnar hafi keypt bolta og búnað fyrir ÍR, en að félagið hafi ekki lagt sitt af mörkum til að afla fjár og koma til móts við hans kröfur.

Lech Poznan gefur árskortshöfum frítt á leikinn gegn Víkingum

ÞPólsku meistararnir í Lech Poznan gera sér greinilega algjörlega grein fyrir því að liðið þarf á stuðningi að halda er Víkingur mætir í heimsókn í seinni leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á fimmtudaginn. Eigendur árskorta á heimaleiki liðsins munu fá frítt á leikinn.

Elín Metta: Vorkenni Pétri að þurfa að velja liðið

Landsliðsframherjinn Elín Metta Jensen minnti heldur betur á sig þegar hún skoraði þriðja mark Vals í 0-5 sigri í Keflavík. Markið skoraði Elin eftir að hafa verið inn á leikvellinum í rétt rúma mínútu.

Elías og félagar fara í riðlakeppni Evrópudeildarinnar

Elías Rafn Ólafsson og félagar hans í danska liðini Midtjylland eru úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 1-3 tap gegn Benfica í kvöld. Evrópuævintýri liðsins er þó ekki lokið þar sem tapið þýðir að Midtjylland fer beint í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Markalaust hjá Íslendingaliðunum í sænsku B-deildinni

Íslendingaliðin Öster og Trelleborg voru í eldlínunni í sænsku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Alex Þór Hauksson og félagar hans í Öster gerðu markalaust jafntefli gegn Skövde og á sama tíma gerðu Böðvar Böðvarsson og félagar hans markalaust jafntefli gegn Utsikten.

Barcelona reyndi að hræða De Jong til að losna við hann

Frenkie de Jong vill vera áfram hjá Barcelona en Katalóníumennirnir vilja endilega losna við að borga risasamning hans. Nýjustu fréttir af þessari sápuóperu í Barcelona er að forráðamenn Barcelona hafi reynt að hræða De Jong í sumar um að samningur hans væri ólöglegur.

Ryan Giggs sagður vera með ljóta og illkvittna hlið

Mál gegn Ryan Giggs, einum dáðasta leikmanni í sögu Manchester United, hófst í gær í Manchester Minshull Street Crown dómstólnum og var þessi fyrrum leikmaður og landsliðsþjálfari Wales mættur til að heyra framsögu saksóknara.

Thiago Alcantara frá í rúman mánuð

Thiago Alcantara tognaði aftan í læri í jafntefli Liverpool gegn Fulham í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta karla um síðustu helgi. 

Barcelona hefur ekki náð að nurla saman nægum pening

Forráðamenn Barcelona hafa ekki náð að lappa nógu mikið upp á bókhald sitt til þess að geta skráð þá leikmenn sem félagið hefur keypt í sumar í leikmannahóp sinn fyrir komandi keppnistímabil.

Arnautovic er ekki til sölu

Marco Di Vaio, yfirmaður fótboltamála hjá ítalska félaginu Bologna, segir framherjann Marko Arnautovic ekki vera til sölu en fregnir bárust af því um síðustu helgi að Manchester United hefði boðið í austurríska landsliðsmanninn.

Fylkir nældi í stig gegn toppliðinu

Fylkir og FH skildu jöfn, 1-1, þegar liðin áttust við í 13. umferð Lengjudeildar kvenna í fótbolta á Würth-vellinum í Árbænum í kvöld. 

„Við erum öflugir í lok leikja“

„Mér líður rosa vel. Þetta eru bestu sigrarnir, að vinna með einu marki í restina. Ég held að þetta sé níunda markið sem við skorum í sumar á síðasta korterinu þannig við erum öflugir í lok leikja,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflvíkinga, sáttur eftir 2-1 sigur á Leikni í kvöld.

Bjarni rak smiðshöggið á stórsigur

Bjarni Mark Antonsson setti jarðaberið á kökuna þegar Start fór með sannfærandi sigur af hólmi á móti Bryne í norsku B-deildinni í fótbolta karla í kvöld.

Kristian Nökkvi lék lungann úr leiknum

Kristian Nökkvi Hlynsson lék í 85 mínútur sem sóknartengiliður fyrir Ajax II þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Telstar í hollensku B-deildinni í fótbolta karla í kvöld. 

RB Leipzig að landa Werner

Timo Werner mun ganga til liðs við RB Leipzig frá Chelsea í vikunni en þýska félagið mun greiða um það bil 30 milljónir evra fyrir hann.

Albert byrjar nýtt tímabil afar vel

Albert Guðmundsson, landsliðsamaður í fótbolta, skoraði tvö marka Genoa þegar liðið lagði Benevento að velli, 3-2, í 64 liða úrslitum ítölsku bikarkeppninnar í dag. 

Sjá næstu 50 fréttir