Fleiri fréttir

Rabiot á að leysa vand­ræðin á mið­svæði Man United

Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United vill fá hinn 27 ára gamla Adrien Rabiot frá Juventus. Á hann að leysa vandræði liðsins á miðsvæðinu en Man United hóf ensku úrvalsdeildina á 1-2 tapi á heimavelli gegn Brighton & Hove Albion.

Ryan Giggs mætir aftur í réttarsalinn í dag

Í dag hófust málaferli gegn leikjahæsta og sigursælasta leikmanninum í sögu Manchester United því Ryan Giggs er þar sóttur til saka fyrir heimilisofbeldi gegn fyrrverandi kærustu sinni.

Everton vill Púllara til að stoppa í götin

Everton leitar lifandi ljósi að miðverði eftir að tveir slíkir fóru meiddir af velli í fyrsta leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni við Chelsea um helgina. Leikmaður sem er uppalinn hjá Liverpool þykir tilvalinn.

Rooney: Haaland mun ríða baggamuninn í toppbaráttunni

Wayne Rooney, næstmarkahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, er þess fullviss að Erling Haaland verði markakóngur á komandi leiktíð og muni leiða Manchester City til Englandsmeistaratitilsins.

Eggert Aron: „Þetta sendir okkur í toppbaráttuna“

Eggert Aron Guðmundsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins þegar Stjarnan vann Breiðablik 5-2 í 16. umferð Bestu deildar karla fyrr í kvöld. Kappinn skoraði tvö mörk og var duglegur í að hjálpa til í varnarleiknum og átti gott samspil við félaga sína.

Umfjöllun og viðtöl: FH 0-3 KA | KA eykur kvalir Hafnfirðinga

FH-ingar eru búnir að skrá sig inn í fallbaráttu Bestu-deildarinnar eftir 0-3 tap gegn KA á heimavelli í kvöld. FH bíður enn þá eftir fyrsta sigur undir stjórn Eiðs Smára en liðið hefur nú leikið sjö leiki undir stjórn Eiðs án sigurs. 

Eiður Smári: „Það er pressa á okkur öllum“

Eftir 0-3 tap gegn KA á heimavelli eru FH-ingar að stimpla sig inn í fallbaráttu Bestu-deildarinnar, staða sem Hafnfirðingar eru ekki vanir að sjá. Í sjö leikjum undir stjórn Eiðs Smára Guðjohnsen hefur FH einungis safnað 0,43 stigum á leik.

Grátlegt tap Venezia eftir tvö mörk Hilmis í lokin

Hinn 18 ára gamli Hilmir Rafn Mikaelsson hélt hann hefðu tryggt ítalska B-deildarliðinu Venezia framlengingu þegar hann skoraði tvö mörk í lok leiks liðsins við Ascoli. Svo var hins vegar ekki.

Haaland skoraði bæði í sigri City

Norðmaðurinn Erling Haaland skoraði bæði mörk Manchester City í 2-0 sigri liðsins á West Ham United á heimavelli þeirra síðarnefndu í Lundúnum. Englandsmeistararnir byrja mótið því á sigri.

Tap í fyrsta leik Willums í Hollandi

Willum Þór Willumsson spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Go Ahead Eagles í hollensku úrvalsdeildini í fótbolta í dag. Liðið þurfti að þola tap.

FC København vann slaginn við erkifjandann

Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FC København þegar liðið vann sannfærandi 4-1 sigur á móti Bröndby í fjórðu umferð dönsku efstu deildarinnar í dag.

Ófarir Malmö halda áfram

Sirius hafði betur með tveimur mörkum gegn einu þegar liðið mætti Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag.

Andri Fannar lék sína fyrstu mínútur fyrir NEC

Andri Fannar Baldursson lék sínar fyrstu mínútur fyrir NEC Nijmegen í hollensku efstu deildinni í fótbolta karla þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Twente í fyrstu umferð deildarinnar í dag. 

Ronaldo fær hlýjar móttökur á Old Trafford

Manchester United mætir Brighton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta karla klukkan 13.00 í dag. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíða Cristiano Ronaldos í sumar en hann er mættur á Old Trafford og fékk góðar móttökur hjá stuðningsmönnum Manchester United sem mættir eru á svæðið.

Haaland: Auðvitað er pressa

Erling Haaland mun líkelga spila fyrsta deildarleik sinn fyrir Englandsmeistara Manchester City er liðið fær West Ham United í heimsókn í fyrstu umferð ensk úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Hann segir pressu á sér að skora mörk.

Vildu ekki sjá Partey: „Ofbeldismenn verða að sæta ábyrgð burt séð frá mikilvægi þeirra“

Borða sem var flogið aftan úr flugvél yfir Selhurst Park, heimavelli Crystal Palace, þegar Arsenal vann þar 2-0 sigur í upphafsleik ensku úrvalsdeildarinnar á föstudagskvöld hefur vakið athygli. Stuðningsmenn Arsenal voru að baki borðanum ásamt kvenréttindabaráttuhreyfingunni Level Up. Stuðningsmennirnir vilja ekki sjá Ganamanninn Thomas Partey í liði sínu á meðan nauðgunarkærur hanga yfir honum.

Tuchel vill fleiri leikmenn

Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, var ánægður að hefja leiktíðina í ensku úrvalsdeildinni á sigri. Hann segist þó vilja bæta við hóp sinn.

Klopp: „Fengum stig úr virkilega slökum leik“

Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var að vonum óánægður eftir 2-2 jafntefli liðs hans við nýliða Fulham í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Hann segir sína menn einfaldlega ekki hafa mætt til leiks.

Rosenborg vann í frumraun Kristals Mána

Kristall Máni Ingason spilaði sinn fyrsta leik fyrir Rosenborg í Noregi er liðið vann 2-1 sigur á HamKam í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Þriðji sigur Þórsara í röð

Þór Akureyri vann 1-0 sigur á Vestra í síðasta leik 15. umferð í Lengjudeild karla í fótbolta í dag. Austankonur lögðu þá Grindavík í Lengjudeild kvenna.

Selma Sól á skotskónum í sigri Rosenborgar

Selma Sól Magnúsdóttir skoraði eitt marka Rosenborgar í 5-0 sigri liðsins á botnliða Röa í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Ingibjörg Sigurðardóttir spilaði ekki fyrir Vålerenga.

Jón Daði kom inn af bekknum í öruggum sigri

Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson lék seinustu tuttugu mínútur leiksins er Bolton vann öruggan 3-0 sigur gegn Wycombe Wanderers í ensku C-deildinni í knattspyrnu í dag.

Alfons og félagar unnu risasigur

Alfons Sampsted og félagar hans í BodÖ/Glimt unnu afar sannfærandi 7-0 sigur er liðið tók á móti Odd í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.