Fleiri fréttir

Niðurfelling máls Arons og Eggerts kærð
Konan sem kærði Aron Einar Gunnarsson og Eggert Gunnþór Jónsson fyrir hópnauðgun í Kaupmannahöfn sumarið 2010 hefur kært ákvörðun héraðssaksóknara um að fella málið niður.

Enginn gefið Arnari það til kynna að viðkomandi sé hættur í landsliðinu
Arnór Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, var ekki bara spurður út í fjarveru Arons Einars Gunnarsson úr landsliðshópi hans á blaðamannafundi í dag heldur einnig um fleiri leikmenn úr „gamla bandinu“ sem eru enn að spila sem atvinnumenn í sterkum deildum en gefa ekki kost á sér í landsliðið.

Reyndi að fá Hólmar aftur í landsliðið: „Maður er með nei en getur fengið já“
Arnar Þór Viðarsson reyndi að fá Hólmar Örn Eyjólfsson til að gefa aftur kost á sér í íslenska landsliðið fyrir leikina fjóra í næsta mánuði.

Segir að Aron falli enn undir ákvörðun stjórnar KSÍ
Arnar Þór Viðarsson segir að vegna nýsamþykktrar viðbragðsáætlunar stjórnar KSÍ hafi ekki komið til greina að velja Aron Einar Gunnarsson í nýjasta landsliðshópinn í fótbolta.

Aron ekki í landsliðinu en einn nýliði
Arnar Þór Viðarsson hefur valið 25 leikmenn í landsliðshóp karla í fótbolta sem leikur í Þjóðadeildinni í byrjun júní. Aron Einar Gunnarsson er ekki í hópnum frekar en síðastliðið ár.

Stuðningsmaður Tottenham í hópi nýju eiganda Chelsea
Todd Boehly hefur farið fyrir samsteypu fjármagnseiganda sem mynda nýjan eigandahóp enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea en það eru aðrir sem eiga nú meira en hann í félaginu.

Svona var fundurinn þegar Arnar kynnti nýjan landsliðshóp
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag þar sem hann kynnti landsliðshóp sinn fyrir komandi leiki.

„Ég er aðeins að verða gráðug núna“
Miðvörðurinn Arna Sif Ásgrímsdóttir tryggði Valskonum 1-0 sigur á Breiðabliki í stórleik Bestu deildar kvenna í gærkvöldi en Arna var síðan gestur í Bestu mörkunum eftir leikinn.

Stjórn KSÍ: Viðkomandi stígur til hliðar á meðan meðferð máls stendur yfir
Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur samþykkt viðbragðsáætlun KSÍ en málið var tekið fyrir á fundi stjórnar KSÍ 19. maí síðastliðinn og endanlega samþykkt á framhaldsfundi stjórnar 23. maí. KSÍ segir frá þessu á heimasíðu sinni í dag.

Breska ríkisútvarpið þurfti að biðja Manchester United afsökunar
Yfirmenn BBC, sem er breska ríkisútvarpið, hafa nú stigið fram og beðið enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United afsökunar.

„Beta er drottning í Kristianstad“
Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, segir það afar dýrmætt að hafa fengið að spila eitt tímabil undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur hjá Kristianstad. Hún talar afar vel um Elísabetu sem hefur stýrt Kristianstad frá 2009.

Þjálfari PSG sendur í leyfi vegna ásakana um óviðeigandi hegðun
Paris Saint-Germain hefur sent þjálfara kvennaliðs félagsins í fótbolta í leyfi vegna ásakana um óviðeigandi hegðun.

Dýraníðingurinn Zouma játar sök
Kurt Zouma, leikmaður enska knattspyrnufélagsins West Ham, játaði sök í tveimur ákæruliðum vegna dýraníðs fyrir rétti í Lundúnum í dag.

Klopp valinn þjálfari ársins á Englandi
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur verið valinn stjóri ársins á Englandi af samtökum knattspyrnustjóra þar í landi.

Dalvík/Reynir sló Lengjudeildarlið Þórs úr leik
Seinni fjórum leikjum kvöldsins í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla var að ljúka rétt í þessu og þar var boðið upp á óvænt úrslit þegar 3. deildarlið Dalvíkur/Reynis sló Lengjudeildarlið Þórs úr leik með 2-0 sigri.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Valur 0-1 | Meistararnir höfðu betur í stórleiknum
Valskonur unnu góðan 0-1 sigur er liðið heimsótti Breiðablik í stórleik sjöttu umferðar í Bestu-deild kvenna í fótbolta í kvöld.

„Skil ekki af hverju Arna Sif er ekki valin í landsliðið“
Valur vann 1-0 sigur gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var afar ánægður eftir leik.

ÍA í 16-liða úrslit eftir nauman sigur gegn Sindra
Fjórum leikjum í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla var að ljúka nú rétt í þessu. Skagamenn þurftu að hafa fyrir hlutunum er liðið heimsótti 3. deildarlið Sindra, en ÍA vann 5-3 útisigur eftir að hafa lent undir í tvígang.

Enska úrvalsdeildin samþykkir yfirtöku Boehly á Chelsea
Enska úrvalsdeildin hefur samþykkt kauptilboð hóps sem leiddur er af fjárfestinum Todd Boehly, meðeiganda hafnaboltaliðsins Los Angeles Dodgers, á enska knattspyrnufélaginu Chelsea.

Conte fær auka 150 milljónir punda til að eyða í sumar
Stærstu hluthafar enska knattspyrnufélagsins Tottenham Hotspur, ENIC Sports Inc, ætla sér að setja auka 150 milljónir punda í félagið eftir að liðið tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina.

Hefur endað tíu ára bið eftir titli tvö tímabil í röð
Franski markvörðurinn Mike Maignan er kannski ekki sá þekktasti í boltanum en frammistaða hans undanfarin ár er langt komin með að breyta því.

Ancelotti ekki reiður út í Kylian Mbappe
Carlo Ancelotti er ekki í hópi þeirra sem úthúða ákvörðun franska knattspyrnumannsins Kylian Mbappe um að hafna samningi við Real Madrid og semja frekar aftur við Paris Saint-Germain.

Eitt helsta stjörnupar fótboltans hætt saman
Alphonso Davies, leikmaður Bayern München, hefur staðfest að hann sé hættur með fótboltakonunni Jordyn Huitema.

Blikakonur verða í neðri hluta Bestu deildarinnar ef þær tapa fyrir Val í kvöld
Eftir kvöldið í kvöld þá verður búið að spila einn þriðjung af Íslandsmóti kvenna í fótbolta en sjöttu umferð Bestu deilda kvenna lýkur þá með stórleik Breiðabliks og Vals á Kópavogsvellinum.

Jarrod Bowen og James Justin eru nýjustu landsliðsmenn Englendinga
Vængmaður West Ham og bakvörður Leicester eru nýju andlitin í enska landsliðinu í fótbolta og nýkrýndur Ítalíumeistari með AC Milan snýr aftur inn í landsliðshópinn.

Goðsögnum Keflavíkur hent í ruslið og nú skal hefnt
Það er sannkallaður hefndarhugur í nokkrum fyrrverandi leikmönnum Keflavíkur sem klæðast Njarðvíkurtreyju annað kvöld í Reykjanesbæjarslag í Mjólkurbikar karla í fótbolta.

Dóttir Mo Salah heldur áfram að skora fyrir framan Kop-stúkuna
Liverpool stuðningsmenn fengu ekki að fagna titlinum eftir lokaleikinn á Anfield en misstu ekki af tækifærinu að hylla elstu dóttur markahetjunnar sinnar.

Man. United í fleiri daga á toppnum en Liverpool á tímabilinu
Liverpool var hársbreidd frá því að vinna enska meistaratitilinn en þrjú mörk Manchester City í lokin tryggðu liðinu sigur á Aston Villa og eins stigs forskot á Liverpool.

Ræða Zlatans inn í klefa endaði á miklum látum
AC Milan varð ítalskur meistari um helgina í fyrsta sinn síðan 2011. Líkt og þá var Zlatan Ibrahimović forsprakki liðsins.

Viðar segir norskum fjölmiðlamanni að fara að vinna vinnuna sína
Viðar Örn Kjartansson er kominn í fjölmiðlastríð við norskan fótboltasérfræðing sem hafði gagnrýnt leik hans og þá sérstaklega litla vinnusemi hans á vellinum.

Fermingargjöfin sem ól af sér fyrsta atvinnumann Hvammstanga
Þær eru ófáar bílferðirnar, ofan á allar æfingarnar og meðfædda hæfileika, sem liggja að baki því að Hvammstangi eignaðist fulltrúa í ítölsku A-deildinni í fótbolta um helgina þegar Hilmir Rafn Mikaelsson steig þar sín fyrstu skref. Fermingargjöfin frá mömmu og pabba hjálpaði líka til.

Mbappé ræddi við Liverpool
Svo virðist sem fleiri lið en Real Madrid og Paris Saint-Germain hafi komið til greina hjá frönsku stórstjörnunni Kylian Mbappé. Hann ræddi nefnilega við Liverpool.

Leikhús fáránleikans: Sá um leikgreiningu Man United frá Moskvu
Það hefur margt undarlegt gengið á hjá enska fótboltafélaginu Manchester United á undanförnum árum. Eftir að Ralf Rangnick tók tímabundið við sem þjálfari áður en hann myndi færa sig um set og verða ráðgjafi fóru hlutirnir einfaldlega úr böndunum.

Mest skorað á Kópavogsvelli og í Víkinni | Minnst í Vesturbænum
Breiðablik hefur farið frábærlega af stað í Bestu deild karla og unnið alla sjö heimaleiki sína. Íslands- og bikarmeistarar Víkings hafa ekki farið jafn vel af stað en heimavöllur liðsins hefur hins vegar boðið upp á mikla skemmtun, þó ekki endilega fyrir Víkinga.

„Allt liðið er á bak við Írisi og fjölskyldu hennar“
Þróttur vann 1-2 útisigur í Keflavík í Bestu-deild kvenna í kvöld. Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, sagði að sigurinn í kvöld væri fyrir Írisi Dögg Gunnarsdóttur, markvörð Þróttar, og fjölskyldu hennar en afi Írisar var borin til grafar fyrr í dag.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík 1-2 Þróttur | Þróttur fer á topp Bestu-deildarinnar
Þróttur sótti stigin þrjú í Keflavík í Bestu-deild kvenna í kvöld með dramatískum 1-2 sigri þar sem sigurmarkið kom á 90. mínútu leiksins. Með sigrinum fer Þróttur á topp deildarinnar.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 3-1 | Fyrsta tap Selfyssinga kom í Garðabæ
Stjörnukonur urðu fyrsta lið Bestu deildar kvenna í fótbolta til að vinna Selfoss er liðin mættust í Garðabænum í kvöld. Lokatölur 3-1 heimaliðinu í vil sem er nú komið upp í 4. sæti deildarinnar með aðeins stigi minna en Selfyssingar.

Arnar Páll eftir fyrsta sigur KR í Bestu deildinni: „Skemmtilegast í heimi“
KR vann sinn fyrsta leik á tímabilinu gegn Aftureldingu í 6. umferð Bestu deildar kvenna á Meistaravöllum í kvöld. Marcella Barberic skoraði eina mark leiksins á 88. mínútu.

Segir Man Utd alltaf hafa eytt því fjármagni sem til þarf í nýja leikmenn
Avram Glazer, eigandi Manchester United, ræddi stuttlega við Sky Sports. Hann sagði að Glazer-fjölskyldan hefði alltaf eytt þeim peningum sem nauðsynlegt væri í nýja leikmenn. Þá sagði Avram að hann hefði fulla trú á Erik ten Hag, nýráðnum þjálfara félagsins.

Umfjöllun og viðtöl: KR - Afturelding 1-0 | Heimakonur komnar á blað í Bestu deildinni
KR vann 1-0 sigur á Aftureldingu í sjöttu umferð Bestu deildar kvenna á Meistaravöllum í kvöld. Þetta voru fyrstu stig KR á tímabilinu en liðin eru nú bæði með þrjú stig í tveimur neðstu sætum deildarinnar. Marcella Barberic skoraði eina mark leiksins á 88. mínútu.

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Þór/KA 5-4 | Markasúpa í Eyjum
ÍBV vann ótrúlegan 5-4 sigur á Þór/KA í Bestu deild kvenna í fótbolta. ÍBV lenti 0-3 undir en jafnaði í 3-3 áður en liðið var 3-4 undir þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Aftur sneri liðið leiknum sér í hag og vann 5-4 sigur í ótrúlegum leik.

Hörður Björgvin um stríðið í Úkraínu: Leiðinlegt mál sem ég get ekki tjáð mig neitt um
Hörður Björgvin hefur verið í röðum CSKA síðan 2018 en er samningslaus í dag. Hann ræddi við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakka Stöðvar 2. Ræddi hann meðal annars um tíma sinn hjá CSKA og tímann eftir að Rússland réðst inn í Úkraínu.

Freyr stýrði Lyngby upp í úrvalsdeild | Aron lagði upp er Horsens fór einnig upp
Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í Lyngby munu leika í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta á næstu leiktíð. Sætið var tryggt með 1-1 jafntefli gegn Nyköbing á útivelli í kvöld. Þá lagði Aron Sigurðarson upp eitt marka Horsens er liðið vann 4-0 útisigur á Fredericia og tryggði sér einnig sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Dýraníðingurinn Kurt Zouma fer fyrir dómara í vikunni
Kurt Zouma, dýraníðingur og miðvörður enska fótboltafélagsins West Ham United, þarf að mæta fyrir dómara á morgun, þriðjudag, vegna þess ofbeldis sem hann beitti þáverandi gæludýr sín.

Stöðvaði PSG í fyrra en stóð nú vaktina er AC Milan vann eftir meira en áratug
Þegar Gianluigi Donnarumma – landsliðsmarkvörður Ítalíu – ákvað að yfirgefa AC Milan og halda til Parísar voru góð ráð dýr en Donnarumma hafði varið mark AC Milan frá því hann var aðeins táningur. Inn kom Mike Maignan, mögulega bestu kaup AC Milan síðari ára.