Fleiri fréttir

Lyon búið að finna nýja Söru
Franska knattspyrnufélagið Lyon missir Söru Björk Gunnarsdóttur úr sínum röðum í sumar en hefur fundið aðra Söru sem kemur til með að efla liðið á næstu leiktíð.

Segir umgjörðina og aðstöðuna hjá Breiðabliki betri en hjá Frankfurt
Breiðabliksþema var í upphitunarþætti Bestu markanna fyrir 5. umferð Bestu deildar kvenna sem hefst á morgun. Blikarnir Ásta Eir Árnadóttir og Alexandra Jóhannsdóttir voru gestir Helenu Ólafsdóttur.

KR ekki með vallarþul og virka klukku: „Ekki boðlegt í Bestu deildinni“
Umgjörðin hjá KR í síðasta leik liðsins í Bestu deild kvenna í fótbolta þótti hreint ekki til fyrirmyndar og var gagnrýnd í nýjasta þætti Bestu markanna.

De Bruyne um Sterling: Gæti ekki verið ólíkari en ímynd hans í slúðurblöðunum
Raheem Sterling fær mjög ósanngjarna meðferð hjá breskum fjölmiðlum ef marka má liðsfélaga hans og stórstjörnu hjá Manchester City.

Sokknum verður ekki skilað og það hlakkar ekki í Helenu
Keflavíkurkonur voru á toppi Bestu deildar kvenna eftir tvær umferðir og sendu í framhaldinu Bestu mörkunum sokk. Síðan hefur liðið tapað tveimur leikjum í röð þar af á móti nýliðum Aftureldingar á heimavelli í síðasta leik.

Bikarmeistararnir austur og Valskonur á Sauðárkrók
Bikarmeistarar Breiðabliks eiga fyrir höndum ferðalag austur á land í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í fótbolta.

„Skrýtnasta dómgæsla sem ég hef séð“
Forráðamenn knattspyrnuliðsins FC Árbæjar ætla að leita réttar síns hjá KSÍ eftir að hafa komist að því að dómari í fyrsta leik þeirra í 4. deildinni í sumar, gegn Skallagrími í Borgarnesi í gærkvöld, hefur leikið með Skallagrími síðustu ár.

„Ég er bara svo ánægð að hún komi heim“
Bestu mörkin ræddu endurkomu Alexöndru Jóhannsdóttur í íslensku deildina en hún kom til Breiðabliks á láni á dögunum og skoraði í sigri á KR í fyrsta leik. Fyrst var spilað viðtal Vals Páls Eiríkssonar við landsliðskonuna.

Besta byrjunin síðan að ofurlið KR-inga vann alla leiki sína fyrir 63 árum
Blikar urðu í gær aðeins sjöunda liðið í sögu efstu deildar til að vinna sex fyrstu leiki sína á Íslandsmótinu en það þarf að fara allt aftur til ársins 1959 til að finna lið með betri markatölu.

Lineker hefur ekki áhyggjur af Jake og segir að margir komi nú út úr skápnum
Enski knattspyrnumaðurinn Jake Daniels varð í gær fyrsti fótboltamaðurinn í meira en þrjá áratugi sem segir frá því opinberlega að hann sé samkynhneigður.

Heimildarmynd um Söru Björk komin út: Fótboltakonur þurfa ekki að velja á milli
Heimildarmynd um meðgöngu landsliðskonunnar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og endurkomu hennar inn á fótboltavöllinn er nú komin í loftið.

Sjáðu Blika fara illa með meistarana og hvernig nýi gamli maðurinn bjargaði KR
Sjöttu umferð Bestu deildar karla í fótbolta lauk í gær með þremur leikjum og eftir leikinn munar orðið átta stigum á toppliði Breiðabliks og Íslandsmeisturum Víkings.

Kristall Máni sendi Blikum tóninn: Ég er ennþá með jafn marga titla og þið
Víkingurinn Kristall Máni Ingason átti ekki góðan dag í gær frekar en margir félagar hans í Víkingsliðinu. Hann kórónaði vonbrigðin með að fá rautt spjald nokkrum sekúndum fyrir leikslok.

Skoraði í Bestu deildinni 2021 og stefnir á að dæma í henni árið 2023
Skagamaðurinn Þórður Þorsteinn Þórðarson er að fara öðruvísi leið innan fótboltans en við höfum séð áður. Hann er hættur að spila þremur árum fyrir þrítugsafmælið en hefur þess í stað snúið sér að dómgæslu.

Ráðherrar hræddir um að salan á Chelsea fari ekki í gegn
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að ráðherrar ríkistjórnar Bretlands telji að mögulega muni salan á enska fótboltafélaginu Chelsea ekki ganga í gegn.

Mbappé samið um kaup og kjör við Real Madríd
Franski framherjinn Kylian Mbappé hefur náð samkomulagi við Real Madríd um að leika með liðinu á næstu leiktíð. París Saint-Germain heldur þó enn í vonina að stjörnuframherjanum snúist hugur og verði áfram í París.

Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Breiðablik 0-3 | Blikar kláruðu Íslandsmeistarana í síðari hálfleik
Breiðablik vann 3-0 útisigur á Íslandsmeisturum Víkings þegar liðin mættust í Víkinni í kvöld. Blikar eru með fullt hús stiga í Bestu Deildinni eftir sex umferðir.

Sara Björk mun yfirgefa Lyon í sumar
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, mun yfirgefa franska stórliðið Lyon í sumar er samningur hennar rennur út. Hún segir margt koma til greina.

Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - Fram 1-2 | Gestirnir með sinn fyrsta sigur og skilja Breiðhyltinga eftir á botninum
Fram heimsótti Breiðholtið og mætti Leikni Reykjavík í uppgjöri liða sem ekki höfðu unnið leik í Bestu deild karla fyrir kvöldið. Fram vann 2-1 sigur og er komið á blað. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Rúnar Kristinsson: Úrslitin glöddu en getum gert margt betur
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var sáttari við stigin þrjú en spilamennsku lærisveina sinna þegar lið hans vann 1-0 sigur gegn Keflavík á Meistaravöllum í kvöld.

Arnar: „Þú mátt ekki vorkenna sjálfum þér of mikið“
„Þetta eru vonbrigði, þetta var ekki 3-0 leikur til að byrja með. Þetta er saga okkar í sumar, tvö fyrstu mörkin. Slappur varnarleikur þar,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir 3-0 tap á heimavelli gegn Blikum í Bestu deild karla í knattspyrnu.

Jón Sveinsson: Góður sigur á erfiðum velli
Fram vann Leikni 2-1 í Reykjavíkurslag. Þetta var fyrsti sigur Fram á tímabilinu og var Jón Sveinsson, þjálfari Fram, afar kátur eftir leik.

William Cole frá FH til Borussia Dortmund
FH hefur selt hinn 16 ára gamla William Cole Campbell til þýska stórliðsins Borussia Dortmund.

Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 1-0 | Þorsteinn Már tryggði KR langþráðan heimasigur
KR lagði Keflavík að velli með einu marki gegn engu þegar liðin mættust í sjöttu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Meistaravöllum í kvöld.

Meistaradeildavonir Arsenal hanga á bláþræði eftir tap gegn Newcastle
Newcastle United gerði sér lítið fyrir og vann Arsenal 2-0 í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildarinnar. Skytturnar eru tveimur stigum á eftir nágrönnum sínum í Tottenham Hotspur þegar ein umferð er eftir af ensku úrvalsdeildinni.

Sergej Milinković-Savić bjargaði stigi fyrir Lazio
Liðin í 4. og 5. sæti Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, mættust í kvöld. Fór það svo að leikurinn endaði með 2-2 jafntefli.

Viking komið á toppinn í Noregi | Silkeborg öruggt í þriðja sæti
Íslendingalið Viking er komið á topp Eliteserien, norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Þá virðist sem Stefán Teitur Þórðarson og félagar í Silkeborg séu komnir í sumarfrí eftir að ljóst var að liðið endar í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.

Emil fór aftur í hjartastopp: „Þakklátur að þetta hafi farið vel“
Fótboltamaðurinn Emil Pálsson fór aftur í hjartastopp í síðustu viku. Emil lenti í þeirri skelfilegu lífsreynslu að fara í hjartastopp er hann var að spila með Sogndal í Noregi. Nú lenti hann í því að hníga niður á æfingu hjá FH hér á landi.

Íslendingalið Rosengård og Häcken enn ósigruð á toppnum
Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í meistaraliði Rosengård fara vel af stað í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Liðið vann enn einn sigurinn í kvöld og er sem stendur ósigrað á toppi deildarinnar. Häcken er einnig ósigrað en Íslendingarnir þar fengu ekki mikinn spiltíma í kvöld.

Leikmaður í ensku B-deildinni kom út úr skápnum | Fengið stuðning úr öllum áttum
Jake Daniels hefur átt sannkallað draumatímabil. Braut sér lið inn í aðallið Blackpool, skrifaði undir atvinnumannasamning, raðaði inn mörkum fyrir unglingalið félagsins og naut sín í botn. Það var þó alltaf eitthvað sem lá þungt á honum, þangað til nú.

Ten Hag vill halda Ronaldo hjá Man Utd
Erik ten Hag, nýráðinn þjálfari Manchester United, vill halda portúgalska framherjanum Cristiano Ronaldo í röðum félagsins.

Rúnar Már farinn frá rúmensku meisturunum
Rúnar Már Sigurjónsson er án félags eftir að hafa rift samningi sínum við rúmenska meistaraliðið Cluj.

Leiknismenn nálgast óvinsælt hálfrar aldar met sem enginn hélt að myndi falla
Leiknismenn hafa ekki ekki skorað sjálfir í Bestu deildinni í sumar því eina mark liðsins var sjálfsmark í boði Eyjamanna. Nú er svo komið að met sem flestir héldu að myndu lifa að eilífðu er í smá hættu.

Lék í sjötíu mínútur með brotið rifbein: „Ég var að drepast“
„Planið hjá honum var eflaust ekki að reyna að rifbeinsbrjóta mig,“ segir Aron Jóhannsson um það þegar FH-ingurinn Steven Lennon braut á honum í leik FH og Vals á dögunum. Eitt rifbein brotnaði þó en Aron vonast til að geta spilað fljótt aftur.

Luis Suarez og Paulo Dybala báðir á förum frá sínum félögum
Luis Suarez og Paulo Dybala eru báðir að leita sér að nýjum félögum en þetta var staðfest eftir leiki liða þeirra í gær.

Fékk gefins bikar sem var næstum því eins stór og hann
Stuðningsmenn Napoli fengu tækifæri til að kveðja mikla goðsögn á Stadio Maradona í gær og eftir leikinn fékk fyrirliði liðsins risabikar í kveðjugjöf.

Mo Salah mætti með landa sinn í hjólastól inn í klefa Liverpool eftir bikarúrslitaleikinn
Það var mikill fögnuður í búningsklefa Liverpool eftir sigurinn á Chelsea í bikarúrslitaleiknum á Wembley um helgina en þar voru ekki bara leikmenn og starfsmenn nýkrýndu bikarmeistaranna.

Kysst í bak og fyrir þegar hún kom inn á sem varamaður
Óvenjuleg skipting fór fram í lokaleik spænsku meistaranna í Barcelona í kvennadeildinni á Spáni í gær en allir leikmennirnir tuttugu og tveir inn á vellinum stilltu þá sér upp við miðlínuna í miðjum leik.

Heilarannsóknateymi hjálpaði Liverpool að vinna báða bikarana
Liverpool hefur unnið tvo titla á tímabilinu og þá báða eftir sigur í framlengdri vítakeppni á Wembley. Leikmenn Liverpool hafa verið sterkari á taugum í vítakeppnunum og það kemur ekki alveg af sjálfu sér.

Sjáðu neglu Daníels og örvfættu reynsluboltana galdra fram sigurmark
Stjarnan varð fyrsta liðið til að vinna Valsmenn í gær en eina mark leiksins kom ekki fyrr en í uppbótartíma. FH og KA unnu einnig góða sigra þegar sjötta umferð Bestu deildarinnar fór af stað en hér má ská öll mörkin frá því í gær.

Fannst ömurlegt á körfuboltaæfingum og veit ekki hvaðan löngu innköstin komu
Sveindís Jane Jónsdóttir, nýkrýndur Þýskalandsmeistari, veit ekki hvaðan hæfileiki hennar til að grýta boltanum langt inn í vítateig andstæðinganna kemur. Í yngri flokkunum stundaði hún það að kasta boltanum í mótherja og inn.

Fjölskyldur leikmanna urðu fyrir kynþáttahatri á Goodison Park í gær
Gærdagurinn var erfiður fyrir Everton í síðasta heimaleik tímabilsins og það lítur út fyrir að stuðningsmenn félagsins hafi orðið sér og sínum til skammar í mótlætinu.

Hrósaði endurkomunni og segir þetta enn vera í höndum Man City
Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hrósaði leikmönnum sínum eftir endurkomu liðsins gegn West Ham United. Meistararnir lentu 0-2 undir en komu til baka og hefðu getað náð í stigin þrjú ef Riyad Mahrez hefði ekki brennt af vítaspyrnu.

Ótrúlegt tímabil Barcelona heldur áfram: Enduðu með fullt hús stiga
Hið ótrúlega lið Barcelona vann Atlético Madríd 2-1 í spænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta í dag. Það þýðir að Barcelona endar tímabilið með fullt hús stiga, 30 sigrar í 30 leikjum.

Umfjöllun og viðtal: Stjarnan - Valur 1-0 | Fyrsta tap Vals
Oliver Haurits tryggði Stjörnunni 1-0 sigur á Val með marki í uppbótartíma er liðin mættust á Samsung-vellingum í Garðabæ í Bestu deild karla í fótbolta. Um er að ræða fyrsta tap Vals í sumar.