Fleiri fréttir

Einum sigri frá fyrsta meistara­titlinum síðan 2011

AC Milan vann 2-0 sigur á Atalanta í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Fari svo að nágrannar þeirra í Inter vinni ekki Cagliari í kvöld þá er AC Milan meistari í fyrsta sinn síðan 2011.

Svava Rós skoraði tvö er Brann fór á toppinn

Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði tvívegis er Brann vann 10-0 stórsigur á Åvaldsnes í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Í Svíþjóð voru íslenskir bakverðir í eldlínunni.

Hákon Arnar kom FCK á bragðið og titillinn er í aug­sýn

FC Kaupmannahöfn vann gríðarlega mikilvægan 2-0 útisigur á Randers í baráttunni um danska meistaratitilinn í fótbolta. Hákon Arnar Haraldsson kom FCK á bragðið en liðið er nú hársbreidd frá því að vinna dönsku úrvalsdeildina.

Albert og félagar nálgast fall

Albert Guðmundsson og félagar hans í Genoa þurfa nú sigur í lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar og treysta á hagstæð úrslit annarsstaðar til að halda sæti sínu í deildinni eftir 3-0 tap gegn Napoli í dag.

Hefur ekkert getað en er ekki á förum

Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, segir Eden Hazard ekki vera á förum frá félaginu þó dvöl hans hafi til þessa verið algjörlega misheppnuð.

Bellingham ætlar ekki að fylgja Haaland til Englands

Þýska úrvalsdeildarliðið Borussia Dortmund þarf ekki að hafa áhyggjur af því að missa annan af sínum verðmætustu leikmönnum í sumar en ljóst er að sá verðmætasti mun yfirgefa félagið þar sem Norðmaðurinn Erling Braut Haaland er á leið til ensku meistaranna í Manchester City.

Meiðsli Liverpool stjarnanna ekki alvarleg

Jurgen Klopp reiknar með að Mohamed Salah og Virgil van Dijk verði báðir klárir í slaginn fljótt eftir að hafa þurft að fara meiddir af velli í bikarúrslitaleik Liverpool og Chelsea í dag.

Klopp: Ég gæti ekki verið stoltari

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var að vonum í skýjunum eftir að hafa séð lið sitt tryggja enska bikarmeistaratitilinn á Wembley í dag.

Haaland skoraði í kveðjuleiknum | Alfreð kom inná í sigri

Lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar fór fram í dag þegar níu leikir voru spilaðir á sama tíma. Norski framherjinn Erling Braut Haaland skoraði í kveðjuleik sínum er Dortmund vann 2-1 endurkomusigur gegn Hertha Berlin og Alfreð Finnbogason kom inn af varamannabekknum í 2-1 sigri Augsbyrg gegn Greuther Fürth.

Stefnir í metfjölda áhorfenda á kvennaleik á Englandi

Úrslitaleikur FA-bikars kvenna fer fram á morgun þegar Chelsea og Manchester City eigast við á Wembley. Nú þegar er búið að selja yfir 55 þúsund miða á leikinn og því stefnir í að nýtt áhorfendamet verði sett á kvennaleik á Englandi.

Son myndi fórna markakóngstitlinum fyrir Meistaradeildarsæti

Heung-Min Son er í harðri baráttu við Liverpool-manninn Mohamed Salah um markakóngstitilinn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Kóreumaðurinn segist hins vegar vera tilbúinn að fórna titlinum ef það þýðir að Tottenham vinnur sér inn sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.

Tuchel: Klopp er einn allra, allra besti þjálfari heims

Thomas Tuchel og lærisveinar hans í Chelsea mæta Liverpool í úrslitum FA-bikarsins á Wembley í dag. Tuchel ber mikla virðingu fyrir kollega sínum hjá Liverpool, Jürgen Klopp, og segir hann vera einn allra besta þjálfara heims.

„Án heppni áttu ekki möguleika“

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, freistar þess í dag að vinna sinn fyrsta FA-bikar síðan hann tók við liðinu fyrir sjö árum og halda þannig draumnum um fernuna á lífi.

„Sokknum verður ekki skilað“

Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, sagði að liðið sitt hefði ekki mætt klárt til leiks gegn Aftureldingu í 1-2 tapi liðsins í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna í fótbolta.

Alexandra alsæl að koma heim: Þurfti að pressa smá á þá

Alexandra Jóhannsdóttir kynnti sig til leiks í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld með marki eftir aðeins fimm mínútna leik í 4-0 sigri Breiðabliks á KR í Frostaskjóli. Alexandra hafði aðeins mætt á tvær æfingar með liðinu fyrir leik kvöldsins.

Sjá næstu 50 fréttir