Fleiri fréttir

Messi: Eins og dómarinn geri þetta vísvitandi

Brasilíumenn geta farið að bóka flug á HM í Katar eftir enn einn sigurinn í undankeppninni í Suður-Ameríku í nótt. Lionel Messi skaut á brasilískan dómara eftir 1-0 sigur Argentínu á Perú.

Arsenal og Lyon með stórsigra í Meistaradeildinni

Öllum fjórum leikjum dagsins er nú lokið í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu. Í kvöldleikjunum unnu Arsenal 4-0 sigur gegn Hoffenheim í C-riðli, og Lyon 5-0 sigur gegn Benfica í D-riðli.

Öruggt hjá Bayern í Íslendingaslag

Bayern München, lið Glódísar Perlu Viggósdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, tók á móti sænska liðinu Häcken sem Diljá Ýr Zomers leikur með, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Glódís Perla spilaði allan leikinn í hjarta varnar Bayern sem vann góðan 4-0 sigur.

Segir að Stjarnan fái ekki Heimi

Heimir Hallgrímsson verður ekki næsti þjálfari karlaliðs Stjörnunnar. Þetta segir Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnandi Dr. Football.

Naut þess ekkert að eyðileggja draum Gerrards

Demba Ba segist ekki hafa verið með það í huga að „eyðileggja draum Liverpool“ þegar hann skoraði markið sem leiddi til þess að Englandsmeistaratitillinn rann Liverpool úr greipum árið 2014.

„Mamma mín skutlar mér ennþá á æfingar“

Ungstirni Bayern München og þýska landsliðsins valdi það að spila frekar fyrir Þýskaland en fyrir England. Í vikunni skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir þýska landsliðið.

Bað Messi um að fyrir­gefa móður sinni

Það er ekki öll vitleysan eins þegar kemur að þeim Lionel Messi og Cristiano Ronaldo, tveimur bestu knattspyrnumönnum sögunnar. Þurfa þeir að höndla allskyns undarlega skilaboð en Messi fékk ein slík nýverið.

Stórsigrar hjá PSG og Wolfsburg

Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu er nú lokið. París Saint-Germain og Wolfsburg unnu bæði stórsigra, lokatölur í leikjunum báðum 5-0 heimaliðunum í vil.

Greindist með eitil­frumu­krabba­mein

David Brooks, leikmaður AFC Bournemouth í ensku B-deildinni í knattspyrnu og landsliðsmaður Wales, greindist með eitilfrumukrabbamein á öðru stigi. Greindi hann sjálfur frá veikindunum á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Margir úrslitaleikir fram undan

Þrjú lið hafa nú tryggt sér sæti á heimsmeistaramóti karla í fótbolta í Katar sem fram fer í nóvember og desember á næsta ári. Fram undan eru því leikir upp á líf og dauða í mörgum riðlum í undankeppninni í Evrópu.

Heimir mögulega að taka við Stjörnunni

Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, segist hafa átt í viðræðum við fjölmörg félög en vildi ekki tjá sig um orðróminn þess efnis að hann gæti verið að taka við Stjörnunni.

Aníta og Óskar stýra Fram

Knattspyrnudeild Fram hefur ráðið þau Anítu Lísu Svansdóttur og Óskar Smára Haraldsson sem þjálfara kvennaliðs félagsins til næstu tveggja ára. Þau munu einnig þjálfa 4. flokk kvenna hjá félaginu og vinna að uppbyggingu kvennaknattspyrnunnar hjá Fram.

Simeone: Ég spurði Suarez hvort Messi væri til í að koma

Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico Madrid, hafði áhuga á því að fá Lionel Messi til liðsins þegar Argentínumaðurinn yfirgaf Barcelona í haust. Messi hefur sagt frá því sjálfur að mörg félög hafi forvitnast um hann.

Blikar mæta stórliði sem var ekki til í fyrra

Blikakonur mæta liði eins þekktasta knattspyrnufélags heims í kvöld í öðrum leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Kvennalið Real Madrid varð hins vegar ekki til fyrr en í fyrrasumar.

Umbi Haalands fundar með City

Mino Raiola, umboðsmaður markaskorarans Erlings Haaland, mun hefja viðræður við Manchester City í janúar varðandi möguleikann á að Norðmaðurinn fari til enska félagsins næsta sumar.

Leikmenn fá aðeins viku í undirbúning fyrir HM

Eins og flestir vita mun heimsmeistaramótið í knattspyrnu fara fram í Katar á næsta ári. Vegna mikils hita yfir sumartímann verður leikið í nóvember og desember, en leikmenn munu ekki losna frá félagsliðum sínum fyrr en viku áður en mótið hefst.

Svíar á toppi B-riðils | Ronaldo með enn eina þrennuna

Alls fóru fram 14 leikir í undankeppni HM 2022 í kvöld. Svíar lyftu sér upp fyrir Spánverja í efsta sæti B-riðils með 2-0 sigri gegn Grikkjum og Cristiano Ronaldo skoraði þrennu þegar að Portúgal vann öruggan 5-0 sigur gegn Lúxemborg svo eitthvað sé nefnt.

Mæhle tryggði Dönum sæti á HM

Danmörk varð í kvöld annað liðið til að tryggja sér farseðil á HM í Katar á næsta ári með 1-0 sigri gegn Austurríki.

Sjá næstu 50 fréttir