Fleiri fréttir

Smith-Rowe framlengir við Arsenal

Emile Smith-Rowe skrifaði í dag undir nýjan samning við Arsenal. Þessi tvítugi sóknarsinnaði miðjumaður skuldbindur sig Lundúnaliðinu til ársins 2026.

Þeir eru með að­eins meiri gæði en við

Matthías Vilhjálmsson var ekki sáttur með 0-2 tap FH á heimavelli gegn Rosenborg í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Matthías lék lengi vel með norska liðinu og fékk frábært færi til að minnka muninn.

Öruggur sigur Fjölnismanna

Fjölnir tók á móti Þrótti R. í Lengjudeild Karla í knattspyrnu í kvöld. Heimamenn unnu öruggan 3-1 sigur og lyfta sér í það minnsta tímabundið upp í fjórða sæti deildarinnar. 

Tvö íslensk töp í Sambandsdeildinni

Það voru Íslendingar í eldlínunni í tveimur leikjum sem var að ljúka í Sambandsdeild Evrópu. Jón Dagur Þorsteinsson og félagar í AGF töpuðu 2-1 gegn Larne frá Norður-Írlandi og á sama tíma þurftu Óskar Sverrisson og félagar í Häcken að sætta sig við 5-1 tap gegn skoska liðinu Aberdeen.

Jón Guðni og félagar með sigur í Sambandsdeildinni

Jón Guðni Fjóluson og félagar hans í Hammarby tóku á móti slóvenska liðinu Maribor í annari umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Jón Guðni lék allan leikinn í hjarta varnar Hammarby sem vann sterkan 3-1 sigur.

Celtic sækir liðsstyrk frá Akureyri

María Catharina Ólafsdóttir Gros, leikmaður Þórs/KA, er gengin til liðs við skoska úrvalsdeildarfélagið Celtic frá Glasgow. María skrifar undir tveggja ára samning við félagið.

Ítalíu­meistararnir fara heldur ekki til Flórída

Ítalíumeistarar Inter Milan hafa ákveðið að fara ekki til Flórída og taka þátt í samnefndu æfingamóti vegna kórónuveiruna. Aðeins eru tvö lið eftir á mótinu eins og staðan er í dag.

„Þurfum að spila töluvert betur en við gerðum á laugardaginn“

„Þetta er hörkulið, Bodö/Glimt, gott sóknarlið, eru aggressívir og spila góðan fótbolta. Þannig að þetta verður vonandi hörkuleikur,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta, sem verður í eldlínunni gegn Noregsmeisturunum á Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Frá í allt að hálft ár

Anna Rakel Pétursdóttir, leikmaður Vals í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta, er á leið í aðgerð og verður frá út árið.

Óvænt hættur 17 dögum fyrir mót

Steve Cooper gekk frá þjálfarastarfi sínu hjá Swansea City í dag eftir tveggja ára starf, þegar aðeins 17 dagar eru þar til keppni fer af stað í Championship-deildinni. Hinn 41 árs gamli Walesverji var nálægt því að stýra liðinu upp í úrvalsdeildina í vor.

Skrifa söguna í Tókýó

Brasilísku fótboltagoðsagnirnar Marta og Formiga skrifuðu söguna í opnunarleik Ólympíuleikanna í Japan sem Brasilía vann 5-0 gegn Kína í morgun.

KR áfram á toppnum - loks vann Augnablik

11. umferð fór fram í Lengjudeild kvenna í fótbolta í kvöld. Toppliðin þrjú í deildinni unnu öll og þá vann botnlið Augnabliks sinn fyrsta sigur síðan í fyrstu umferð.

Átján ára strákur í markinu fram yfir Ögmund

Ögmundur Kristinsson sat á varamannabekk Olympiakos er liðið vann 1-0 sigur á FK Neftchi frá Baku í Aserbaídsjan í 2. umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Átján ára gutti var á milli stanganna hjá Olympiakos á kostnað Ögmundar.

Skoraði þrennu í sjö marka tapi

Barbra Banda mun seint gleyma leik Sambíu og Hollands á Ólympíuleikunum í knattspyrnu sem fram fór í dag. Hún skoraði öll þrjú mörk Sambíu í 3-10 tapi. Þá skoraði Christine Sinclair sitt 187. landsliðsmark í 300. leiknum sínum fyrir Kanada.

Amanda með mark mánaðarins í Noregi

Amanda Andradóttir, leikmaður Noregsmeistara Vålerenga í knattspyrnu, skoraði flottasta mark norsku úrvalsdeildarinnar í júní að mati áhorfenda deildarinnar.

Sjö marka sveifla milli leikja

Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu stórsigur á ÍBV er liðin mættust á Kópavogsvelli í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu. Lokatölur 7-2 sem þýðir að um sjö marka sveiflu er að ræða frá fyrri leik liðanna sem ÍBV vann 4-2 í Vestmannaeyjum.

Andros Townsend og Asmir Begovic til Everton

Andros Townsend og Asmir Begovic eru gengnir til liðs við Everton. Townsend, sem er þrítugur kantmaður, skrifar undir tveggja ára samning, en Begovic, sem er 34 ára markvörður, skrifar undir eins árs samning, með möguleika á framlengingu um eitt ár.

Sjá næstu 50 fréttir