Fleiri fréttir

Benitez segir vanta karakter í leikmenn Chelsea

Hinn spænski bráðabirgðastjóri Chelsea, Rafa Benitez, er alls ekki sáttur við sína menn enda hefur hvorki gengið né rekið í fyrstu leikjum liðsins undir hans stjórn.

Sjáðu öll tilþrifin úr enska boltanum á Vísi

Sem fyrr má sjá öll tilþrifin í enska boltanum um helgina á Vísi. Mikið fjör var um helgina þar sem Man. Utd vann ævintýralegan 3-4 sigur á Reading og svo tapaði Chelsea gegn West Ham.

Ragnar skoraði í sigri FCK

Ragnar Sigurðsson skoraði annað mark FC Kaupmannahafnar sem sigraði Randers 2-0 í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Staðan í hálfleik var 2-0. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik.

Tap hjá Jóhanni Berg og AZ

Jóhann Berg Guðmundsson lék fyrstu 68 mínúturnar þegar AZ Alkmaar tapaði 2-1 á útivelli fyrir Utrecht. Vandræði AZ halda áfram en liðið er aðeins með tvö stig í fimm síðustu leikjum sínum.

Guðlaugur Victor lék allan leikinn fyrir NEC

Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn fyrir NEC sem gerði 1-1 jafntefli við NAC Breda í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Bæði mörkin voru skoruð í seinni hálfleik.

Pellegrino tók pokann sinn eftir stórt tap

Mauricio Pellegrino var í gærkvöldi sagt upp störfum sem þjálfari Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Uppsögnin kom í kjölfarið á 5-2 tapi liðsins á heimavelli gegn Real Sociedad.

Birkir skoraði í stóru tapi í Napólí

Birkir Bjarnason skoraði fyrir botnlið Pescara í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar liðið tapaði 5-1 fyrir Napólí á útivelli. Birkir minnkaði muninn í 2-1 í fyrri hálfleik en Pescara var manni færri í rúman hálftíma.

Alfreð skoraði í tapi Heerenveen

Alfreð Finnbogason skoraði mark Heerenveen í 3-1 tapi á útivelli gegn botnliði Willem II í efstu deild hollensku knattspyrnunnar í kvöld.

Wenger: Stuðningsmenn geta ekki verið sáttir

Arsene Wenger sagði sína menn ekki hafa átt neitt skilið út úr leik sínum gegn Swansea í dag. Walesverjarnir gerðu góða ferð til Lundúna og nældu í stigin þrjú.

Benitez: Þurfum að nýta færin okkar

Rafael Benitez tókst ekki að stýra liði sínu Chelsea til sigurs í þriðju tilraun. Chelsea tapaði 3-1 í Lundúnarslag gegn West Ham á Boylen Ground í dag.

Mist til liðs við Avaldsnes

Miðvörðurinn Mist Edvardsdóttir er genginn í raðir norska úrvalsdeildarfélagins Avaldsnes. Norskir miðlar greina frá þessu í dag.

Andy Carroll frá keppni í átta vikur

Sóknarmaðurinn Andy Carroll verður frá keppni næstu átta vikurnar eða svo. Framherjinn stæðilegi er meiddur á hné og missti af þeim sökum af viðureign West Ham og Chelsea í dag.

Stórmeistarajafntefli hjá FC Bayern og Dortmund

FC Bayern og Borussia Dortmund skildu jöfn 1-1 í stórslag helgarinnar í efstu deild þýsku knattspyrnunnar en leikið var í München í dag. Heimamenn hafa átta stiga forskot á Leverkusen á toppi deildarinnar.

Magnús Már til Valsmanna

Knattspyrnumaðurinn Magnús Már Lúðvíksson er genginn í raðir Valsmanna. Magnús Már skrifaði undir tveggja ára samning við Hlíðarendapilta.

Ísland vann til markaðsverðlauna UEFA

Á árlegri verðlaunaafhendingu UEFA fyrir markaðsmál tengd knattspyrnu, sem fram fór í gærkvöldi í Róm, hlaut Ísland verðlaun fyrir markaðssetningu á Pepsi-deildinni í knattspyrnu. Fimmtán þjóðir kepptu við Ísland í flokknum "Best Sponsorship Activation".

Væru í slæmum málum án Van Persie og Suarez

Manchester United er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og það getað þeir þakkað gjafmildi erkifjenda þeirra í Arsenal sem voru tilbúnir að selja þeir Robin van Persie í haust. Mikilvægi Robin van Persie fyrir United og mikilvægi Luis Suarez fyrir Liverpool kemur vel fram í samantekt Opta-tölfræðiþjónustu ensku úrvalsdeildarinnar. Luis Suarez er markahæsti leikmaður deildarinnar með 10 mörk en Van Persie hefur skorað einu marki minna.

Leið strax eins og ég væri heima hjá mér

Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson verður næsti atvinnumaður Íslands í knattspyrnu. Þessi efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar karla síðasta sumar er búinn að semja við norska úrvalsdeildarfélagið Viking til þriggja ára.

Litli bróðir í Madríd minnir á sig

Atlético Madrid heimsækir Real Madrid í slagnum um Madrídarborg í kvöld. Diego Simeone hefur náð frábærum árangri á innan við ári sem stjóri Atlético en þrettán ár eru síðan Atlético lagði Real að velli. Nú er lag en Atlético er aldrei þessu vant aðalkeppinautur Real.

Valur fimmta Reykjavíkurfélagið hjá Takefusa

Björgólfur Takefusa gekk í gær frá tveggja ára samningi við Valsmenn og mun spila með liðinu í Pepsi-deildinni næsta sumar. Valur er fimmta Reykjavíkurfélag Björgólfs á ferlinum og enn fremur fjórða félagið sem hann spilar með í Pepsi-deildinni á síðustu fjórum sumrum.

Sjá næstu 50 fréttir