Fleiri fréttir Southgate: Samkynhneigðir velkomnir í klefann Gareth Southgate, fyrrum landsliðsmaður Englands, telur að leikmenn myndu bjóða samkynhneigða knattspyrnumenn velkomna í búningsklefann. 30.11.2012 22:15 Mourinho óttast ekki að verða rekinn Spænskir fjölmiðlar hafa gert því skóna að það sé gríðarleg pressa á Jose Mourinho, þjálfara Real Madrid, fyrir borgarslaginn um helgina. Hafa þeir jafnvel gengið svo langt að spá því að Mourinho verði rekinn takist liðinu ekki að vinna leikinn. 30.11.2012 21:30 Arsenal hefur viðræður um Zaha Arsenal ætlar að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í janúar og félagið hefur nú hafið viðræður við Crystal Palace um kaup á Wilfried Zaha. 30.11.2012 20:45 Eyjólfur skoraði í langþráðum sigri SönderjyskE Eyjólfur Héðinsson skoraði sitt fjórða mark á tímabilinu í kvöld er lið hans, SönderjyskE, vann óvæntan útisigur, 1-3, á Horsens. 30.11.2012 19:24 Adam Örn og Daði í NEC Nijmegen Adam Örn Arnarson úr Breiðabliki og Daði Bergsson Þróttari hafa gengið til liðs við NEC Nijmegen. Tvímenningarnir skrifuðu undir tveggja og hálfs árs samning við hollenska félagið í dag. 30.11.2012 18:45 Vidic gæti snúið aftur í næstu viku Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að miðvörðurinn Nemanja Vidic gæti verið klár í slaginn gegn Cluj í Meistaradeild Evrópu í næstu viku. 30.11.2012 18:00 Joe Cole orðaður við QPR Það er um fátt annað rætt í enska boltanum en hvaða leikmenn Harry Redknapp ætli að kaupa. Hann er nýtekinn við botnliði QPR í ensku úrvalsdeildinni og honum vantar klárlega liðsstyrk. 30.11.2012 17:15 Jón Daði búinn að semja við Viking Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson er á leiðinni til Noregs en hann er búinn að samþykkja þriggja ára tilboð frá Viking. 30.11.2012 13:15 Spretthlaupari telur sig geta "lagað" Torres á tveimur vikum Breski spretthlauparinn og fyrrum Ólympíumeistarinn Darren Campbell telur sig geta hjálpað Fernando Torres. Frammistaða Spánverjans með Chelsea undanfarin tvö ár hefur valdið töluverðum vonbrigðum. 30.11.2012 12:45 Tveir stuðningsmenn Roma í fimm ára bann Tveir stuðningsmenn Roma, 25 ára og 26 ára, hafa verið bannaðir frá knattspyrnuleikjum á Ítalíu næstu fimm árin vegna aðildar að árás á stuðningsmenn Tottenham á öldurhúsi í Rómarborg á fimmtudaginn. 30.11.2012 12:00 Björgólfur Takefusa til liðs við Valsmenn Framherjinn Björgólfur Takefusa hefur gengið frá samningi við Valsmenn. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu 977 í dag. 30.11.2012 11:06 Arsenal vill lækka laun náist ekki Meistaradeildarsæti Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal vill að leikmenn sínir samþykki samninga sem fela í sér niðurskurð í launum takist félaginu ekki að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu. 30.11.2012 10:30 Fanndís með samningstilboð frá Piteå Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir hefur undir höndum samningstilboð frá sænska úrvalsdeildarliðinu Piteå. Þetta staðfestir hún í skorinortu samtali við sænska miðilinn Piteå-Tidningen. 30.11.2012 09:27 Símtalið sem breytti fótboltanum Tuttugu ár eru liðin frá því Eric Cantona gekk óvænt til liðs við Manchester United frá þáverandi Englandsmeisturum Leeds. Líklega hafa engin félagaskipti haft jafn mikil áhrif á gengi eins liðs og í tilfelli Cantona og United, sem hafði þá ekki unnið tit 30.11.2012 08:00 Hversu Veiga(r)mikill verður hann? Stjörnumenn endurheimtu son sinn á dögunum þegar Veigar Páll Gunnarsson skrifaði undir samning við félagið og er kominn heim eftir tólf ára fjarveru hjá KR og í atvinnumennsku. Fréttablaðið veltir fyrir sér mikilvægi þess að hafa mann eins og Veigar Pál. 30.11.2012 07:30 Langar helst að spila með liði í Danmörku Sauðkrækingurinn Rúnar Már Sigurjónsson er nýkominn til landsins en hann hefur verið á ferð og flugi frá því Pepsi-deildinni lauk í sumar. Þessi efnilegi Valsmaður hefur vakið athygli víða um Evrópu og er eftirsóttur. Það er því afar ólíklegt að við sjáum hann í Pepsi-deildinni næsta sumar. 30.11.2012 06:00 Boðhlaup út um þúfur | Myndband Viðureign Southampton og Norwich í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi var ekki mikið fyrir augað. Áhorfendur fengu þó heilmikið fyrir aðgangseyrinn þegar kostulegt boðhlaup fór fram í hálfleik. 29.11.2012 22:30 Villas-Boas býst við að stórliðin sýni Bale áhuga Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham, býst við því að mörg lið eigi eftir að bera víurnar í Gareth Bale þegar leikmannamarkaðurinn opnar í janúar. 29.11.2012 17:00 Moratti: Sneijder ekki neyddur til að endursemja Massimo Moratti, forseti Inter, segir ekkert til í því að félagið ætli sér að neyða Wesley Sneijder til þess að taka á sig launalækkun. Hollendingurinn hefur lítið spilað með Inter undanfarnar vikur. 29.11.2012 16:15 Messi, Iniesta og Ronaldo berjast um Gullknöttinn Alþjóðaknattspyrnusambandið tilkynnti í dag hverjir koma til greina sem knattspyrnukonur- og menn ársins 2012. 29.11.2012 14:45 Fjallað um feril Gylfa á heimasíðu úrvalsdeildarinnar | Myndband Leið Gylfa Sigurðssonar í ensku úrvalsdeildina er til umfjöllunar á heimasíðu ensku úrvalsdeildarinnar. Í fimm mínútna löngu myndbandi er rætt við íslenska vini og þjálfara Gylfa ásamt því sem leikmaðurinn ræðir sjálfur um ferilinn. 29.11.2012 14:00 Ólíklegt að Beckham snúi aftur í ensku úrvalsdeildina Það er mikil eftirspurn eftir starfskröftum enska fótboltamannsins David Beckham en hann mun leika sinn síðasta leik með LA Galaxy í bandarísku MLS deildinni um næstu helgi. Beckham telur litlar líkur á því að hann fari á ný í ensku úrvalsdeildina. 29.11.2012 13:15 Scolari líklegur til að stýra Brasilíu á HM 2014 Luiz Felipe Scolari, verður að öllum líkindum næsti þjálfari landsliðs Brasilíu. Fjölmiðlar í Brasilíu telja miklar líkur á því að hann taki við liðinu. Scolari stýrði liðinu til sigurs á HM árið 2002 og hann var þjálfari Portúgala sem komst í undanúrslit á EM 2004 og HM árið 2006. Mano Menezes, sem var þjálfari landsliðs Brasilíu, var rekinn á dögunum og er búist við því að Scolari verði kynntur til sögunnar á morgun – föstudag. 29.11.2012 12:45 Benítez vill að Torres rífi í járnin í lyftingasalnum Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Chelsea, er á þeirri skoðun að Fernando Torres framherji liðsins þurfi að rífa í lóðin í lyftingasalnum til þess að ná fyrri getu. Torres hefur átt erfitt uppdráttar frá því hann kom til Chelsea frá Liverpool fyrir um 10 milljarða kr. í lok janúar á síðasta ári. 29.11.2012 11:45 Mourinho launahæstur | Lippi og Ancelotti þéna meira en Ferguson Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Real Madrid, er launahæsti stjóri heimsins ef marka má samantekt brasilíska viðskiptatímaritsins Pluri Consultoria. 29.11.2012 11:00 Tíu handteknir þegar Bröndby lagði Rúrik og félaga Tíu stuðningsmenn voru handteknir og einn slasaðist eftir að áhorfendur þustu inn á Bröndby-leikvanginn í Kaupmannahöfn að loknum sigri heimamanna á FC Kaupmannahöfn í gærkvöldi. 29.11.2012 09:21 Spurs lagði Liverpool | Öll mörk gærkvöldsins á Vísi Tottenham vann 2-1 sigur á Liverpool í fjörlegri viðureign liðanna á White Hart Lane í Lundúnum í gær. Gareth Bale var í aðalhlutverki en Walesverjinn lagði upp mark, skoraði mark, skoraði sjálfsmark auk þess að fá áminningu fyrir leikræna tilburði. 29.11.2012 09:15 Tvö tíu marka tímabil á sama árinu Alfreð Finnbogason hefur raðað inn mörkum á árinu 2012 og hefur náð klassísku takmarki markaskorarans á tveimur stöðum – með Helsingborg í Svíþjóð og Heerenveen í Hollandi. Fréttablaðið skoðar í dag frammistöðu þessa sjóðheita markaskorara úr Kópavo 29.11.2012 06:45 Eiður skoraði og valinn maður leiksins | Myndband Eiður Smári Guðjohnsen var hetja Cercle Brugge í kvöld er hann skoraði eina mark leiksins gegn nágrannaliðinu, Club Brugge, í bikarkeppninni í kvöld. 28.11.2012 21:55 Bale í aðalhlutverki gegn Liverpool | Tæpir sigrar Manchester-liðanna Englandsmeistarar Manchester City og grannar þeirra í United unnu nauma sigra á andstæðingum sínum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Gareth Bale var í aðalhlutverki í 2-1 sigri Tottenham á Liverpool og þá skildu Everton og Arsenal jöfn 1-1. 28.11.2012 14:12 Rúrik og félagar úr leik | Arnór í undanúrslit Rúrik Gíslason var í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar sem tapaði 1-0 gegn Bröndby í átta liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í kvöld. Arnór Smárason og félagar í Esbjerg lögðu Lyngby 2-1 á útivelli og eru komnir í undanúrslit. 28.11.2012 22:28 Barcelona komst áfram í bikarnum Barcelona komst auðveldlega áfram í næstu umferð spænska konungsbikarsins í kvöld er liðið lagði Deportivo Alaves, 3-1, á heimavelli. 28.11.2012 22:26 Mancini: Við vorum heppnir Það tók meistara Man. City talsverðan tíma að brjóta vörn Wigan niður í kvöld en það hafðist um miðjan síðari hálfleik og öll þrjú stigin fóri til Manchester. 28.11.2012 22:18 Rodgers hrósar aðlögunarhæfni Gerrard Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, er á sínu fjórtánda ári hjá félaginu en hefur sjaldan þurft að fara í gegnum jafnmiklar breytingar á leikstíl liðsins og þegar Brendan Rodgers tók við stjórnartaumnum í haust. 28.11.2012 18:15 Joey Barton kominn með franskan hreim Enski miðjumaðurinn Joey Barton spilaði um helgina sinn fyrsta deildarleik fyrir Marseille. Á blaðamannafundi að leiknum loknum bauð Barton upp á ensku með frönskum hreim. 28.11.2012 16:45 Zico flúinn frá Írak Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Zico er hættur sem þjálfari knattspyrnulandsliðs Íraks en hann hefur verið þjálfari liðsins í fimmtán mánuði. 28.11.2012 15:15 Marca: PSG býður Mourinho óútfyllta ávísun Spænskir fjölmiðlar skrifa nú daglega um framtíð Jose Mourinho hjá Real Madrid og miklar vangaveltur eru í gangi að hann fari frá félaginu í vor. Til viðbótar berast fréttir af því að að franska félagið Paris Saint-Germain sé tilbúið að gera allt til þess að fá hann til sín. 28.11.2012 14:30 Ferguson: Rafael var frábær Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði brasilíska bakverðinum Rafael fyrir hans frammistöðu í 1-0 heimasigri á West Ham. 28.11.2012 14:23 Benitez svekktur eftir annað markalaust jafntefli Stjóratíð Rafa Benitez hjá Chelsea fer ekki vel af stað en liðið varð að sætta sig við markalaust jafntefli gegn Fulham í kvöld. 28.11.2012 14:19 Rodgers: Stórkostleg frammistaða | Ótrúleg vítaspyrnutölfræði „Mér fannst við stórkostlegir í kvöld. Það hefði verið svekkjandi að gera jafntefli en það er ótrúlegt að við höfum tapað,“ sagði Brendan Rodgers stjóri Liverpool eftir 2-1 tapið gegn Tottenham á White Hart Lane í kvöld. 28.11.2012 14:16 Rósa og Telma í raðir Mosfellinga Miðjumaðurinn Rósa Hauksdóttir, sem leikið hefur með Fram undanfarin tvö ár, er gengin í raðir Aftureldingar. Þá hefur Telma Hjaltalín Þrastardóttir snúið á heimaslóðir eftir dvöl hjá Val. 28.11.2012 14:00 Wenger: Lítið svigrúm til þess að gera betur Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að hæfileikar í starfi knattspyrnustjóra séu engu minni nú en tímabilið 2003-2004 þegar hann leiddi lið sitt til sigurs í ensku úrvalsdeildinni án þess að tapa leik. 28.11.2012 13:15 UEFA gæti gert miklar breytingar á Meistaradeildinni Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, virðist vera langt komið með að gefast upp á Evrópudeildinni því sambandið veltir nú fyrir sér að gera miklar breytingar á Evrópukeppnunum. Þetta kemur fram í viðtali við Michel Platini í frönsku blaði. 28.11.2012 12:30 Cech styður ákvörðun Abramovich Roman Abramovich eigandi Chelsea tók mjög umdeilda ákvörðun í síðustu viku þegar hann rak knattspyrnustjóra liðsins Roberto Di Matteo úr starfi. Abramovich hefur nú fengið stuðning frá Petr Cech, markverði Chelsea, sem segir að eitthvað hafi þurft að gerast til þess að snúa gengi Chelsea við. 28.11.2012 10:45 Arsenal ætlar ekki að greiða háa fjárhæð fyrir Huntelaar Klaas-Jan Huntelaar er einn af þeim framherjum sem stórlið í Evrópu hafa áhuga á að fá í sínar raðir þegar opnað verður fyrir leikmannamarkaðinn í janúar á næsta ári. Hollenski framherjinn hefur leikið vel með Schalke í Þýskalandi en forráðamenn liðsins segja að engin formleg tilboð hafi komið í leikmanninn. 28.11.2012 10:15 Sjá næstu 50 fréttir
Southgate: Samkynhneigðir velkomnir í klefann Gareth Southgate, fyrrum landsliðsmaður Englands, telur að leikmenn myndu bjóða samkynhneigða knattspyrnumenn velkomna í búningsklefann. 30.11.2012 22:15
Mourinho óttast ekki að verða rekinn Spænskir fjölmiðlar hafa gert því skóna að það sé gríðarleg pressa á Jose Mourinho, þjálfara Real Madrid, fyrir borgarslaginn um helgina. Hafa þeir jafnvel gengið svo langt að spá því að Mourinho verði rekinn takist liðinu ekki að vinna leikinn. 30.11.2012 21:30
Arsenal hefur viðræður um Zaha Arsenal ætlar að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í janúar og félagið hefur nú hafið viðræður við Crystal Palace um kaup á Wilfried Zaha. 30.11.2012 20:45
Eyjólfur skoraði í langþráðum sigri SönderjyskE Eyjólfur Héðinsson skoraði sitt fjórða mark á tímabilinu í kvöld er lið hans, SönderjyskE, vann óvæntan útisigur, 1-3, á Horsens. 30.11.2012 19:24
Adam Örn og Daði í NEC Nijmegen Adam Örn Arnarson úr Breiðabliki og Daði Bergsson Þróttari hafa gengið til liðs við NEC Nijmegen. Tvímenningarnir skrifuðu undir tveggja og hálfs árs samning við hollenska félagið í dag. 30.11.2012 18:45
Vidic gæti snúið aftur í næstu viku Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að miðvörðurinn Nemanja Vidic gæti verið klár í slaginn gegn Cluj í Meistaradeild Evrópu í næstu viku. 30.11.2012 18:00
Joe Cole orðaður við QPR Það er um fátt annað rætt í enska boltanum en hvaða leikmenn Harry Redknapp ætli að kaupa. Hann er nýtekinn við botnliði QPR í ensku úrvalsdeildinni og honum vantar klárlega liðsstyrk. 30.11.2012 17:15
Jón Daði búinn að semja við Viking Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson er á leiðinni til Noregs en hann er búinn að samþykkja þriggja ára tilboð frá Viking. 30.11.2012 13:15
Spretthlaupari telur sig geta "lagað" Torres á tveimur vikum Breski spretthlauparinn og fyrrum Ólympíumeistarinn Darren Campbell telur sig geta hjálpað Fernando Torres. Frammistaða Spánverjans með Chelsea undanfarin tvö ár hefur valdið töluverðum vonbrigðum. 30.11.2012 12:45
Tveir stuðningsmenn Roma í fimm ára bann Tveir stuðningsmenn Roma, 25 ára og 26 ára, hafa verið bannaðir frá knattspyrnuleikjum á Ítalíu næstu fimm árin vegna aðildar að árás á stuðningsmenn Tottenham á öldurhúsi í Rómarborg á fimmtudaginn. 30.11.2012 12:00
Björgólfur Takefusa til liðs við Valsmenn Framherjinn Björgólfur Takefusa hefur gengið frá samningi við Valsmenn. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu 977 í dag. 30.11.2012 11:06
Arsenal vill lækka laun náist ekki Meistaradeildarsæti Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal vill að leikmenn sínir samþykki samninga sem fela í sér niðurskurð í launum takist félaginu ekki að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu. 30.11.2012 10:30
Fanndís með samningstilboð frá Piteå Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir hefur undir höndum samningstilboð frá sænska úrvalsdeildarliðinu Piteå. Þetta staðfestir hún í skorinortu samtali við sænska miðilinn Piteå-Tidningen. 30.11.2012 09:27
Símtalið sem breytti fótboltanum Tuttugu ár eru liðin frá því Eric Cantona gekk óvænt til liðs við Manchester United frá þáverandi Englandsmeisturum Leeds. Líklega hafa engin félagaskipti haft jafn mikil áhrif á gengi eins liðs og í tilfelli Cantona og United, sem hafði þá ekki unnið tit 30.11.2012 08:00
Hversu Veiga(r)mikill verður hann? Stjörnumenn endurheimtu son sinn á dögunum þegar Veigar Páll Gunnarsson skrifaði undir samning við félagið og er kominn heim eftir tólf ára fjarveru hjá KR og í atvinnumennsku. Fréttablaðið veltir fyrir sér mikilvægi þess að hafa mann eins og Veigar Pál. 30.11.2012 07:30
Langar helst að spila með liði í Danmörku Sauðkrækingurinn Rúnar Már Sigurjónsson er nýkominn til landsins en hann hefur verið á ferð og flugi frá því Pepsi-deildinni lauk í sumar. Þessi efnilegi Valsmaður hefur vakið athygli víða um Evrópu og er eftirsóttur. Það er því afar ólíklegt að við sjáum hann í Pepsi-deildinni næsta sumar. 30.11.2012 06:00
Boðhlaup út um þúfur | Myndband Viðureign Southampton og Norwich í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi var ekki mikið fyrir augað. Áhorfendur fengu þó heilmikið fyrir aðgangseyrinn þegar kostulegt boðhlaup fór fram í hálfleik. 29.11.2012 22:30
Villas-Boas býst við að stórliðin sýni Bale áhuga Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham, býst við því að mörg lið eigi eftir að bera víurnar í Gareth Bale þegar leikmannamarkaðurinn opnar í janúar. 29.11.2012 17:00
Moratti: Sneijder ekki neyddur til að endursemja Massimo Moratti, forseti Inter, segir ekkert til í því að félagið ætli sér að neyða Wesley Sneijder til þess að taka á sig launalækkun. Hollendingurinn hefur lítið spilað með Inter undanfarnar vikur. 29.11.2012 16:15
Messi, Iniesta og Ronaldo berjast um Gullknöttinn Alþjóðaknattspyrnusambandið tilkynnti í dag hverjir koma til greina sem knattspyrnukonur- og menn ársins 2012. 29.11.2012 14:45
Fjallað um feril Gylfa á heimasíðu úrvalsdeildarinnar | Myndband Leið Gylfa Sigurðssonar í ensku úrvalsdeildina er til umfjöllunar á heimasíðu ensku úrvalsdeildarinnar. Í fimm mínútna löngu myndbandi er rætt við íslenska vini og þjálfara Gylfa ásamt því sem leikmaðurinn ræðir sjálfur um ferilinn. 29.11.2012 14:00
Ólíklegt að Beckham snúi aftur í ensku úrvalsdeildina Það er mikil eftirspurn eftir starfskröftum enska fótboltamannsins David Beckham en hann mun leika sinn síðasta leik með LA Galaxy í bandarísku MLS deildinni um næstu helgi. Beckham telur litlar líkur á því að hann fari á ný í ensku úrvalsdeildina. 29.11.2012 13:15
Scolari líklegur til að stýra Brasilíu á HM 2014 Luiz Felipe Scolari, verður að öllum líkindum næsti þjálfari landsliðs Brasilíu. Fjölmiðlar í Brasilíu telja miklar líkur á því að hann taki við liðinu. Scolari stýrði liðinu til sigurs á HM árið 2002 og hann var þjálfari Portúgala sem komst í undanúrslit á EM 2004 og HM árið 2006. Mano Menezes, sem var þjálfari landsliðs Brasilíu, var rekinn á dögunum og er búist við því að Scolari verði kynntur til sögunnar á morgun – föstudag. 29.11.2012 12:45
Benítez vill að Torres rífi í járnin í lyftingasalnum Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Chelsea, er á þeirri skoðun að Fernando Torres framherji liðsins þurfi að rífa í lóðin í lyftingasalnum til þess að ná fyrri getu. Torres hefur átt erfitt uppdráttar frá því hann kom til Chelsea frá Liverpool fyrir um 10 milljarða kr. í lok janúar á síðasta ári. 29.11.2012 11:45
Mourinho launahæstur | Lippi og Ancelotti þéna meira en Ferguson Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Real Madrid, er launahæsti stjóri heimsins ef marka má samantekt brasilíska viðskiptatímaritsins Pluri Consultoria. 29.11.2012 11:00
Tíu handteknir þegar Bröndby lagði Rúrik og félaga Tíu stuðningsmenn voru handteknir og einn slasaðist eftir að áhorfendur þustu inn á Bröndby-leikvanginn í Kaupmannahöfn að loknum sigri heimamanna á FC Kaupmannahöfn í gærkvöldi. 29.11.2012 09:21
Spurs lagði Liverpool | Öll mörk gærkvöldsins á Vísi Tottenham vann 2-1 sigur á Liverpool í fjörlegri viðureign liðanna á White Hart Lane í Lundúnum í gær. Gareth Bale var í aðalhlutverki en Walesverjinn lagði upp mark, skoraði mark, skoraði sjálfsmark auk þess að fá áminningu fyrir leikræna tilburði. 29.11.2012 09:15
Tvö tíu marka tímabil á sama árinu Alfreð Finnbogason hefur raðað inn mörkum á árinu 2012 og hefur náð klassísku takmarki markaskorarans á tveimur stöðum – með Helsingborg í Svíþjóð og Heerenveen í Hollandi. Fréttablaðið skoðar í dag frammistöðu þessa sjóðheita markaskorara úr Kópavo 29.11.2012 06:45
Eiður skoraði og valinn maður leiksins | Myndband Eiður Smári Guðjohnsen var hetja Cercle Brugge í kvöld er hann skoraði eina mark leiksins gegn nágrannaliðinu, Club Brugge, í bikarkeppninni í kvöld. 28.11.2012 21:55
Bale í aðalhlutverki gegn Liverpool | Tæpir sigrar Manchester-liðanna Englandsmeistarar Manchester City og grannar þeirra í United unnu nauma sigra á andstæðingum sínum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Gareth Bale var í aðalhlutverki í 2-1 sigri Tottenham á Liverpool og þá skildu Everton og Arsenal jöfn 1-1. 28.11.2012 14:12
Rúrik og félagar úr leik | Arnór í undanúrslit Rúrik Gíslason var í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar sem tapaði 1-0 gegn Bröndby í átta liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í kvöld. Arnór Smárason og félagar í Esbjerg lögðu Lyngby 2-1 á útivelli og eru komnir í undanúrslit. 28.11.2012 22:28
Barcelona komst áfram í bikarnum Barcelona komst auðveldlega áfram í næstu umferð spænska konungsbikarsins í kvöld er liðið lagði Deportivo Alaves, 3-1, á heimavelli. 28.11.2012 22:26
Mancini: Við vorum heppnir Það tók meistara Man. City talsverðan tíma að brjóta vörn Wigan niður í kvöld en það hafðist um miðjan síðari hálfleik og öll þrjú stigin fóri til Manchester. 28.11.2012 22:18
Rodgers hrósar aðlögunarhæfni Gerrard Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, er á sínu fjórtánda ári hjá félaginu en hefur sjaldan þurft að fara í gegnum jafnmiklar breytingar á leikstíl liðsins og þegar Brendan Rodgers tók við stjórnartaumnum í haust. 28.11.2012 18:15
Joey Barton kominn með franskan hreim Enski miðjumaðurinn Joey Barton spilaði um helgina sinn fyrsta deildarleik fyrir Marseille. Á blaðamannafundi að leiknum loknum bauð Barton upp á ensku með frönskum hreim. 28.11.2012 16:45
Zico flúinn frá Írak Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Zico er hættur sem þjálfari knattspyrnulandsliðs Íraks en hann hefur verið þjálfari liðsins í fimmtán mánuði. 28.11.2012 15:15
Marca: PSG býður Mourinho óútfyllta ávísun Spænskir fjölmiðlar skrifa nú daglega um framtíð Jose Mourinho hjá Real Madrid og miklar vangaveltur eru í gangi að hann fari frá félaginu í vor. Til viðbótar berast fréttir af því að að franska félagið Paris Saint-Germain sé tilbúið að gera allt til þess að fá hann til sín. 28.11.2012 14:30
Ferguson: Rafael var frábær Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði brasilíska bakverðinum Rafael fyrir hans frammistöðu í 1-0 heimasigri á West Ham. 28.11.2012 14:23
Benitez svekktur eftir annað markalaust jafntefli Stjóratíð Rafa Benitez hjá Chelsea fer ekki vel af stað en liðið varð að sætta sig við markalaust jafntefli gegn Fulham í kvöld. 28.11.2012 14:19
Rodgers: Stórkostleg frammistaða | Ótrúleg vítaspyrnutölfræði „Mér fannst við stórkostlegir í kvöld. Það hefði verið svekkjandi að gera jafntefli en það er ótrúlegt að við höfum tapað,“ sagði Brendan Rodgers stjóri Liverpool eftir 2-1 tapið gegn Tottenham á White Hart Lane í kvöld. 28.11.2012 14:16
Rósa og Telma í raðir Mosfellinga Miðjumaðurinn Rósa Hauksdóttir, sem leikið hefur með Fram undanfarin tvö ár, er gengin í raðir Aftureldingar. Þá hefur Telma Hjaltalín Þrastardóttir snúið á heimaslóðir eftir dvöl hjá Val. 28.11.2012 14:00
Wenger: Lítið svigrúm til þess að gera betur Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að hæfileikar í starfi knattspyrnustjóra séu engu minni nú en tímabilið 2003-2004 þegar hann leiddi lið sitt til sigurs í ensku úrvalsdeildinni án þess að tapa leik. 28.11.2012 13:15
UEFA gæti gert miklar breytingar á Meistaradeildinni Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, virðist vera langt komið með að gefast upp á Evrópudeildinni því sambandið veltir nú fyrir sér að gera miklar breytingar á Evrópukeppnunum. Þetta kemur fram í viðtali við Michel Platini í frönsku blaði. 28.11.2012 12:30
Cech styður ákvörðun Abramovich Roman Abramovich eigandi Chelsea tók mjög umdeilda ákvörðun í síðustu viku þegar hann rak knattspyrnustjóra liðsins Roberto Di Matteo úr starfi. Abramovich hefur nú fengið stuðning frá Petr Cech, markverði Chelsea, sem segir að eitthvað hafi þurft að gerast til þess að snúa gengi Chelsea við. 28.11.2012 10:45
Arsenal ætlar ekki að greiða háa fjárhæð fyrir Huntelaar Klaas-Jan Huntelaar er einn af þeim framherjum sem stórlið í Evrópu hafa áhuga á að fá í sínar raðir þegar opnað verður fyrir leikmannamarkaðinn í janúar á næsta ári. Hollenski framherjinn hefur leikið vel með Schalke í Þýskalandi en forráðamenn liðsins segja að engin formleg tilboð hafi komið í leikmanninn. 28.11.2012 10:15