Fleiri fréttir

Edda: Var ekki sú dömulegasta og ekki sú grennsta

Edda Garðarsdóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu geta tryggt sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í Svíþjóð. Valtýr Björn Valtýsson hitti hana á æfingu kvennalandsliðsins, spurði hana út í pistil sinn um útlitsdýrkun hjá íþróttakonum og saman ræddu þau síðan um útlit og heilsu íþróttamanna.

United búið að lenda átta sinnum 0-1 undir í tólf leikjum

Manchester United þekkir það orðið vel að lenda 0-1 undir og koma til baka í leikjum sínum en liðið vann enn einn endurkomusigur í kvöld með því að snúa 0-2 stöðu í 3-2 sigur á móti Braga í Meistaradeildinni. Þetta var í áttunda sinn í tólf leikjum sem United lendir 0-1 undir í leik á tímabilinu.

Sir Alex: Svona er þetta búið að vera allt þetta tímabil

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gat brosað eftir 3-2 sigur liðsins á Braga á Old Trafford í kvöld en hvorki honum né öðrum United-mönnum leyst eflaust á blikuna þegar portúgalska liðið var komið í 2-0 eftir tuttugu mínútna leik.

Aron Einar með sigurmark Cardiff á síðustu stundu

Aron Einar Gunnarsson var hetja Cardiff í ensku b-deildinni í kvöld. Aron Einar kom inn á sem varamaður sex mínútum fyrir leikslok og skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu í uppbótatíma. Cardiff vann Watford 2-1 og er nú við hlið Leicester á toppi deildarinnar.

Veigar Páll: Gunnarsson-málið er orðið svolítið pirrandi

Veigar Páll Gunnarsson ræddi við Guðna Ölversson í kvöldfréttum Stöðvar tvö og nú er hægt að sjá allt viðtalið við kappann hér inn á Vísi. Veigar talar þarna um gremju sína út í Gunnarsson-málið sem er daglega til umfjöllunar í norsku fjölmiðlunum.

Nordsjælland náði í stig gegn Juve - úrslit kvöldsins í Meistaradeildinni

Nordsjælland nýtti sér örugglega góð ráð frá Ólafi Kristjánsson, þjálfara Breiðabliks, þegar danska liðið var aðeins níu mínútum frá því að vinna ítölsku meistarana í Juventus í Meistaradeildinni í kvöld. Juve tryggði sér jafntefli í lokin. Roberto Soldado skoraði þrennu þegar Valencia stoppaði BATE-menn.

Jordi Alba með sigurmark Barca í uppbótartíma

Celtic kom á óvart með frábærri frammistöðu sinni á Nývangi í kvöld og var grátlega nálægt því að ná í stig út úr leiknum. Jordi Alba skoraði sigurmark Barcaelona á fjórðu mínútu í uppbótartíma og tryggði spænska liðinu nauman en sanngjarnan 2-1 sigur.

Manchester United lenti 0-2 undir en vann samt

Javier Hernández stimplaði sig inn í tímabilið með því að skora tvö mörk í 3-2 endurkomu sigri Manchester United á Braga í leik liðanna í Meistaradeildinni á Old Trafford í kvöld. United lenti 0-2 undir eftir tuttugu mínútur en kom til baka og Javier Hernández tryggði liðinu þriðja sigurinn í röð í Meistaradeildinni með sínu öðru marki í leiknum.

Shakhtar Donetsk vann Chelsea

Shakhtar Donetsk sýndi styrk sinn í kvöld með því að vinna 2-1 sigur á Evrópumeisturum Chelsea í Úkraínu. Shakhtar Donetsk er því komið með þriggja stiga forskot á Chelsea á toppi E-riðilsins.

Kristján Gauti verður áfram hjá FH

Kristján Gauti Emilsson, fyrrum leikmaður Liverpool, verður áfram í herbúðum FH-inga næsta sumar en FHingar.net, stuðningsmannasíða FH-liðsins, staðfesti í dag að Kristján Gauti væri búinn að gera eins árs samning við félagið.

KR vill lækka laun leikmanna

Forráðamenn KR í knattspyrnu karla eiga nú í viðræðum við leikmenn liðsins um að breyta samningum þeirra við félagið. KR vill tengja launagreiðslur meira við þann árangur sem næst inni á vellinum.

Óskar verður áfram í Grindavík

Einn eftirsóttasti markvörður landsins, Óskar Pétursson, ætlar ekki að söðla um heldur taka slaginn með Grindavík í 1. deildinni í sumar.

Þóra á leið til Ástralíu

Landsliðsmarkvörðurinn Þóra B. Helgadóttir mun leika með ástralska félaginu Western Sydney Wanderers í vetur.

Freyr framlengir við FH

Varnarmaðurinn síungi, Freyr Bjarnason, er búinn að skrifa undir nýjan eins árs samning við Íslandsmeistara FH. Freyr er 35 ára gamall.

Framherji Celtic: Við getum unnið Barcelona

Þeir eru ekki margir sem búast við því að skoska liðið Celtic geri einhvern usla á Camp Nou í Barcelona í kvöld er liðið spilar þar í Meistaradeildinni. Leikmenn liðsins eru þó nokkuð borubrattir.

Rio og Fergie búnir að grafa stríðsöxina

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, og Rio Ferdinand hafa gert upp uppákomu helgarinnar er Ferdinand neitaði að vera í bol gegn kynþáttaníði. Með því fór hann gegn óskum stjórans sem brást illa við.

Meistaradeildin: Mögnuð tilþrif, glæsileg mörk og mikil dramatík

Meistaradeildin í knattspyrnu er á Stöð 2 Sport. Nú er komið að þriðju umferðinni. Sú síðasta bauð upp á mögnuð tilþrif, glæsileg mörk og mikla dramatík. 50 mörk voru skoruð í leikjunum sextán,l ríflega þrjú mörk að meðaltali í leik.

Hef ekki gaman af fótbolta lengur

Veigar Páll Gunnarsson íhugar að flytja aftur heim. Hann hefur misst ástríðuna fyrir fótbolta í Noregi og vill finna gleðina á nýjan leik á Íslandi. Það heillar hann mest að koma heim í uppeldisfélagið, Stjörnuna, en hann segist þó ekki ætla að vera í nei

Duga ráðin frá Ólafi í kvöld?

Meistaradeildin fer aftur af stað í kvöld og fer þá fram þriðja umferð í riðlum E til H en eftir hana ættu línur vera farnar að skýrast í riðlinum fjórum.

Kastaði sprengju í meiddan leikmann - myndband

Fastlega má búast við því að kýpverska liðið Omonia Nicosia fái heimaleikjabann eftir að stuðningsmenn félagsins voru næstum búnir að drepa leikmenn andstæðinganna.

Hendry handtekinn fyrir heimilisofbeldi

Fyrrum fyrirliði skoska landsliðsins, Colin Hendry, mátti gera sér það að góðu að dúsa í steininum um helgina eftir að átök urðu á heimili hans. Hann var handtekinn eftir að hafa lagt hendur á unnustu sína.

Bjóða félögum í Man. City klúbbnum frítt til Manchester

Breska lággjaldaflugfélagið easyJet tilkynnti nýverið að félagið myndi hefja beint flug frá Keflavík til Manchester í Bretlandi. Af því því tilefni fengu nokkrir forsprakkar stuðningsmannaklúbbs Manchester City á Íslandi fría flugmiða. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Fyrsta liðið síðan í ágúst sem nær að stoppa Aron

Aron Jóhannsson var búinn að skora í sex leikjum í röð með AGF þegar liði fékk Randers í heimsókn í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Aroni tókst ekki að skora hjá David Ousted markverði Randers í kvöld sem varð þar með fyrsti markvörðurinn sem heldur hreinu frá honum síðan um miðjan ágúst.

Birkir Már fiskaði víti í dramatískum sigri

Birkir Már Sævarsson og félagar í Brann unnu í kvöld dramatískan 4-3 útisigur Fredrikstad í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Brann er í hópi efstu liða en Fredrikstad að berjast fyrir lífi sínu í deildinni.

Fæðingin var tekin fram yfir leikinn hjá Bale

Gareth Bale gat ekki leikið með Tottenham gegn Chelsea um helgina þar sem unnusta hans fékk hríðir tveim tímum fyrir leik. Hann náði til hennar í tíma og eignuðust þau stúlku.

Buffon getur spilað gegn Nordsjælland

Juventus fékk góð tíðindi í dag þegar í ljós kom að markvörðurinn Gianluigi Buffon er búinn að jafna sig af meiðslum og getur spilað með liðinu gegn Nordsjælland í Meistaradeildinni á morgun.

FH framlengdi við þrjá sterka leikmenn

FH fékk Ingimund Níels Óskarsson í sínar raðir í dag en fleiri góð tíðindi fylgdu þeim pakka því þrír sterkir leikmenn framlengdu samning sinn við félagið.

Tillen búinn að semja við FH

FH-ingar eru heldur betur að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í dag því nú hefur verið tilkynnt að einn besti leikmaður Fram síðustu ár, Sam Tillen, sé búinn að skrifa undir samning við félagið.

Lewandowski: Vonandi spilar Pepe heiðarlega

Pólverjinn Robert Lewandowski hjá Dortmund er búinn að kynda bálið fyrir leikinn gegn Real Madrid á miðvikudag. Hann segist nefnilega óttast að portúgalski varnarmaðurinn Pepe muni ekki spila heiðarlega.

Fimm marka sigur hjá stelpunum og sætið tryggt

Stelpurnar í íslenska 19 ára landsliðinu í fótbolta eru komnar áfram í milliriðil eftir öruggan 5-0 sigur á Moldavíu í dag í undankeppni Evrópumótsins en þetta var annar leikur liðsins í riðlinum sem leikinn er í Danmörku.

Ingimundur Níels semur við FH

Ingimundur Níels Óskarsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Íslandsmeistara FH en þetta er staðfest á stuðningsmannasíðu FH-inga. Hann kemur til félagsins frá Fylki.

Zidane farinn frá Real Madrid

Franskir fjölmiðlar hafa greint frá því að lítill vinskapur sé á milli Jose Mourinho, þjálfara Real Madrid, og Zinedine Zidane, fyrrum leikmanns félagsins.

Guardiola spyrst fyrir um Bayern

Það er mikið rætt og ritað um hvað fyrrum þjálfari Barcelona, Pep Guardiola, ætlar að taka sér fyrir hendur. Hann hefur verið í fríi síðan hann hætti með Barcelona eftir síðasta tímabil.

Veigar Páll íhugar að leggja skóna á hilluna

Það hefur lítið gengið upp hjá knattspyrnumanninum Veigari Páli Gunnarssyni upp á síðkastið og hann segir í samtali við norska blaðið VG að hann sé að íhuga að leggja skóna á hilluna.

Sjá næstu 50 fréttir