Fleiri fréttir

FCK vann slaginn í Köben

FC Kaupmannahöfn hafði betur gegn erkifjendunum í Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni í dag, 1-0. Kris Stadsgaard skoraði eina mark leiksins á tólftu mínútu.

Start upp í norsku úrvalsdeildina

Start, lið Guðmundar Kristjánssonar og Matthíasar Vilhjálmssonar, tryggðis sér í dag sæti í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með 1-0 sigri á Sandefjord.

Enn skorar Alfreð | Sex mörk í sjö leikjum

Alfreð Finnbogason heldur áfram að skora fyrir hollenska félagið Heerenveen. Liðið vann 3-0 sigur á Groningen á heimavelli í dag og skoraði Alfreð eitt marka liðsins úr vítaspyrnu.

Versta byrjun AC Milan í 60 ár

AC Milan er aðeins með sjö stig að loknum átta leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni og er það versta byrjun liðsins í heil 60 ár.

Wenger: Óþægilega stórt bil

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var óánægður með frammistöðu sinna manna í 1-0 tapinu gegn Norwich í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Mark Eiðs Smára í gær - Myndband

Eiður Smári Guðjohnsen hefur nú skorað í sínum tveimur fyrstu leikjum með belgíska liðinu Cercle Brugge en það dugði þó ekki til gegn KV Mechelen í gær.

Messi varð faðir í nótt

Lionel Messi átti viðburðarríkt kvöld í gær. Hann skoraði þrennu í ótrúlegum 5-4 sigri Barcelona á Deportivo og rauk svo upp á sjúkrahús eftir leik þar sem kona hans ól honum son.

Jafntefli á Loftus Road

Everton drógst aftur úr í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar er liðið mátti sætta sig við 1-1 jafntefli við botnlið QPR í síðari leik dagsins í deildinni.

Demba Ba tryggði Sunderland jafntefli

Sunderland og Newcastle skildu jöfn 1-1 í slagnum um Norður-England í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Demba Ba, framherji Newcastle, tryggði Sunderland eitt stig með sjálfsmarki skömmu fyrir leikslok.

Eiður Smári vinsæll í Brugge

Svo virðist sem að stuðningsmenn belgíska liðsins Cercle Brugge séu ánægðir með komu Eiðs Smára Guðjohnsen til liðsins.

Eiður skoraði fyrir Cercle Brugge

Eiður Smári Guðjohnsen virðist finna sig vel í búningi belgíska liðsins Cercle Brügge en hann skoraði mark þess í 2-1 tapi fyrir Mechelen í kvöld.

Rodgers: Frábær frammistaða

Liverpool vann í dag sinn fyrsta sigur á Anfield undir stjórn Brendan Rodgers, þegar liðið vann Reading með einu marki gegn engu.

Ferguson óánægður með Ferdinand

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, lýsti yfir vonbrigðum sínum með að Rio Ferdinand hafi ekki tekið þátt í átaki ensku úrvalsdeildarinnar gegn kynþáttafordómum.

Sigurður Ragnar: Síður en svo búið

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, var hæstánægður með 3-2 sigur Íslands á Úkraínu í fyrri leik liðanna í umspili fyrir EM 2013.

Heiðar skoraði í tapleik

Heiðar Helguson skoraði mark Cardiff sem mátti þola 3-1 tap fyrir Nottingham Forest í ensku B-deildinni í dag.

Villas-Boas hrósaði Gylfa

Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham, mátti þola tap gegn hans gömlu lærisveinum í Chelsea þegar liðin mættust í Lundúnarslag í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Rio tók ekki þátt í átakinu

Rio Ferdinand var eini leikmaður Manchester United sem klæddist ekki sérstökum bol vegna átaks ensku úrvalsdeildarinnar gegn kynþáttaníði fyrir leik liðsins gegn Stoke í dag.

Mikilvægur sigur Emils og félaga

Emil Hallfeðsson spilaði allan leikinn þegar að lið hans, Hellas Verona, vann 2-0 sigur á Livorno í ítölsku B-deildinni í dag.

Lagerbäck: Þurfum að spila vel í 90 mínútur

Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari í knattspyrnu er ánægður með sitt fyrsta ár í starfi hjá KSÍ. Hann segir að landsliðið standi vel í baráttunni um að komast í úrslitakeppni HM 2014 og að framtíð þess sé afar björt.

Fær Gylfi aftur tækifæri í dag?

Tottenham tekur á móti toppliði Chelsea á White Hart Lane í hádeginu í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni en bæði lið hafa verið á miklu skriði að undanförnu. Tottenham hefur unnið fjóra síðustu deildarleiki sína og Chelsea er með fjögurra stiga stiga forskot á toppnum eftir að hafa náð í 19 af 21 mögulegu stigi í fyrstu sjö umferðunum.

Þetta lið stefnir alltaf á sigur

Íslenska kvennalandsliðið á mjög erfiðan leik fyrir höndum í dag er það sækir Úkraínu heim í umspili fyrir EM í Svíþjóð en það mót fer fram á næsta ári. Þetta er fyrri leikur liðanna. Síðari leikurinn fer fram á Laugardalsvelli næstkomandi fimmtudag. Sigurvegarinn í umspilinu fær farseðil á mótið og því að miklu að keppa.

Barcelona vann í níu marka leik

Lionel Messi skoraði þrennu þegar að Barcelona vann sigur á Deportivo, 5-4, í ótrúlegum leik í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Þægilegt hjá Real Madrid

Real Madrid komst aftur á sigurbraut í spænsku úrvalsdeildinni með 2-0 sigri á Celta Vigo. Gonzalo Higuain og Cristiano Ronaldo skoruðu mörk Madrídinga.

Góður sigur Íslands í Úkraínu

Ísland er í góðum málum eftir fyrri leik sinn gegn Úkraínu í umspili fyrir EM 2013 í Svíþjóð. Stelpurnar okkar unnu 3-2 sigur á útivelli í morgun.

Chelsea skoraði fjögur á White Hart Lane

Chelsea er enn ósigrað í ensku úrvalsdeildinni en liðið hafði í dag betur gegn grönnum sínum í Tottenham, 4-2, eftir að hafa lent 2-1 undir í leiknum.

Diouf: Gerrard er sjálfselskur

El Hadji Diouf, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að Steven Gerrard sé ekki vinsæll meðal annarra leikamanna liðsins.

Stuðningsmaður Leeds sló Kirkland - myndband

Sorgleg uppákoma átti sér stað í leik Sheffield Wednesday og Leeds í ensku B-deildinni í kvöld. Stuðningsmaður Leeds hljóp þá inn á völlinn og kýldi Chris Kirkland, markvörð Sheff. Wed, í andlitið.

Pepe Reina lélegastur

Pepe Reina, markvörður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í vetur enda búinn að gera nokkur slæm mistök það sem af er á tímabilinu.

Di Matteo: Ekki öruggt að Terry fái aftur fyrirliðabandið

Roberto Di Matteo, stjóri Chelsea, var ekki tilbúinn að lofa því að John Terry verði áfram fyrirliði Chelsea-liðsins þegar hann snýr aftur úr fjögurra leikja banni fyrir kynþáttaníð gagnvart Anton Ferdinand hjá QPR.Terry verður ekki með í næstu fjórum deildarleikjum Chelsea en fær að spila á móti Shakhtar Donetsk í Meistaradeildinni á þriðjudaginn.

Veigar Páll tekjuhæstur – fékk 4,5 milljónir kr í laun á mánuði

Íslenskir knattspyrnumenn sem hafa atvinnu af sínu fagi í Noregi eru margir hverjir á forstjóralaunum en norskir fjölmiðlar birtu yfirlit yfir laun leikmanna í efstu deild í dag. Veigar Páll Gunnarsson, sem í dag leikur með Stabæk, er með hæstu tekjurnar af íslensku leikmönnunum en hann var með um 4,5 milljónir kr. í laun á mánuði. Árstekjur Veigars voru um 54 milljónir kr. en hann greiddi 24,6 milljónir kr. í skatt.

Fabianski þarf í aðgerð

Lukasz Fabianski, markvörður Arsenal, verður frá næstu þrjá mánuðina þar sem hann þarf að fara í aðgerð vegna ökklameiðsla.

Sjá næstu 50 fréttir