Fleiri fréttir

Franska landsliðið fékk kaldar móttökur í París

Franska knattspyrnulandsliðið fékk kaldar móttökur er það lenti í heimalandinu í morgun. Um 150 stuðningsmenn höfðu sig í það að mæta á flugvöllinn til þess eins og hrauna yfir mannskapinn.

Rehhagel kveður Grikki

Þjóðverjinn Otto Rehhagel er hættur að þjálfa gríska landsliðið í knattspyrnu eftir níu ár við stjórnvölinn.

Slegist um Silva

Það er harður slagur fram undan um þjónustu spænska landsliðsmannsins David Silva sem er á mála hjá Valencia.

Gallas vill fara til Juventus

Umboðsmaður William Gallas hefur staðfest að franski varnarmaðurinn sé mjög spenntur fyrir því að ganga í raðir Juventus.

Liverpool á eftir Rijkaard

Þó svo fréttir hermi að Roy Hodgson sé við það að taka við stjórnartaumunum hjá Liverpool þá er enn verið að orða þjálfara við félagið.

Henry hringdi í forsetann

Thierry Henry mun hitta Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, í dag og segja honum frá öllu því sem gekk á bak við tjöldin hjá franska landsliðinu á HM.

Heimskulegt hjá enska landsliðinu

Þjóðverjinn Franz Beckenbauer er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum og hann er búinn að tendra bálið fyrir leik Englands og Þýskalands í sextán liða úrslitum HM.

Bjórinn kom með rétta andann

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, hefur það orð á sér að vera ákaflega harður húsbóndi og það hafa ensku landsliðsmennirnir fengið að reyna.

Löw hlakkar til að mæta Englandi

Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, segist hlakka til að takast á við Englendinga í 16-liða úrslitum HM í Suður-Afríku.

Gunnlaugur: Orðið gríðarlega erfitt að velja liðið

„Mér fannst við vera undir á flestum sviðum í kvöld," sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, eftir 3-1 útisigurinn á 1. deildarliði Víkings R. í kvöld. Framlengingu þurfti til að skera út um úrslitin.

Leifur: Við áttum að klára leikinn í seinni hálfleik

Leifur Garðarsson, þjálfari Víkings, var ánægður með frammistöðu sinna manna gegn Val í kvöld. Sú frammistaða dugði þó ekki til sigurs en Valur vann 3-1 eftir framlengingu og kemst þar með áfram í átta liða úrslit VISA-bikarsins.

Umfjöllun: Erfið löndun Vals í Víkinni

Valsmenn komust áfram í átta liða úrslit VISA-bikarsins með því að leggja Víking að vell á útivelli 3-1 eftir framlengingu. Nánari umfjöllun um leikinn er væntanleg hingað á Vísi.

Ásmundur: Framtíðin björt í Grafarvogi

Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, var ánægður með sína menn í kvöld þó svo að liðið hafi tapað fyrir KR í 16-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla, 2-1.

Logi: Höfum ekki verið að vinna okkur úr vandræðum

Logi Ólafsson var ánægður með að vera kominn áfram í 8-liða úrslit VISA-bikarsins eftir 2-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Lið Fjölnis voru baráttuglatt og komust yfir en KR kom aftur og sigraði leikinn, 2-1.

Boateng-bræður í sögubækurnar

Hálfbræðurnir Jerome og Kevin-Prince Boateng komust í sögubækur HM í knattspyrnu í dag þar sem þeir eigast nú við í leik Þýskalands og Gana sem hófst klukkan 18.30.

Framtíð Rehhagel í óvissu

Þjóðverjinn Otto Rehhagel vildi ekkert tjá sig um það í gær hvort hann yrði áfram þjálfari gríska landsliðsins en hann hefur stýrt liðinu frá árinu 2001. Grikkir féllu úr leik á HM í gær er liðið lá gegn Argentínu.

Buffon á batavegi

Gianluigi Buffon, landsliðsmarkvörður Ítalíu, er bjartsýnn á að hann verði klár í slaginn í sextán liða úrslitum HM fari svo að Ítalíu komust upp úr riðlinum.

Schweinsteiger: Sjálfstraustið í góðu lagi

Það er mikið undir hjá Þjóðverjum í kvöld er liðið mætir Gana í lokaleik sínum í riðlakeppni HM. Þjóðverjar verða að vinna leikinn til þess að tryggja sig áfram. Jafntefli mun mjög ólíklega duga til.

Forseti Frakklands fundar um franska landsliðið

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, mun fara yfir málefni franska knattspyrnulandsliðsins á ríkisstjórnarfundi í dag. Forsetinn ætlar einnig að ræða við Thierry Henry, leikmann liðsins, til þess að fá fréttir af því hvað hafi eiginlega gengið á bak við tjöldin.

Malouda biðst afsökunar

Franski landsliðsmaðurinn hefur beðið stuðningsmenn landsliðsins afsökunar á hörmulegri frammistöðu liðsins á HM í Suður-Afríku.

England verður að vinna

Úrslit í C-riðli HM í Suður-Afríku ráðast rétt fyrir fjögur í dag en klukkan tvö verður blásið til leiks í síðustu leikjum riðilsins.

Villa ekki refsað fyrir kinnhestinn

Spánverjar fengu góðar fréttir í dag þegar staðfest var að framherjanum David Villa verði ekki refsað fyrir að slá Emilip Izaguirre, leikmann Hondúras, létt utan undir.

Pelé: Maradona elskar mig

Boxbardaginn endalausi á milli Pelé og Maradona ætlar engan enda að taka og nýjasta höggið kom frá Pelé. Þeir tveir hafa rifist eins og litlir krakkar í sandkassa um gröfuna og er ekkert sem bendir til þess að stríðsöxin verði grafin í bráð.

Blikar fá erfiða andstæðinga

Breiðablik mætir liðum frá Frakklandi, Rúmeníu og Eistlandi í forkeppni meistaradeildar kvenna í fótbolta i byrjun ágúst.

LA Galaxy vill fá Ronaldinho

Brasilíumaðurinn Ronaldinho gæti spilað í Bandaríkjunum hafi hann áhuga á því en LA Galaxy, lið David Beckham, hefur lýst yfir áhuga á því að semja við Brasilíumanninn skemmtanaglaða.

Gerrard: Stórslys ef við komumst ekki áfram

Steven Gerrard segir að það væri ekkert annað en stórslys ef enska landsliðið fellur úr keppni á HM í dag. Gerrard segir að liðið sé alltof gott til þess að falla úr leik þetta snemma í keppninni.

Evra mun segja sögu franska landsliðsins

Patrice Evra hóf HM sem fyrirliði Frakka en endaði á bekknum eftir að hafa lent upp á kant við þjálfaralið landsliðsins. Hann er miður sín yfir skrípaleiknum sem Frakkar stóðu fyrir á mótinu og ætlar sér að greina frá því hvað þar gekk á.

Capello bjartsýnn á sigur í dag

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, er bjartsýnn á að enska landsliðið leggi Slóvena í dag og tryggi sér farseðilinn í 16-liða úrslit HM. Enska landsliðið hefur verið heillum horfið í fyrstu tveimur leikjum sínum í keppninni og er gríðarleg pressa á liðinu í dag.

Öruggt hjá Stelpunum okkar - myndir

Ísland vann í gær 3-0 sigur á Króatíu á Laugardalsvellinum en leikurinn var liður í undankeppni HM 2011 sem haldið verður í Þýskalandi.

Maradona á von á erfiðari leikjum

Diego Maradona hefur sagt landsmönnum sínum í Argentínu að stilla væntingum í hóf fyrir komandi átök á HM í Suður-Afríku.

Sjá næstu 50 fréttir