Fleiri fréttir

Samuel Eto'o + 35 milljónir punda = Zlatan Ibrahimovic

Barcelona og Inter Milan hafa nú náð samkomulagi um að skipta á framherjunum Zlatan Ibrahimovic og Samuel Eto'o en þau skipta ekki alveg á jöfnu því Barcelona borgar ítölsku meisturunum einnig 35 milljónir punda til viðbótar til að fá til sín Zlatan. Nú veltur það á Svíanum og Kamerúnmanninum að ná samningum við sín nýju lið.

Gareth Barry svarar Rafa Benitez fullum hálsi

Gareth Barry sakar Rafa Benitez, stjóra um virðingaleysi eftir að Spánverjinn setti spurningamerki við ástæður þess að Barry fór til Manchester City í sumar. Benitez reyndi eins og frægt var að kaupa Barry frá Aston Villa fyrir ári síðan.

Keflvíkingar yfir í hálfleik á móti Íslandsmeisturunum

Keflavík er 1-0 yfir á móti Íslandsmeisturum FH í opnunarleik 12. umferðar Pepsi-deildar karla. Það var fyrirliði Keflavíkur, Guðjón Árni Antoníusson, sem skoraði eina mark leiksins til þessa með skalla af stuttu færi eftir aukaspyrnu.

Athyglisverð úrslit í 1. deild

Þrír leikir voru í 1. deild karla í kvöld. Víkingur Ólafsvík tapaði 1-4 fyrir nöfnum sínum í Víkingi Reykjavík, ÍR vann HK 3-1 og Haukar gerðu 1-1 jafntefli við Leiknismenn.

Ferguson kominn til Birmingham

Skoski miðjumaðurinn Barry Ferguson er orðinn leikmaður Birmingham en hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við úrvalsdeildarfélagið. Ferguson er 31. árs.

Grindavík vill semja við Moen

Grindvíkingar hafa áhuga á að semja við norska sóknarmanninn Tor Erik Moen sem hefur æft með liðinu í vikunni. Ingvar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Grindavíkur, segir að Moen hafi litið vel út á æfingum.

Zlatan á leið í Barcelona og Eto'o í Inter

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að sænski markvarðahrellirinn Zlatan Ibrahimovic gangi til liðs við Barcelona frá Inter. Samuel Eto'o fer til Inter í skiptum.

Ekkert verður frekar aðhafst í Carlosar Tevez-málinu

Stjórn ensku úrvalsdeildarinnar og stjórn enska knattspyrnusambandsins gáfu út sameiginlega yfirlýsingu í dag vegna Carlosar Tevez-málsins svokallaða, sem hefur verið í gangi undanfarin tvö ár á milli West Ham United og Sheffield United.

KR lánar Guðmund Pétursson í Breiðablik

KR hefur ákveðið að lána sóknarmanninn Guðmund Pétursson í Breiðablik en hann mun leika með Kópavogsliðinu út tímabilið. Guðmundur kom til KR frá ÍR sumarið 2006 en hefur að mestu verið notaður sem varamaður.

Þjálfari Englands: Alls ekki ósátt við leikinn

Íslenska kvennalandsliðið vann það enska 2-0 í æfingaleik í gær. Hólmfríður Magnúsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu mörkin. Þrátt fyrir tapið var þjálfari enska liðsins ekki ósátt.

Vuvuzela-lúðrarnir verða leyfðir á HM í Suður-Afríku næsta sumar

Alþjóðaknattspyrnusambandið ætlar ekki að banna vuvuzela-lúðrana á HM í Suður-Afríku næsta sumar þrátt fyrir miklar kvartanir vegna gríðarlega hávaða á Álfubikarnum á dögunum. Hávaðinn er ekki bara mikill fyrir áhorfendur á sjálfum leikjunum því hann fór ekki framhjá sjónvarpsáhorfendum heldur.

Þróttur fær breskan sóknarmann frá Færeyjum

Þróttur hefur samið við breskan sóknarmann, Sam Malsom, en hann hefur undanfarin tvö ár verið meðal bestu leikmanna B36 í Færeyjum. Malsom er 21. árs og tekur þátt í sinni fyrstu æfingu í kvöld.

Margrét Lára var búin að bíða í 521 mínútu eftir marki

Margrét Lára Viðarsdóttir var aftur á skotskónum með íslenska kvennalandsliðinu í sigrinum á Englandi í gær. Þetta var 44. landsliðsmark hennar í 52 leikjum en jafnframt það fyrsta síðan að hún skoraði í sigurleiknum á móti Írlandi 30. október í fyrra.

Allt getur gerst - Ronaldo skoraði tvö skallamörk í sama leiknum

Brasilíumaðurinn Ronaldo skoraði tvö mörk í 4-3 sigri Corinthians á Sport í brasilíska meistaramótinu í nótt en Ronaldo hefur nú skorað 16 mörk í 24 leikjum síðan að hann kom til baka eftir hnémeiðsli í mars. Ronaldo varð fyrir meiðslunum sem leikmaður AC Milan.

Del Piero semur á ný við Juventus

Samkvæmt Gazzetta dello Sport hefur ítalski landsliðsframherjinn Alessandro Del Piero náð samkomulagi við Juventus um framlengingu á samningi sínum við félagið til ársins 2011.

Cristiano Ronaldo: Ég hefði aldrei farið til City

Cristiano Ronaldo, fyrrum leikmaður Manchester United, segir það aldrei hafa komið til greina að hann færi yfir til Manchester City eins og fyrrum félagi hans í sóknarlínu United, Carlos Tevez.

Orðið ljóst hvað bíður KR og Fram ef þau komast áfram

Nú er nýbúið að draga í þriðju umferð í undankeppni Evrópudeildar UEFA en þar eru tvö íslensk lið, KR og Fram, í flottum málum eftir glæsilega leiki í fyrri leik annarrar umferðar í gærkvöldi. Fram færi til Skotlands og KR færi Sviss eða Andorra, omist þau áfram í næstu viku.

Manchester United kaupir 21 árs sóknarmann frá Molde

Manchester United er ekki hætt að kaupa leikmenn eins og stjórinn Alex Ferguson talaði um á dögunum því liðið keypti í dag 21 árs sóknarmann frá norska liðinu Molde, Mame Biram Diouf. Það hefur reynst United vel að sækja sóknarmenn til Molde en liðið keypti Ole Gunnar Solskjaer frá norska liðinu árið 1996.

Lærisveinar Guðjóns unnu úrvalsdeildarlið Wigan

Crewe vann 1-0 sigur á Wigan í æfingaleik í gærkvöldi en Crewe spilar í ensku C-deildinni á meðan Wigan er í ensku úrvalsdeildinni. Nýi stjóri Wigan, Roberto Martinez, byrjaði því ekki vel en okkar maður Guðjón Þórðarson getur verið ánægður með frammistöðu sinna manna.

Fyrsti sigur kvennalandsliðsins á Englandi í sögunni

Íslenska kvennalandsliðið vann sögulegan sigur á því enska í Colchester í gærkvöldi þegar stelpurnar okkar unnu sanngjarnan 2-0 sigur á níundu bestu knattspyrnuþjóð heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. Þetta var í fyrsta sinn frá upphafi sem Ísland vinnur England en besti árangurinn fyrir leikinn var eitt jafntefli í níu leikjum.

Inter Milan og Barcelona ræða um skipti á Ibrahimovic og Eto’o

Ítalska liðið Inter Milan og spænska liðið Barcelona er nú komin í viðræður um að skipta á leikmönnum. Forseti Inter, Massimo Moratti, hefur staðfest þetta við fjölmiðla. Svíinn Zlatan Ibrahimovic færi þá til Inter sem í staðinn fengi þá Samuel Eto’o og Aleksandr Hleb í staðinn.

Hótel Manchester United sprengt upp - hætt við að fara til Indónesíu

Manchester United er hætt við að fara til Indónesíu í Asíuferð sinni eftir sprengjuárás á hótelið sem leikmenn enska úrvalsdeildarliðsins áttu að gista á í Jakarta. United var búið að panta fjölda herbergja á Ritz-Carlton hótelinu aðfaranótt sunnudags og mánudags.

Pardew að taka við Southampton

Alan Pardew er að taka við knattspyrnustjórn Southampton en þessu greinir BBC frá. Southampton er í C-deild enska boltans og var nálægt því að fara í greiðslustöðvun.

Björgólfur: Allir voru að skila sínu

Framherjinn Björgólfur Takefusa átti frábæra innkomu í 2-0 sigri KR gegn Larissa í kvöld og skoraði seinna mark Vesturbæinga í uppbótartíma venjulegs leiktíma.

Umfjöllun: Nánast fullkominn leikur hjá KR-ingum

Bikarmeistarar KR unnu frækinn 2-0 sigur gegn gríska félaginu Larissa í Evrópudeild UEFA á KR-velli í kvöld. Skipulagður varnarleikur, barátta og góð liðsheild skóp sigurinn fyrir Vesturbæinga sem fara út með gott veganesti fyrir seinni leikinn í Grikklandi.

Sigurður Ragnar: Erum lið sem erfitt er að vinna

Íslenska kvennalandsliðið vann í kvöld glæsilegan sigur á því enska í æfingaleik sem fram fór í Colchester á Englandi. Ísland vann 2-0 með mörkum frá Hólmfríði Magnúsdóttur og Margréti Láru Viðarsdóttur.

Kvennalandsliðið vann England í kvöld

Íslenska kvennalandsliðið vann 2-0 sigur á Englandi í vináttulandsleik Colchester í Englandi í kvöld. Hólmfríður Magnúsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu mörk íslenska liðsins í sitthvorum hálfleiknum.

Arnar og Bjarki skrifa undir við Val á morgun

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum munu Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir skrifa undir samninga við Val á morgun. Í gær var tilkynnt að þeir væru hættir sem spilandi þjálfarar 1. deildarliðs ÍA.

Framarar gerðu 1-1 jafntefli í Tékklandi

Framarar náðu flottum úrslitum í fyrri leik sínum gegn Sigma Olomouc í Evrópudeild UEFA í kvöld. Leikurinn endaði með jafntefli 1-1 en síðari leikurinn verður hér heima í næstu viku.

Eurosport-menn töldu FH-liðið vera frá Færeyjum

Stórsigur Aktobe á FH vakti athygli fréttastofu Eurosport sem fjallaði um leikinn á fréttastöð sinni, Eurosport 2, í gærkvöldi og í nótt. Það er ekkert óvenjulegt við að nema að þar var alltaf talað um að Aktobe hafi farið í góða ferð til Færeyja en ekki til Íslands.

Vålerenga vill kaupa Kristján Örn frá Brann - er ekki til sölu

Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Sigurðsson shefur spilað vel með Brann í norsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og er af mörgum talinn vera einn besti miðvörður deildarinnar. TV 2 greinir frá því að Vålerenga hafi mikinn áhuga á að kaupa Kristján frá Brann.

Hægt að hlusta á nýja FH-lagið á netinu - "FH fyrir alla"

FH-ingar eru kannski ennþá að sleikja sárin eftir slæma útreið í Evrópukeppninni í gær en liðið tapaði þá 0-4 fyrir Aktobe frá Kasakstan. Þeir ættu að geta tekið gleði sína með því að hlusta á nýja FH-lagið sem var kynnt á leiknum í gær.

Andri Steinn samdi við Fjölni

Andri Steinn Birgisson hefur skrifað undir samning við Fjölni eins og búist var við. Samningurinn er út tímabilið en Andri yfirgaf herbúðir norska neðrideildarliðsins Asker fyrir skömmu.

Barcelona ekki eitt um að hafa áhuga á Poulsen

Meistaradeildarmeistarar Barcelona eru sterklega orðaðir við miðjumanninn Christian Poulsen hjá Juventus en næsta víst er talið að danski landsliðsmaðurinn yfirgefi herbúðir Tórínóborgarfélagsins í sumar eftir komu Brasilíumannsins Felipe Melo.

Zlatan fékk ekki tíuna í Inter - hann tók hana

Sænski framherjinn og hrokagikkurinn Zlatan Ibrahimovic verður áfram hjá ítölsku meisturunum í Inter þótt að mörg stórlið hafi sýnt markahæsta leikmanni ítölsku deildarinnar áhuga. Það er þó eitt sem breytist hjá Zlatan því hann spilar ekki lengur í treyju númer átta.

Aquilani ekki á leiðinni til Liverpool

Umboðsmaður ítalska landsliðsmannsins Alberto Aquilani hjá Roma segir nákvæmlega ekkert hæft í þeim sögusögnum í ítölskum og breskum fjölmiðlum síðustu daga um að leikmaðurinn sé á leiðinni til Liverpool.

Sjá næstu 50 fréttir