Íslenski boltinn

Andri Steinn samdi við Fjölni

Elvar Geir Magnússon skrifar
Andri Steinn Birgisson.
Andri Steinn Birgisson.

Andri Steinn Birgisson hefur skrifað undir samning við Fjölni eins og búist var við. Samningurinn er út tímabilið en Andri yfirgaf herbúðir norska neðrideildarliðsins Asker fyrir skömmu.

„Ég á unga dóttur sem býr í Grafarvoginum og það er ástæða þess að ég kem heim. Það er hentugt að fara í Fjölni," sagði Andri við Vísi í vikunni. Hann ætti að vera orðinn löglegur með liðinu á sunnudag þegar það mætir KR.

Andri lék með Grindavík í Landsbankadeildinni í fyrra en hann hefur einnig leikið með Fram í efstu deild. Hann lék síðast með Fjölni í 3. deildinni 2002 en æfði með félaginu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×