Íslenski boltinn

Hægt að hlusta á nýja FH-lagið á netinu - "FH fyrir alla"

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Atli Guðnason í leik FH og Aktobe í gær.
Atli Guðnason í leik FH og Aktobe í gær. Mynd/Valli

FH-ingar eru kannski ennþá að sleikja sárin eftir slæma útreið í Evrópukeppninni í gær en liðið tapaði þá 0-4 fyrir Aktobe frá Kasakstan. Þeir ættu að geta tekið gleði sína með því að hlusta á nýja FH-lagið sem var kynnt á leiknum í gær.

Á stuðningsmannavef FH-liðsins, www.fhingar.net., er hægt á hlusta á lagið hér en það heitir "FH fyrir alla". Botnleðju-maðurinn Haraldur F Gíslason samdi bæði lag og texta. Texti lagsins er hér fyrir neðan.

FH fyrir alla

Lítum yfir þvöguna

Og rennum yfir söguna

Sögu meistara

getum treyst á það

Margan merkismann

Félag sem ég ann

Hefur alið upp

Og við bakið stutt



F er fyrir fótboltann

Og H-ið gerir mig stoltann

FH fyrir Helga Ragg

Og FH fyrir Hödda Magg

FH hér og FH þar

Já FHingar allsstaðar

Sameinist og syngið með

Og kyrjið þetta FH stef

F er fyrir fimleika

Og H-ið Hafnfirðingana

FH fyrir Óla Dan

Og hugsjón Árna Ágústar



Framtíðin hún er björt

Ef hjörtu hvít og svört

Saman slá í takt

Samstillt getum allt

Láttu nú heyr' í þér

Með margtóna raddaher

Allir saman nú

FH er mín trú










Fleiri fréttir

Sjá meira


×