Enski boltinn

Everton ætlar hvorki að selja Lescott né aðra leikmenn

Joleon Lescott.
Joleon Lescott. Nordic photos/AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið Everton hefur staðfest að hafa neitað 15 milljón punda kauptilboði frá Manchester City í enska landsliðsmanninn Joleon Lescott.

Stjórnarformaðurinn Robert Elstone hjá Everton ítrekar jafnframt að Lescott sé ekki til sölu, frekar en aðrir leikmenn félagsins.

„Við höfum þegar staðfest að við erum ekki að leitast eftir því að selja leikmenn. Knattspyrnustjórinn David Moyes er að byggja upp samkeppnishæft lið og því viljum við alls ekki verið að selja undan honum leikmenn sem hann vill halda hjá félaginu," segir Elstone á opinberri heimasíðu Everton.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×