Íslenski boltinn

Meiðsli Atla Viðars ekki eins slæm og talið var

Elvar Geir Magnússon skrifar
Atli Viðar Björnsson.
Atli Viðar Björnsson.

Atli Viðar Björnsson, sóknarmaður FH, meiddist í Evrópuleiknum gegn Aktobe í vikunni. Í fyrstu var talið að hann yrði frá í tvær vikur vegna þessara meiðsla.

Við segulómskoðun í morgun kom hinsvegar í ljós að liðbönd í ökkla hans eru ósködduð og því ætti hann að geta spilað gegn Breiðabliki þann 26. júlí. Þetta kemur fram á fhingar.net.

Atli verður þó fjarri góðu gamni á morgun þegar FH tekur á móti Keflavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×