Íslenski boltinn

Þróttarar búnir missa tvo Hirti Hjartarsyni á tveimur dögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hjörtur Júlíus Hjartarson er farinn yfir í Selfoss.
Hjörtur Júlíus Hjartarson er farinn yfir í Selfoss. Mynd/Valli

Það er greinilega ekki gott að heita Hjörtur Hjartarson hjá Þrótti þessa daganna ef marka má að tveir leikmenn með þessu nafni hafa yfirgefið Laugardalinn í þessarri viku.

Hjörtur Júlíus Hjartarson er 35 ára sóknarmaður sem skipti yfir í Selfoss frá Þrótti 16. júlí. Hann hefur skorað 2 mörk í 9 leikjum með Þrótti í Pepsi-deild karla.

Hjörtur Ingi Hjartarson er 20 ára sóknarmaður sem hefur verið á samningi hjá Þrótti frá 2. mars 2006. Hann átti þó enn eftir að spila með meistaraflokki félagsins. Hjörtur Ingi skipti yfir í ÍH 17. júlí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×