Íslenski boltinn

Athyglisverð úrslit í 1. deild

Elvar Geir Magnússon skrifar
Jakob Spangsberg var með þrennu í kvöld.
Jakob Spangsberg var með þrennu í kvöld. Mynd/Valli

Þrír leikir voru í 1. deild karla í kvöld. Víkingur Ólafsvík tapaði 1-4 fyrir nöfnum sínum í Víkingi Reykjavík, ÍR vann HK 3-1 og Haukar gerðu 1-1 jafntefli við Leiknismenn.

Eftir þessi úrslit er ljóst að Selfoss getur náð átta stiga forskoti með sigri á KA á morgun. Selfoss er með 26 stig eftir 11 leiki, Haukar með 21 stig eftir 12 leiki og HK 20 stig eftir 12 leiki.

Jakob Spangsberg skoraði þrennu fyrir Reykjavíkur-Víkinga í kvöld og Marteinn Briem eitt. Fannar Hilmarsson minnkaði muninn fyrir heimamenn.

Calum Bett kom HK yfir gegn ÍR í Breiðholtinu en heimamenn skoruðu þrívegis eftir það. Eyþór Guðnason, Árni Freyr Guðnason og Haukur Ólafsson (víti) með mörkin.

Leiknismenn komust yfir gegn Haukum með marki Fannars Arnarssonar úr vítaspyrnu en Hilmar Geir Eiðsson jafnaði með stórglæsilegu marki.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×